Dansfíflið ég.......

Erlu dóttur minni finnst mér ég vera afar lélegur dansari, svo ég tali nú ekki um danstaktana hjá pabba hennar.  Ég fór upp á stöð um daginn að skúra og Erla kom með, Ingi tók upp á því að dansa fyrir vinnufélagana - og viðbrögð Erlu við þessu framferði pabba hennar var ótrúlegt - hún fór að hágráta.......Errm   hún er afar viðkvæm fyrir að við foreldrar hennar gerum okkur að fíflum.

Ég fór með hana í Bónus í dag - og eins og fólk e.t.v. þekkir þá er ýmislegt sem freistar 5 ára barna í þessum búðum - og geri ég það helst ekki að taka hana með, en stundum er það þó óhjákvæmilegt.  Ég tók nú fram við hana áður en við fórum í búðina, að ef hún bæði mig um að kaupa eitthvað - þá myndi ég standa í miðri búðinni - öskra og dansa..........  Andri var með okkur - og var þögn smástund í bílnum, að lokum spyr Andri systur sína;  "Ætlar þú að biðja mömmu að kaupa eitthvað??"  Svar hennar var afar einfalt;  "Nei".

Hún ætlaði svo sannarlega ekki að eiga á hættu að sjá mömmu sína "dansa" - og láta aðra sjá til hennar í búðinni........   Hún er bara fyndin....... en ég þarf að fara að láta athuga í henni sjónina, við hjónin dönsum hreint ekki svo skelfilega....... Joyful

Svo ég fari nú út í allt annað, þá fór ég í jarðarför í dag.  Verið var að jarða son tvíburasystur pabba.  Hún átti 2 börn - og eru bæði börn hennar látin. 

Það á ekki að leggja á foreldra að þurfa að kveðja börnin sín, einnig ól hún upp dótturdóttur sína sem sitt eigið barn, og býr sú í USA og hefur búið þar í yfir 20 ár, gift og ráðsett útivinnandi húsmóðir þar, og kemur ekki til með að flytja til Íslands aftur. 

Ég held að það hafi verið Valborgu afar erfitt að missa hana í raun og veru - á þennan hátt, þó hún heyri oft í henni - þá er það engan veginn það sama og að fá viðkomandi í reglulegar heimsóknir.   Ég spjallaði við Valborgu í dag - og fannst mér í raun ótrúlegt hvað hún vissi um mig og mína, þó hún sé orðin hálf heyrnarlaus og blind, þá aftrar það henni ekki að fylgjast með.  

Annars þá vorum við frænkur að nefna að við verðum að fara að hittast - öðruvísi en í jarðarförum.  Reyndar hittumst við síðast á "ættarmóti" í ágúst s.l. sem var mjög gaman, en okkur langar til að hittast oftar - nú er bara að gefa sjálfri sér - og systrum sínum spark í rassinn - og sparka í frænkurnar í kring og finna kvöldstund til að hittast og spjalla.

Áðan þegar ég var uppi á stöð að skúra, þá var lag með Madness spilað í útvarpinu - og minnir sú hljómsveit mig alltaf á vissan stað sem ég bjó á þegar ég var unglingur - e.t.v. blogga ég um það síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Ég er nú ekkert hissa á að barnið fari að skæla þegar það sér Inga dansa

Kristberg Snjólfsson, 28.5.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég færi nú sennilega að gráta líka ef ég sæi Inga dansa

Kristján Kristjánsson, 28.5.2008 kl. 22:59

3 Smámynd: Margrét M

Margrét M, 29.5.2008 kl. 08:55

4 identicon

Hvurslags er þetta?

Engar athugasemdir um dansinn hennar Lauju?

Hún var bara illa upplögð, litla greyið? Ég skal sýna ykkur hvað ég á við næst þegar við hittumst. Þá sjáið þið ljósið.

Ingi (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 09:04

5 Smámynd: Lauja

Ég þurfti nú ekki að fara á neina "frelsissamkomu" til að finna ljósið - Ingi dansaði fyrir mig forðum daga - og eftir það hefur líf mitt verið uppfullt af ljósi

Hafið þið aldrei spáð í hvers vegna ég er svona sjaldan í vondu skapi--- ha?????

Lauja, 29.5.2008 kl. 09:19

6 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Þú hlýtur að hafa hlegið líka ansi vel  er það ekki Lauja mín  Og já Ingi ég tek þig á orðinu leyfir okkur að sjá nokkur spor það er bara gott fyrir heilsuna  það er jú sagt að hláturinn lengir lífið.

Kristberg Snjólfsson, 29.5.2008 kl. 11:36

7 identicon

Mér er sagt að söngvarinn í viðlaginu hér að neðan dansi á svipaðan hátt og ég en það er EKKI SATT. Ég sver það.

http://youtube.com/watch?v=v9MTGNaEXGM

Ingi (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 12:52

8 Smámynd: Lauja

Þú hefur mun fágaðri hreyfingar en þessi "go-go" dansari.  Ég ætti nú að þekkja það kvenna best.......

Lauja, 29.5.2008 kl. 13:34

9 Smámynd: Margrét M

mikið hlakkar mig til að sjá þessa sýningu sem Ingi er að lofa

Margrét M, 29.5.2008 kl. 14:15

10 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Þetta eru nú bara snillingar, en ótrúlegt en satt þessar hreyfingar eru bara alveg eins og hjá Inga já ótrúlegt en alveg satt

Kristberg Snjólfsson, 29.5.2008 kl. 14:44

11 identicon

Þessi þykir nú minna talsvert á hann Kidda.

http://youtube.com/watch?v=ZA1NoOOoaNw&feature=related

Ingi (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 19:40

12 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Já það er satt. Sá Pólski minnir nú smá á suma :-)

Haha ég á nú ekki roð í Indverska snillinginn :-)

Kristján Kristjánsson, 29.5.2008 kl. 20:57

13 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Já það er alveg rétt hjá þér Ingi þetta minnir mig á Kidda fattaði fyrst ekki hvern en svo mundi ég eftir Kidda rokk og þá fattaði ég samlíkinguna hjá þér

Kristberg Snjólfsson, 29.5.2008 kl. 23:25

14 identicon

Jahérnahér.... ég verð að fara með þessum ættingjum mínum á dansiball, ég er gráti nær hér, og skil Erlu greyið vel. Lauja þú hlítur að dansa betur en þessir bræður, trúi ekki öðru  Ég væri allavega til að sjá þig taka dansspor í Bónus, þú bíður mér bara með næst

Telma (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 20:54

15 Smámynd: Lauja

Bræðradansinn - þú verður að koma einhverntíman í heimsókn og sjá þá dansa saman - þeir taka nú yfirleitt einhvernskonar gleði- sprengidans um hver áramót..... það er nú alls ekki svo skelfilegt hjá þeim. 

Auðvitað er ég listagóður dansari.....   - en ef ég tæki dans í Bónus - spurning hvort fólk færi að henda í mig peningum og tala um greyi konuna - og barnið hennar....

Lauja, 4.6.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband