Það getur tekið á að eiga ungling .....sérstaklega dóttur

 

Mamman gekk fram hjá herbergi dóttur

sinnar og varð nokkuð undrandi að sjá að það var búið að búa um rúmið

og taka vel til í öllu herberginu. Hún sá að það var umslag á miðju

rúminu og á því stóð: TIL MÖMMU. Mjög áhyggjufull opnaði hún umslagið

og las skjálfhent bréfið sem í því var.

Elsku mamma. Það hryggir mig nokkuð að

þurfa að segja þér með bréfi þessu að ég er hlaupin að heiman. Ég geri

þetta svona til að koma í veg fyrir að þið pabbi reiðist mér. Ég hef að

undanförnu fundið sterkar tilfinningar til Ahmeds og hann er svo

yndislegur þrátt fyrir öll götin, húðflúrin, skeggið og

mótorhjólagallana sína. En það er ekki bara það mamma mín að ég ber

svona sterkar tilfinningar til hans því að ég er ólétt og Ahmed segir

mér að hann sé svo glaður með það. Hann er þegar búinn að kaupa

hjólhýsi fyrir okkur að búa í og hann er búinn að safna helling af

eldivið til að halda á okkur hita í allan vetur. Hann er búinn að segja

mér að hann langi til að eignast með mér fullt af börnum og ég er svo

innilega sammála honum með það. Ahmed hefur kennt mér það að marijuana

gerir engum illt í raun og veru og ætlar hann að rækta nóg af því fyrir

okkur þannig að við munum eiga nóg af því afgangs til að skipta á því

og kókaíni og E-töflum handa okkur báðum. En ég vona líka að

vísindamenn finni fljótlega lækningu á AIDS svo að Ahmed mínum batni,

hann á það svo skilið!! En ég bið þig að hafa ekki áhyggjur mamma mín

því að ég er nú orðin 15 ára og kann alveg að sjá um mig sjálfa. Þar að

auki er Ahmed orðinn þrítugur þannig að hann veit vel hvað hann er að gera. Einhvern

daginn ætla ég svo að koma í heimsókn svo að þú getir hitt öll barnabörnin

þín.

Þín dóttir Guðrún.

PS: Mamma, ekkert að ofansögðu er satt.

Ég er í heimsókn hjá Siggu í næsta húsi. Mig langaði bara að láta þig

vita að það er margt verra í heiminum en einkunnaspjaldið mitt sem er í

efstu skrifborðskúffunni. Ég elska þig. Láttu mig vita þegar það er

óhætt fyrir mig að koma heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

þetta er fyndin saga. Mín dóttir hefði alveg getað tekið upp á að skrifa svona bréf til mín.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 28.8.2007 kl. 11:01

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

he he he  þessi er helv góður

Kristberg Snjólfsson, 28.8.2007 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband