Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Sit núna.....

... með heyrnartól á hausnum - og hlusta á tónlist - var að hlusta á Radíusflugur - sem er tær snilld - nú rennur Strange little girl  - með Stranglers - ljúflega í gegn - ég má hafa mig alla við að syngja ekki hástöfum með - Ingi situr fyrir framan mig að horfa á TV - myndi sennilega líta mig óblíðu auga ef ég gleymdi mér og færi að syngja - í mínum heimi - spurning hvort það sé ekki alveg þess virði - bara til að sjá svipinn á honum........ Tounge

Ef ykkur leiðist..........

...... hustið þá endilega á Radíusflugurnar hér í spilaranum - - yndislega fyndið.........

Var að setja inn nokkrar myndir.....

..... og er að bíða eftir kaffinu sem ég var að setja af stað - fínt fyrir svefninn - því sterkara - því betra - sef eins og ungabarn eftir góðan kaffibolla - kannski er ég skrítin - en þetta er bara svo fj.... gott.

Annars þá er allt gott af okkur að frétta, ég er þó eins og undin tuska eftir leikfimina - en það er þó gott að vita að þetta er að hafa áhrif.  Afskaplega lítill hópur sem ég er í - aðeins 5 - með mér - þannig að maður fær alla þá athygli frá þjálfaranum sem hægt er - brilljant.

Fór til mömmu beint eftir vinnu og hjálpaði henni að þvo henni um hárið, stoppaði í kjafti og kaffibolla - hún hefði helst viljað hafa mig lengur - var farin að lesa ástarljóð fyrir mig - þegar ég varð að rjúka - sagðist myndi eyða lengri tíma hjá henni í næsta skipti. 

Hugsa sér að vera orðinn þetta mikið ein - eiginmaður til margra ára nýdáinn - og eftir situr hún með hugsanir - og upprifjanir um gamla daga og ljúfar stundir  - alla daga - enda fannst mér hún aðeins klökkna þegar hún las eitt ljóð fyrir mig - sem henni fannst svo fallegt - hefur kannski minnt hana á ástarfund hennar og pabba - eða þá að pabbi hafi lesið þetta ljóð fyrir hana - en hann var alltaf vanur að lesa eitthvað fyrir hana á kvöldin þegar þau voru komin í rúmið - hvort það voru ástarljóð - eða Bör Börsson - fjölbreytnin var allavega þó nokkur.

Ég var að setja inn eitthvað af myndum rétt áðan.  Frá síðasta laugardagskvöldi - en þá hittumst við systur.  Tanja fór með mér og Stefanía með Öddu, en Hákon og Hinrik voru heima hjá sér - þannig að þau léku sér eitthvað saman

Við systur hittumst hjá Hröbbu síðasta laugardagskvöld, ég var komin um kl. 17:00 og vorum við hjá henni fram yfir miðnætti.  Ýmislegt spjallað um heima og geyma - eins og systur gera sjálfsagt þegar þær hittast.  Kampavín og kavíar, krabbasalat - hvítvín - ostar vínber - kaffi og afgangur af jólakonfektinu.

Já, ég er þá búin með kaffibollann minn -  og nóg komið af bloggi í bili.  Annars þá kom póstkort frá Afríkufaranum okkar í dag - henni Erlu Ósk - prinsessunni - hún er búin að baða sig í fljóti og "kúka"  í holu - - Valli var nú búin að hrella hana dálítið - að öll heimsins SKORKVIKINDI byggju í Afríku - hún nefndi þau nú reyndar ekki í póstkortinu - aðeins að hún væri brunninn (sæta blondínan mín ) - með 1000 freknur sem heimamönnum þætti ofur fyndið..........

 Nú er ég hætt - góða nótt - dreymi ykkur fallega.......

 

 

 


Bara aðeins.......

.... þá eru jólin búin.  Skólinn kominn af stað og allt að fara í réttar skorður. 

Í gærkvöldi þá fórum við upp að Hafravatni með Kidda og fjölskyldu og kláruðum að skjóta upp frá gamlárskvöldi, frekar kalt - en þetta var þó ekki mikið magn - en maður kann ekki við að skjóta þessu út í bænum. 

Erla heimsótti vinkonu sína í gær og var afskaplega gaman hjá þeim.  Margeir vinur Sindra var hjá honum í gær, fóru þeir í bíó, síðan með okkur að sprengja - og að lokum gistu þeir. 

Tanja var með 6 skólafélaga hjá sér í gær - voru þau að horfa á hryllingsmynd, við gerðumst púkar og hringdum heim í þau (meðan við vorum að sprengja)  - og lögðum á - 3 x híhí..... og þegar við komum heim - lögðumst strákarnir á útidyrahurðina og börðu á hana - og skrækirnir sem heyrðust í þeim - var óborganlegur........ segið svo að myndir hafi ekki áhrif á mann. 

Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í þetta skiptið - Erla er orðin frekar spennt að fá að fara í tölvuna - í´"kúluleikinn".

 


Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla....

Þá er enn eitt árið liðið.  Alveg með ólíkindum hvað þessi ár fljúga fram hjá manni - kannski ágætt - manni er þá ekki að leiðast.

En á gamlársdag var Ingi að vesenast með Kidda í flugeldunum langt fram eftir degi, Andri og Tanja voru með þeim en ég var heima með Sindra og Erlu - að hafa matinn til, leggja á borðið, og þess háttar.  Matta og Þórdís komu aðeins í heimsókn að sækja eitt stykki tertu - og voru skvísurnar voða glaðar að hittast. 

Eftir matinn fórum við yfir til Kidda og Möggu, enda var ætlunin að skjóta upp hjá þeim í þetta skiptið.  Ég byrjaði á að kíkja til mömmu - í kaffi, síðan komu Tanja og Erla yfir, spjölluðum við saman í dágóða stund, en fórum síðan yfir um kl. 22:00. 

Spregjubræðurnir voru búnir að setja eitthvað á loft - horfðum saman á skaupið - og eftir það var aftur farið út að skjóta.  Talsverður vindur var - eins og hægt er að sjá á myndunum sem ég tók.

Við fórum síðan aðeins yfir til mömmu að óska henni gleðilegs nýs árs, en hún var orðin svo þreytt þannig að við drifum okkur heim.  Ingi var orðinn hálf tuskulegur - og var kominn með 39 stiga hita.

Nýársdegi var eytt í algjörri leti - ekki farið á fætur fyrr en að nálgast hádegi, sem var ósköp ljúft.  Eftir hádegi lagðist ég í rúmið með Erlu og las ég bók fyrir hana.  Nóg var eftir af mat frá gamlársdegi, þannig að hann var hitaður upp - ágætt að þurfa ekki að elda Wink - lágum síðan í leti yfir TV.  Ingi var ennþá drulluslappur...... þannig að hann verður bara að taka því róleg og ná þessu úr sér.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband