Helgin...... grímuball og sörubakstur....

Halló allir.......

Helgin var fín, í dag fór ég yfir til tengdó að baka "sörur" Anna, Guðbjörg og Gumma (frænka þeirra)  voru með - þannig að þetta gekk vel, reyndar var ég búin að forvinna þetta í gær - útbúa kremið og mala möndlurnar - þannig að við vorum ekki alveg eins lengi fyrir vikið.

Ég keyrði líka Erlu mína,  en hún fór í heimsókn til Þórdísar og var mjög gaman hjá þeim, skoða naggrísina og að leika sér í Þórdísar dóti.  Þegar ég sótti hana stoppaði ég smástund í kaffi hjá Möttu, en Eiki fór austur á rjúpnaskytterí - veit þó ekki hvað hann fékk.

Í gær kíkti ég aðeins út á lífið - með vinnufélögum.  Drífa ákvað að halda grímuball heima hjá sér og ég kíkti þangað í smátíma.  Dressaði mig upp og málaði mig - þannig að ég var frekar skuggaleg.  (Setti inn myndir af mér uppádressaðri).

Þegar ég var að fara að heiman - spurði Ingi mig hvort ég nennti að hendast og skila DVD mynd.  Ég sagði bara - nei - ég geri það sko ekki - haha..  Ingi hélt að ég væri að grínast - sem ég var ekki að gera - þegar hann leit á mig - þá skildi hann mig.......    ég ætlaði ekki að fara inn á "leiguna" svona útlítandi - ein að skila mynd.....

Það kenndi ýmissa grasa af fólki í partýinu - Earl (úr My name is Earl), þernan hans, draugur, Mikki mús, Ofurhetjan Rakel, páfagaukur, flugfreyja, smiður, lögga, fangavörður, vampíra, flugmaður, sjóræningjahóra, körfuboltamaður o.fl.  Mjög skrautlegur hópur.  Reyndar voru sumir sem mættu búningalausir - en því var reddað í snatri - og endaði einn mjög sætur með lítil silfruð horn... LoL

Árni Björn á verkstæðinu var "Earl" - ég var búin að horfa heillengi á þennan mann og dáðst að því hversu líkur hann væri "Earl" - þegar hann fór að tala - þá fattaði ég hver þetta var.....

Það var einnig alveg ótrúlega fyndið hvað fólk var lengi að kveikja á mér.  Einn var búinn að sitja heillengi á móti mér - þegar hann allt í einu skellir upp úr - bendir á mig og segir "ert þetta þú"  -  sömuleiðis heilsaði ég Brynju - horfði í augu hennar - en hún bara fattaði ekki hver þetta var...... - ok - ég vanalega ekki svona agalega skuggaleg í vinnunni - en mitt fagra augnaráð á ekki að fara fram hjá neinum......... Whistling

Þetta heppnaðist mjög vel, ég var edrú - og ákvað að yfirgefa partýið á hárréttu augnabliki.

Kosning um besta búninginn fór fram og lenti ég í 2. sæti  verðlaunin voru mjög vegleg.....-  Earl lenti í því fyrsta....... djö.... ég hefði ekki átt að kjósa hann !!!!!!!

 Ég gleymdi að taka myndavél - en börnin náðu mynd af mér áður en ég fór að heiman...... ef ég fæ myndir frá partý-liðinu þá set ég þær inn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

snilldar búningur sem þé hefur verið í

Margrét M, 19.11.2007 kl. 08:44

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Hva varstu í búning ? sá engan mun

Kristberg Snjólfsson, 19.11.2007 kl. 09:42

3 Smámynd: Grumpa

sjóræningjahóra!! snilld!

Grumpa, 26.11.2007 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband