Áfengi og tóbak......

....... er eitthvað vit í þessu?  Maður brosir allaveg yfir lestrinum.  Næst þegar ég fær mér í glas, þá vitna ég í þessa sögu Tounge...... sérstaklega ef ég fæ mér aðeins of mikið....... Joyful

Ég veit að þið hafið öll heyrt eða lesið um þessi fræði áður, en ég hef ekki séð neinn útskýra þetta eins vel og hinn alvísa Cliff Calvin í Staupasteini.

Cliff Calvin var að útskýra Buffala-kenninguna fyrir vini sínum Norm og það gekk svona fyrir sig:

"Sjáðu nú til Norm, þetta virkar svona....  Buffalahjörð getur aðeins farið jafn hratt og hægasti buffalinn í hjörðinni.  Þegar veitt er úr hjörðinni eru það hinir hægustu og veikustu aftast í hjörðinni sem eru drepnir fyrst.

Þetta náttúrulega val er mjög gott fyrir hjörðina í heild sinni því að með reglulegum drápum á veikustu og hægustu einstaklingunum batnar heilsufar hjarðarinnar og hraði hennar.  

Á sama hátt má segja að mannsheilinn geti aðeins unnið eins hratt og hægustu heilasellurnar leyfa.   Eins og við öll vitum þá drepur alkohól heilasellur en eðlilega drepur það hægustu og veikustu sellurnar fyrst. Á þennan hátt veldur regluleg inntaka áfengis því að veikari sellurnar drepast og þar með því, að heilinn verður hraðvirkari og skilvirkari.  

Þetta er ástæðan fyrir því að maður verður svona klár eftir nokkra bjóra!"  

Tengd þessari sögu er önnur:

Eins og allir vita þá var meðalaldur íslendinga mjög lengi um það bil 35 ár eða eiginlega frá 950 til 1900.

Á sama tíma var innflutningur á tóbaki mjög lítill eða nokkrir tugir kílóa á ári og þeir sem höfðu hærri meðalaldur voru hástéttarmenn sem reyktu allt það sem var flutt inn til landsins.

Sé litið til þróunnar á innflutning tóbaks þá byrjar hann að vaxa upp úr aldamótunum 1900, og það er mjög nákvæm fylgni milli kúrfunnar á aukningu innflutnings tóbaks og hækkun meðalaldurs Íslendinga.

Báðar kúrfurnar nákvæmlega jafnbrattar og meðaldur hækkað úr 35 árum í um 75 ár.   Það er svo upp úr 1980 sem vöxtur á innflutningi tóbaks minnkar og kúrfan verður flatari og viti menn hækkun meðalaldurs hætti einnig að vaxa jafnhratt og hefur síðan þá einungis hækkað úr 75 árum í 78 ár.  

Semsagt ef drukkið er rösklega og reykt með þá drepur þú samkvæmt lögmálum Darvins (Survival of the fittest) slöppustu sellurnar, maður finnur það greinilega að morgni dags á eftir þar sem góðu sellurnar fá nánast víðáttubrjálæði og þeysast um í kollinum að við lausn óleystra vandamála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 23.5.2008 kl. 09:10

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

áhugaverð kenning

Kristberg Snjólfsson, 23.5.2008 kl. 10:25

3 Smámynd: Brynhildur Jónsdóttir

Skál í boðinu!

Brynhildur Jónsdóttir, 23.5.2008 kl. 12:30

4 Smámynd: Margrét M

Mjög svo áhugavert verð ég að segja ,, maður drekkur allavega rauðvínið þá án þess að hafa áhyggjur

Margrét M, 23.5.2008 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband