Tognun í hálsi og vaskurinn

Ég fór heim úr vinnunni í gær, Andri hringdi og sagði að Tanja gæti ekki hreyft höfuðið, hún finndi svo til í hálsinum, hún væri bara að versna og versna og ég bara yrði að koma.

Ég dreif mig, Ingi hringdi á meðan á heilsugæsluna og var ráðlagt að koma með hana beint upp á bráðadeild (manni dettur alltaf í hug heilahimnubólga) - en svo kom í ljós að hún haði dottið illa á föstudag á hægri öxlina sem orsakaði þetta - hún er sem sagt tognuð í hálsi og eins og spítukerling þegar hún gengur um.  Tekur nokkra daga að jafna sig á þessu.

Hún var svo slæm að Andri þurfti að hjálpa henni í fötin.

Ingi ákvað að skúra einn þannig að ég gæti klárað að hafa Vaskinn tilbúinn. Eins gott að skila  á réttum tíma.  Þetta er svo sem ekki mikið, bara að hafa sig í þetta og klára.

Annars þá fór ég á fætur í morgun kl. 05:00 til að hjálpa börnunum að bera út blöðin, þau ættu að fá útborgað á morgun, gaman að sjá hvað þau fá. 

Ég ætla að láta þetta gott heita í bili.

Afmælið hjá Önnu og Gumma var mjög skemmtilegt - góðar veitingar, og allir í svo góðu skapi.  Erla Ósk og Valli voru frábærir veislustjórar - maður veit hvert maður leitar næst þegar mann vantar veislustjóra.

Tanja var á Rey Cup um helgina og lenti í 2 sæti í B riðli og var hún afskaplega ánægð með þá frammistöðu.

Þetta er gott í bili - allir að kvitta -

Kveðja - L A U J A 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Kvitt

Kristján Kristjánsson, 31.7.2007 kl. 20:50

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Eins gott að tékka vel á börnunum betra að fara fýluferð en að taka séns á að þetta sé í lagi

Kristberg Snjólfsson, 31.7.2007 kl. 21:20

3 identicon

Better safe than sorry, sérstaklega þegar börnin eru annars vegar.
Til hamingju með Tönjuna.

Maja Solla (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 23:11

4 Smámynd: Margrét M

kvitt átti þetta ekki að vera svoleiðis ekki gott að vera með tognun í hálsi ,vonandi lagast það sem fyrst en gott að þið fóruð með hana og létuð tékka á þessu 

Margrét M, 1.8.2007 kl. 08:43

5 Smámynd: Lauja

Jú, daman er að vera mun betri - ætlar meira að segja að fara á eftir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn með vinkonu sinni.

Lauja, 1.8.2007 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband