Sindri vinnumaður

Já, hann er að fara í vinnu í fyrramálið í Húsdýragarðinn að moka skít, gefa dýrunum o.fl. í þeim dúr.  Hann er svo sem ekkert hoppandi af gleði yfir þessu - en finnst þetta þó allt í lagi.  Bekkurinn fer og verður í vinnu í 4 klukkutíma - þau hafa gott af þessu.

Ég fór áðan af stað til að kaupa á hann stígvél - ekki hægt að senda hann í þessa vinnu í strigaskóm - en að finna stígvél á svona gaur er ekki það auðveldasta í heimi.  Í Hagkaup voru Latabæjarstígvél  - hann hefði drepið mig með augnaráðinu ef ég hefði splæst í þannig útbúnað fyrir hann..... bekkurinn hefði litið hann hornauga - hann var búinn að fá nóg af búðarflakki með mér áðan - þannig að ég ákvað að halda áfram - en skilaði honum og Erlu heim til Tönju.

Endaði ég síðan á að finna stígvél fyrir hann í Smáralind - plain svört - þegar ég kom hins vegar heim - sagði ég honum að ekkert hefði fengist í hans stærð nema "Bósa ljósár" stígvél - djö... að hafa ekki verið með myndavélina uppi við - svipurinn sem kom á hann - átti hann 11 ára töffari að mæta í "Bósa" stígvélum!!!!!!  En þegar hann sá að ég var aðeins að grínast í honum varð léttara yfir andliti hans......

Nóg af þessu helgin var fín - grillið var vel nýtt þessa helgi, indverskt ilmaði í hverfinu á laugardag - kannski að ég fari þó að setja pásu á það - til að familían fái ekki nóg af því - það væri afleitt. 

Í gær bakaði ég pönnukökur - og kíkti ég til mömmu með nýbakað pönnsur - en þá átti hún ekki til sykur....... þannig að börnin skutust út í næsta hús og sníktu sykur hjá húsfrúnni þar á bæ - fyllti hún sykurkarið fyrir þau - enda er hún "Bestust" Wink.  Andri var að sjálfsögðu að læra þessa helgi - þó með hléum - og í gærkvöldi fór Ingi með hann og Tönju á fótboltaleik - og vann Valur að sjálfsögðu..... Grin  Á meðan var ég heima í leti með Sindra og Erlu - lét þau fara í bað - þau fóru saman - með 2 lítra flösku fulla af ísköldu vatni - þannig að þið getið ímyndað ykkur hvers lags skrækir komu af til frá baðherberginu - en mikið skemmtu þér við það Kissing - algjörir vitleysingar......  Þegar baðið var búið - tók Erla til við að rífa í tætlur 250 bita púsl - eingöngu til að púsla það upp á nýtt.......

Held að þetta sé orðið gott í bili - ætla þó að enda þessu færlsu á að óska  tengdapabba til hamingju með afmælið í gær Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

humm ég hefði átt að spyrja til hver átti að nota sykurinn ... Sé Sindra í anda að spá í hvort að hann þurfi virkilega að vera í Bósa stívélum

Margrét M, 6.5.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband