Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Jólin - jólin - jólin

Já, þá eru þau búin - agalegt hvað þessir dagar líða hratt.

Mikil breyting eftir þessa hátíð, lítið jólabarn kom til okkar á Þorláksmessu.

Yndislegur lítill og sætur hvolpur sem er algjör draumur - að verða 4ra mánaða - og small hann inn í fjölskylduna eins og hann hafi alltaf verið hluti af okkur - algjört rassgat þessi elska :)  -  og allir dýrka hann og dá.  Hann geltir ekkert - alveg sama hvað gengur á og ýlfrar við útidyrnar ef hann þarf að létta á sér - algjör draumur.  Meira að segja var matarboð hjá okkur á öðrum í jólum með yfir 20 manns - mikil læti og börnin að leika við hann - en ekkert haggar honum - algjör ljúflingur :)

Þetta var svo sem ekkert á planinu - en hefur alltaf blundað í okkur - og allt gekk einhvernveginn upp - lýsingin á honum heillaði okkur upp úr skónum og það gekk eftir að hann kæmi til okkar - og þá varð ekki aftur snúið - auðvitað er þetta vinna - en maður gerði sér nú alveg grein fyrir því.

Þegar við Erla vorum að setja jólatréð upp og skreyta það - þá skemmti hann sér mjög vel - þannig að engar skrautkúlur né annað skraut fór á neðstu greinarnar - við prófuðum að setja eitt á neðstu greinina - en hann tók það af um leið og ætlaði að fara að leika með það.  Hins vegar hefur hann varla sýnt trénu áhuga eftir að við kláruðum að skreyta það.  Skórnir fá að vera í friði - sokkar heilla hann meira - og í gær náði hann í hamborgarhryggsbein í ruslapoka sem lá á gólfinu - og þvílík hamingja með það!!!

Jólapakkar voru þó nokkrir - og fékk ég fleiri en oft áður - æðislegur kjóll og geðveikir skór t.d. ásamt ýmsu öðru.  Börnin fengu eitt og annað - en Ingi minn fékk ekki stóran pakka þetta árið - en hann var búinn að fá mjög flottan síma í afmælis- og jólagjöf - sem hann var afar sáttur með.

Annars er allt gott af okkur að frétta, ég er ósköp latur bloggari - er alltaf á leiðinni að setja eitthvað hingað inn - enda er þetta svo sem hálfgerð dagbók fyrir mig - og gaman að kíkja inn á eitt og annað sem ég hef hent hingað inn.

Var t.d. að rifja upp um daginn þegar Erla var að mig minir 5 ára - og öskraði á eftir mér - yfir allt bílaplanið heima "Mamma - ég elska þig meira en tvö svört tippi...."   -þannig að ég ætla að fara að vera virk í að skrifa allt og ekkert hingað inn.

Síðustu 2 áramót hef ég verið með indverskan mat um áramót - en þessi áramót ætla ég að breyta - vera með kalkúnabringur -  og elda þær út frá uppskrift sem ég fékk fyrir nokkrum árum frá kokkunum hér í vinnunni - það var svo gott - að meira að segja slefar Ingi (sem er enginn kalkúnakjöts-aðdáandi) ennþá yfir tilhugsuninni um þetta (ég eldaði svona í kringum síðustu páska).  Börnin eru einnig búin að óska eftir humarsúpunni minni - sem er besta súpa í heimi !!!  (meira að segja vinu Tönju sem vinnur á góðum veitingastað í Rvk. segir að mín súpa sé besta humarsúpa í heimi) - verður maður ekki að koma því að hve góður kokkur maður er :) híhíhí....

Vinnan - alltaf á sínum stað - klikkar aldrei !!! ...og er yfirleitt alltaf nóg að gera.  Frábært samstarfsfólk - góður starfsandi - þannig að vinnudagarnir líða á ógnarhraða.  Mikið til það sama sem maður vinnur við - en alltaf kemur eitthvað nýtt - sem maður þarf að kljást við og leysa.

Jæja, ætli ég láti þetta ekki duga í þetta skiptið - alveg ágætis byrjun hjá minni..... síðan er spurning hvert áramótaheitið á að vera... sjálfsagt það sama og yfirleitt áður - en verða að finna upp á einhverju nýju - spennandi og öðruvísi :)

 

 


Spakmæli.....

Oft heyrir maður og sér misvitur spakmæli - en þetta er svo satt.....

Það hættulegasta sem maður gerir er að lifa. Það hefur ekki nokkur maður lifað það af.

Jamm - held að allir geti verið sammála mér :)

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband