Tími til kominn.......

.... að blogga örlítið, búin að vera hálf löt við það - nóg að gera alltaf hreint á stóru heimili.

 Við systur fórum í sumarbústað um þarsíðustu helgi, ég blikkaði tengdaforeldra mína - sem eru náttúrulega yndislegust Smile - og fengum við bústaðinn þeirra lánaðan.

Lögðum af stað eftir hádegi á föstudegi - með fullan pallbíl af áfengi - og sushi..... (sem Ingi öfundaði mig geeeeeðveikt mikið af Whistling )  - ásamt sundfötum, skemmtilegri tónlist, naglasnyrtidæmi alls konar - og  úttroðnum snyrtitöskum af allra handa yngingarkremum..... eins og við þyrftum á því að halda........Shocking  en það sakar allavega ekki Joyful

Við höfðum það afskaplega gott, ekkert svo kalt - og potturinn varð á endanum vel heitur og góður, vorum við afar penar, skandöluðumst ekkert - hlupum ekki um naktar - til að hrella nágrannana - nebb...... höguðum okkur eins og eðalskvísur gera!    Hefðum í raun verið til í mun lengri tíma saman, ætluðum að gera ótalmargt.... en tíminn flýgur alltaf hreint á ógnar hraða Smile 

Síðasta föstudagskvöld var ég á smá vinnudjamm - aðeins við skvísurnar - og var afskaplega gaman.  Fórum í Kramhúsið þar sem "Kúbverskur sjarmör" að nafni Juan..... kenndi okkur að dansa "Salsa"  .......neeei hann var lítill og ljótur - annað en "hönkið" sem beið eftir mér heima.... þó svo hann dansi ekki salsa Kissing  

Við fórum síðan út að borða á Vegamót - mikið kjaftað - hlegið og nutum við tímans saman, enduðum síðan í partýi heima hjá Siggu og Svenna - en þau búa í Skugganum (ég er búin að þekkja þau í yfir 20 ár....... vann hjá þeim á Radíóstofunni hér í gamla daga - eru þau alltaf jafn yndisleg Wink ).

Ég var afar pen í drykkjunni - þannig að ég var í góðum gír á laugardeginum - heimsótti mömmu og hjálpaði henni með ýmsa hluti.  Helginni var síðan eytt við hina ýmsustu iðju með fjölskyldunni.

........ ég er meira að segja farin að fá smá "jólafiðring" í magann...... þau verða komin áður en við vitum.......  Mig langar til að prófa að baka laufabrauð, og er ein sem vinnur með mér búin að bjóðast til að lána mér e-a laufabrauðsgræju - ég verð að þiggja það - og plata familíuna í að baka með mér.... gæti orðið mjög skemmtilegt.

Erlu og Inga afmæli nálgast óðfluga.... þann 28. nóv. og er Erla farin að bíða spennt - ætlar að bjóða öllum bekknum - og ég á að baka þetta - gera þetta - kaupa flotta diska og glös........ æ.... hún er svo spennt þessi yndislega skotta....... InLove

Nóg í þetta skipti....... blogga fljótlega aftur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá smá skrif frá þér. Greinilega allt í góðum gír hjá þér. Hér norðan heiða er líka allt gott að frétta, nóg að gera þannig að tíminn líður fljótt. Von er á litla stubb til afa og ömmu núna fljótlega því mamma hans er að fara í próf. Verður sjálfsagt mikil breyting við að vera með einn lítinn. Er búin að redda dagmömmu og allt fyrir hann. Reyndar ætlar pabbi hans að taka hann líka eitthvað er þetta verður bara gaman. ´

Gangi ykkur vel með laufabrauðið- ég kaup alltaf tilbúnar kökur og við skerum svo út og steikjum hér heima. Alltaf gaman.

Kveðja frá Dalvíkinni

Gerða Maja og co

Valgerður M. Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband