19 dagar til jóla....... OMG !

Af hverju í ósköpunum er tíminn svona fljótur að líða - hefur einhver skýringu ?

Annars þá er síðasti dagurinn minn í Borgartúninu í dag - er að flytja upp í Urðarhvarf - eða "Mannshvarf" eins og sumir innanhúss húmoristar segja LoL - 8 hæða ferlíki - og ætli verði ekki margir sem hverfa í sitt horn !  Var í gær að pakka niður í vinnunni - og flyt á eftir - aðeins styttra verður í vinnuna að heiman  - en ég mun sakna þess að vera ekki í Borgartúninu.  Verkstæðisstrákarnir héldu "kvennfélags"-kveðjukaffi fyrir okkur áðan - og felldu tár - hins vegar hélt "Georg" ekki ræðu fyrir okkur - og kannaðist ekki við að vera formaður "kvennfélagsins"....... LoL - vildi ekki láta líkja sér við "Bjarnfreðarson" - nafna sinn....... hahaha...

Annars þá er Andri - litla barnið mitt farið að sækja ökutíma - hin ofur rólega Þórlaug fór með hann í ökuferð í fyrrakvöld og gekk vel - Ingimundur æsti treysti sé ekki að fara með drenginn - hann hefði keyrt á fyrsta ljósastaur með hann sem "leiðbeinanda" ! - nei kannski ekki - en Ingi sagði að væri mun sniðugra að senda mig með hann - held að það sé alveg rétt hjá honum Smile

Ætla að reyna að vera ofur húsmóðurleg þessa helgi - svona til tilbreytingar - baka piparkökur og jafnvel að reyna að baka laufabrauð....  Smile  ...kemur í ljós hvernig það gengur. 

Í kvöld erum við Ingi að fara á jólahlaðborð með hans vinnu - förum í Humarskipið, aldrei áður farið þangað - verður gaman að prófa þann stað.

Ætli ég verði ekki halda mig við að smella inn einu jólalagi í dag, lagið er með hljómsveit sem heitir Weezer, heitir "Christmas song" - og já ég er hrifin af þessu lagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

nú nú bara komin nýr ökumaður á heimilið

Margrét M, 5.12.2008 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband