Erla er farin að plana.......

..... afmælisveisluna sína.  Þó ennþá séu þó nokkrir dagar í afmælið - eða þann 28. nóvember.   Hún er búin að biðja mig um að baka 4 afmæliskökur - 2 stráka- og 2 stelpukökur.  Súperman, Batman, Bratz og Barbí... Grin   - týpískar kökur.  Ég reyni að snúa henni - og gera einhverja eina skemmtilega.  Kannski "rúmköku" - þó ekki alveg eins djarfa og ég gerði fyrir Möttu og Eika..... Grin

Ég er svo sem ekki búin að samykkja þetta - en hún hefur tröllatrú á "bökunarsnilld" mömmu sinnar - þannig að ég þarf að fara að skoða bækur með henni og "snúa" henni frá þessum "4" kökum.

Eins og þið vitið flest þá á hún sama afmælisdag og pabbi sinn (hann fékk nefnilega einstaklega veglega gjöf það árið......) en hún er ekkert æst í að láta pabba sinn eiga of mikið í þessum degi - hann á að snúast um hana.... enda nær hún að snúa pabba sínum um fingur sér - endalaust Smile

Hún er með það á hreinu að hún á afmæli á undan jólunum og finnst hálf asnalegt að vera farin að sjá jóla- þetta og hitt - og hún er ekki búin að eiga afmæli !

Hún er ekki farin að biðja um neitt í afmælisgjöf - aðeins að fá þessar afmæliskökur - af því hún ætlar að bjóða vinum sínum af leikskólanum heim í afmælisveislu....... kemur í ljós hvað verður..... kannski endar þetta á því að hún nær að snúa mömmu sinni um fingur sér.... InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Hún er svo mikil dúlla er hægt að segja nei við hana, enga leti verður að baka 4 kökur og bjóða öllum af leikskólanum í veislu líka

Kristberg Snjólfsson, 6.11.2007 kl. 10:11

2 Smámynd: Margrét M

verða ekki allir í leikskólanum að fá að borða lika 

Margrét M, 6.11.2007 kl. 10:50

3 Smámynd: Matthildur B. Stefánsdóttir

Rúmkakan góða var ógleymanleg og vakti mikla lukku hjá börnum og fullorðnum, jafnvel meiri en sjálf brúðkaupstertan.  Þórdís biður að heilsa Erlu, hún er líka farin að hlakka mjög til afmælisins.

Matthildur B. Stefánsdóttir, 14.11.2007 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband