Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Lover in the dark.......

Nýtt lag með Berndsen - mjög fínt lag - fékk smá OMD fíling þegar ég hlustaði á það -

Foreldrar tónlistarmannsins eru að vinna með mér - bæði tvö eru þau alveg yndislegar manneskjur - ef strákurinn hefur erft "genin" þeirra - þá vil ég gjarnan fá hann sem tengdason........ ég segi nú bara svona Smile


Þá er Tanja búin í samræmdu prófunum.......

... og er afskaplega glöð og sæl með það - þessi elska Heart

Allt gott af okkur að frétta, Sindri minn átti 13. ára afmæli þann 5. sept. s.l. - orðinn unglingur..... ekki þó kominn með unglingaveiki - þessi elska - alltaf svo ljúfur og góður.... alveg eins og mamma sín Wink

Héldum bekkjarafmæli fyrir hann s.l. laugardag - sem heppnaðist ótrúlega vel.  Við útbjuggum ýmsa smárétti sem slógu heldur betur í gegn - enda allir orðnir leiðir á Dominos-pizzu afmælisveislum.  Einn vinur Sindra sagðist ætla að borða svooooooo  mikið - og ætlaði ekki að hætta fyrr en hann þyrfti að æla!   Ég hafði nú gaman af að heyra það !

Við útbjuggum litla sæta hamborgara - ég pantaði mini-hamborgarabrauð - og þeir slógu gjörsamlega í gegn - hrikalega flottir á borði - og mjög bragðgóðir.  Ég útbjó mini-pizzur, ítalskar kjötbollur og kjúklingaspjót.  Aðeins öðruvísi afmæli - sem sló gjörsamlega í gegn. 

Auðvitað voru kökur á eftir - sem þeir gerðu sömuleiðis góð skil.

Við erum með billjarðborð og fótboltaborð - og spiluðu þeir mjög mikið, horfðu á mynd og enduðu síðan úti í fótbolta - einhverjir laumuðust þó til að kíkja í "Playstation-tölvuna" - þeir voru alsælir allir saman - og Sindri þó sérstaklega - af því að vinunum fannst svo gaman.  Þeir voru 14 vinirnir - en ekki með neitt vesen eða leiðindi.

Ég ákvað um daginn að breyta mér alveg...... fór og lét fjarlægja hárlubbann sem ég var búin að fá gjörsamlega nóg af Sick   Er núna með stutt og dökkt hár - algjör skvísa !   ... er afskaplega ánægð með þetta nýja "lúkk".  Einn vinnufélagi hafði á orði við mig hvað ég væri hrikalega flott svona - og hvort manninum þætti ekki gaman að fá "nýja konu" í rúmið Joyful   .....að sjálfsögðu sagði ég að minn maður væri afar ánægður með það - ehemm...... fer ekki nánar út í það Wink

Ég fór á djammið með vinnunni fyrir tæpum 2 vikum, vorum að kveðja einn vinnufélaga - sem hætti hjá okkur í sumar.  Við byrjuðum á Spot..... pizzur og bjór - fórum síðan á Dillon - þar sem vinnufélagi (og fyrrverandi hljómsveitarmeðlimur Fræbblanna) - var að spila með hljómsveitinni HFF (Helvítis Fokking Fokk) - ekki léttasta danshljómsveit - en við skemmtum okkur konunglega - dönsuðum út í eitt - og margir voru duglegir að staupa sig....... sumir voru nú orðnir dálítið drukknir og valtir á fótunum - ekki ég þó.......  Enduðum við nokkur síðan kvöldið á Barböru (hinsegin stað) - dönsuðum eins og okkur væri borgað fyrir - og skemmtum okkur svooooo vel...... ótrúlega skemmtilegt kvöld - lítill hópur - aðeins hæðin mín þó ekki allir - við vorum u.þ.b. 12 - en skemmtum okkur öll afar vel.

Síðasta föstudagskvöld fór Ingi hins vegar á djammið - Versló djamm - orðin x..... ár síðan hann útskrifaðist.  Hann skemmti sér mjög vel - þó hann hafi ekki dansað af sér lappirnar eins og frúin hans vikunni áður  Tounge

Kominn tími á smá blogg - þarf e.t.v. að vera duglegri að setja örlítið inn....... ef tími gefst til.

 


Hvernig væri að þessir "snillingar" .......

.......myndu deila eignunum með okkur Íslendingum eins og skuldunum....... 

 


mbl.is Eignir Íslendinga í skattaskjólum jukust um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband