Ferðin suður á bóginn

Já, húrra - á 2gja * hótelinu er þráðlaus nettenging - þvílík krummaskuð sem okkur fannst þetta vera þegar við vorum á leiðinni - vorum viss um að vera að fara í einhverja agalega afdali - en svo fann Andri hótelið fyrir okkur.

Á leiðinni upp þessa kræklóttu bíla"stíga" varla hægt að kalla þetta götu - fékk Ingi hláturskast - þá fór hann að hugsa um að það hefði ekki verið sniðugt að panta þetta hótel í fyrra - þegar við vorum á extra löngum Benz Sprinter trukk - það hef ði verið afar skrautlegt að sjá okkur reyna að taka beygjurnar á honum, bakka - leggja á hann - aðeins áfram - bakka og alltaf að djöflast á kúplingunni.  Íbúarnir hér á svæðinu hefðu þá álitið okkur "klikkaða túrista" 

Bílaleigubíllinn sem við fengum er Chrysler Voyager - þessi bíll er æðislegur, sjálfskiptur - fjarstýrðar hliðarhurðir - maður þarf ekki einu sinni að opna eða loka hurðunum allt fjarstýrt, DVD spilari - leðursæti, gott pláss fyrir farangur - bara frábær.  Og erum við í sæluvímu með hann.  Liggur við að maður strjúki honum og kyssi góða nótt - hann er það frábær.  (e.t.v. eins og í eldgamalli "Austin Mini" auglýsingu fyrir ca. 30 árum - ef einhver man eftir henni - - SMÁ UPPRYFJUM FYRIR ÞÁ ÞÁ GLEYMNU:  Maður kemur heim úr vinnunni - konan kemur hlaupandi á móti honum -  fer framhjá honum í slow motion hrópandi "ástin mín - í " og maðurinn stendur eftir afar hissa sjá konum klappa og kyssa ástin míní bílinn. haha!

Börnin létu 2 DVD myndir rúlla á leiðinni niður eftir þannig að tíminn var ósköp þægilegur fyrir þau, við Ingi skiptum akstrinum bróðurlega á milli okkar - þannig að við náðum bæði að sjá aðeins umhverfið.

Hótelið sem við erum á er snyrtilegt - en enginn lúxus - enda erum við bara að borga fyrir 2 x 3 manna herberi EUR 110 - sem er ekki neitt.  En við erum sem sagt með nettenginu og sér baðherbergi með sturtu - og við hliðina á okkur er bakarí - þannig að við förum þangað í fyrramálið.

Ég heyrði aðeins í Hröbbu áðan - og allt hefur gengið vel hjá þeim - hún er meira að segja búin að fá vinnu og byrjar í henni þann 18. júní n.k. þannig að það var eins gott að þau fóru í frí núna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur B. Stefánsdóttir

Gott að heyra að ferðin gekk vel og bíllinn er lúxuskerra.  Hlakka til að sjá næstu myndasyrpu, sérstaklega frá Garfagnana héraðinu.  Er að fara að hátta Þórdísi, Bestu kveðjur frá öllum úr rigningunni.

Matthildur B. Stefánsdóttir, 8.6.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband