Börn

Við verðum að passa okkur á því hvað maður segir þegar eyru barnanna eru opin – þau eru eins og svampar – apa allt eftir manni.

 

Ég var með Erlu í bílnum í gær – þá heyrist í henni  - “Ó nei – fokk – þetta er ljótur bíll” – Ef ég hefði 4 ára sagt þetta þá hefði móðir mín fengið áfall!!

 

En ég hef verið að rifja upp í huganum, síðustu daga ýmislegt sem við systur gerðum – á meðan foreldrar okkur héldu að við værum úti í saklausum dúkkuleikjum.

 

Fundum sígarettupakka – óopnaðan og skiptum bróðurlega á milli okkar, já meira að segja fékk Adda sinn skammt þó svo hún væri bara 5 ára, sátum uppi á Vatnsgeymi púuðum þetta “ógeðslega töff” og  höfum sjálfsagt komið heim allar gænar í framan og meira og minna slappar – mamma og pabbi tóku samt ekki eftir neinu.

 

Við prófuðum að kveikja í ruslutunnum í litlum kofa við Kennaraháskólann – litlu mátti muna í eitt skipti að ekki hefði kviknað í – þannig að við hættum þessu. 

 

Við þvældumst út um alla Öskjuhlíð ofan í gamlar skotgrafir  – eða hvað þetta var kallað, vorum endalaust í rannsóknarferðum þar. 

Ákváðum 1 dag að athuga hvar hitaveitustokkarnir myndu enda – við ákváðum að tékka á þessu eftir kvöldmat en komumst að því frekar seint að þeir voru endalausir –– svo hittum við einhvern sem fannst við vera úti frekar seint um kvöld og gaf okkur pening í strætó – þannig að við komum heim á auðveldan hátt. 

Það voru ekki gerðar neinar athugasemdir við þetta kvöldbrölt á okkur .  Sennilega höfum við alltaf verið fljótar að sofna á kvöldin eftir svona ævintýraferðir – og því fengið að ganga frekar lausar.

 

En ótrúlegt að við vorum stundum á þvælingi klukkustundum saman – engir gemsar – og foreldrar ekki með neinar áhyggjur.  Við komum alltaf til baka og yfirleitt á skikkanlegum tíma, en ég held samt að maður hafi haft virkilega gott af þessu.

 

Ég myndi samt ekki vilja að börnin mín væru að gera það sem við systur vorum að gera.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Lauja. Ég vissi ekki að þú værir að blogga. Enn gaman að frétt af þér en leitt að heyra að pabbi þinn er veikur. Bestu kveðjur

Linda Ásdísardóttir (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 01:04

2 Smámynd: Lauja

Takk fyrir innlitið Linda mín, það er ágætt að setja eitthvað smá inn hér af og til - gaman     kannski að maður láti nú verða af því að kíkja í einn kaffibolla í sumar

Lauja, 4.6.2007 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband