Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Flott kona

Hún er einstaklega sjarmerandi eins og hún er - ég dáist að hennar viðhorfi Smile

Það mættu fleiri hafa hennar hugarfar.


mbl.is Neitaði að láta stækka brjóstin á myndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir - myndir - myndir

..... var að setja inn nýjar myndir

Fólk velur og hafnar....

.... hins vegar þá myndi ég ekki vilja eiga fleiri börn en mín 4 - finnst það meira að segja stundum hálf yfirþyrmandi - sérstaklega þegar þau rífast - þá er eins og ég sé stödd í miðju fuglabjargi - get þá ekki ímyndað mér hvernig það væri með allan þennan hóp !

Ímyndið ykkur að elda jafnvel 3 máltíðir á dag fyrir þennan fjölda - þvo þvott - og allt það umstang sem fylgir hverri fjölskyldu........

Til allrar hamingju - eru til getnaðarvarnir (allavega er það mín skoðun)  Joyful  ...... annars þá átti amma mín 9 börn á 6 árum - mér finnst það nú vel af sér vikið hjá henni ! 


mbl.is Frjósamasta kona jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnan tekin við á ný.......

... sem er alveg ágætt, auðvitað hefði ég verið til í lengra frí, en ég er búin að hafa það mjög gott í fríinu.  Ingi er þó búinn að vera veikur - með lungnabólgu, en er aðeins að skána, sem betur fer.  En við erum búin að hafa það mjög gott - í leti í sveitinni.

Í morgun biðu eftir mér í vinnupósthólfinu 350 póstar FootinMouth - sem þarf að kíkja yfir - fór á handahlaupum yfir póstinn - hvort þar væri eitthvað sem þyrfti að sinna í hvelli - staldraði við einn póst - þar sem var verið að tilkynna samstarfsfélagi væri látinn.  Hann greindist með krabbamein fyrir um ári síðan, en lést þann 20. júlí s.l. - eftir 2 daga legu á líknardeild.  Hann var 3 árum yngri en ég, var í sambúð og áttu þau 3 börn.  Við vorum ágætis kunningjar, og stoppaði ég stundum hjá honum að spjalla þegar hann var úti að reykja.  Hann ræddi svo sem ekkert um sín veikindi, þó fór ekki milli mála - útlitslega séð hversu veikur hann var.  Að sjálfsögðu mun ég sakna hans, enda talsverð samskipti okkar á milli þessi ár sem ég hef unnið hér.  Ég hef alltaf séð um að senda út reikninga fyrir hans vinnudeild, og oft þurft að leita til hans með ýmis mál, sem hann leysti alltaf fljótt og vel.    -  Alltaf erfitt þegar ungt fólk í blóma lífsins fer.  En lífið er víst ekki alltaf sanngjarnt.

Ætli ég seti ekki inn nokkrar nýjar myndir í kvöld - ef ég nenni Smile  ..... þ.e.a.s. ef Erla vill ekki fá alla mína athygli - hún fór hálfpartinn að skæla í gær þegar hún vissi að ég myndi fara í vinnuna í dag "mamma, ég vil bara hafa þig hjá mér" - sagði hún.......... þessi elska Heart

 


Annað lag..... gat ekki annað en sett það inn.......

Þegar ég heyrði þetta lag í fyrsta skipti á sínum tíma, labbaði ég úr vinnunni - út í næstu plötubúð - og keypti "kassettuna" - til að ná að heyra þetta lag "STRAX" aftur - varð gjörsamlega heilluð af þessu lagi.  (Vann hjá pabba - og plötubúð var í næsta húsi).

Hef kíkt eftir þessu á YouTube af og til án árangurs - fyrr en núna - Lagið heitir "La femme accident" og er með OMD, já mér finnst þetta lag ennþá mjög flott Joyful


Varð að setja þetta lag inn....

.... þið skiljið ef þið lesið færsluna hans Emils........ þetta er nú líka afskaplega flott lag.

Lagið heitir "The Model" - og er með hljómsveitinni "Kraftwerk".

 Annars þarf ég að fara að blogga smá eftir sumarfrí, var að koma af ættarmóti - og er  ekki í miklu bloggstuði akkúrat núna  -  þið skiljið Joyful     ...ætla að leggjast í leti fyrir framan sjónvarpið og horfa á tónleika með hljómsveitinni "Scissor Sisters" - þau eru flott!

 


Hundadagar byrja í dag.......

....... og samkvæmt sögunni eiga næstu 40 dagar að vera eins og dagurinn í dag - veðurfarslega séð.......  var ég nú reyndar að vona að í dag væri sól og hiti - bara upp á næstu 40 daga að gera...... en manni verður víst ekki alltaf að óskum sínum Errm

Adda litla systir mín á afmæli í dag - til hamingju með það skvís Smile    ...... og þar sem ég er alltaf 25 ára Whistling - þá er hún víst bara 20 ára - skrítið að hún skuli eiga barn sem er 12 ára....... WOW...... hún hefur byrjað snemma W00t

Við erum búin að fara í útilegu og í sumarbústaðinn í fríinu okkar - Ingi náði sér í einhverja pest þannig að nú erum við bara heima að dúllast - annað hvort er hann með ofnæmi fyrir að vera of mikið með mér - nú eða með ofnæmi fyrir sveitalofti - ég hallast nú frekar að þessu síðarnefnda Joyful 

Í gærkvöldi dældi ég í hann  heitu kakói - með rótsterku rommi (Stroh 80%) - rífa þetta úr honum - virkaði ekki alveg í fyrstu tilraun - held því áfram í dag og næstu daga - hann verður sem sagt pissfullur með mér næstu daga - og ægilega ánægður með lífið og tilveruna... LoL 

Ég kíkti til mömmu í gær og í fyrradag - hún er ósköp eitthvað tuskuleg - en hressist þegar maður kemur í heimsókn til hennar.  Erla var með mér í gær - við fórum saman í bæjarferð - bara við tvær - og réð hún ferðinni - aðeins skoðað það sem henni fannst spennandi - enduðum síðan á að kíkja til mömmu - Erla talaði út í eitt - held nú bara að mamma hafi haft gaman af því.

Við Ingi ætlum á Mamma Mia myndina bráðlega - látum börnin vera heima "komum okkur í gírinn" (eigum þó ekki til ABBA outfit - alveg synd...... við hefðum tekið okkur svoooooo vel út í þannig dressi.... Sick ) .....það verður bara gaman að sjá myndina - sáum söngleikinn fyrir 2 árum í London og var hann afskaplega skemmtilegur - þannig að við hlökkum til að skella okkur og sjá þetta.


Algjör snilld......

..... hvað á maður svo sem að gera í ellinni þegar maður er hættur að vinna - börnin farin frá manni - jú - ekki hefur maður heldur miklar áhyggjur á þessum aldri að verða óléttur  Joyful ...........  ekki nenni ég heldur að sitja og prjóna alla daga þegar hægt er að gera skemmtilegri hluti með sínum manni.....Smile .
mbl.is Meira kynlíf og oftar fullnæging
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yndisleg hljómsveit......

... hreint út sagt. 

Mun að sjálfsögðu mæta á myndina þegar hún kemur í bíóhúsin hérlendis.

Fór á ABBA söngleikinn "Mamma Mia" í London fyrir tæpum 2 árum - og skemmti mér óskaplega vel.  Einnig var mjög gaman að sjá hversu ólíkir einstaklingar voru á þessum söngleik - á öllum aldri og allir virtust skemmta sér mjög vel.

Lengi lifi ABBA   !!!!!!!

 


mbl.is Abba sameinast í eina kvöldstund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Austurríki......

.... ég hef 2 x verið tekin fyrir of hraðan akstur - í seinna skiptið þegar ég brunaði eins hratt og ég gat í gegnum Austurríki á Bens Sprinter trukk....... komst ekki hraðar en 90 km....... og löggan greip mig glóðvolga....... ég hef ekki ætlað að lenda í neinu í því landi....... LoL

Ótrúlegar fréttir síðustu mánuði frá Austurríki , eins og mér fannst það alltaf heillandi land þegar ég var yngri, reyndar býr Hólmdís gömul vinkona þar með sínum manni og 2 strákum, Gerhard maðurinn hennar er austurrískur - og yndislegur í alla staði - en að sjálfsögðu eru mislitir sauðir í öllum hjörðum - vissi þó ekki að væru þetta margir "mislitir" í Austurríki..........


mbl.is Grunaður um að hafa myrt fjóra fjölskyldumeðlimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband