Nýja vinnan

Börnin fengu vinnu við að bera út Moggan og eru bara alsæl með það.  Þau byrja í fyrramálið þannig að þau þurfa að vakna kl. 5:00 í fyrramálið - ætli ég fari ekki með þeim í fyrstu skiptin. 

Þau eru með 3 götur - ein gata er bara elliheimili - þannig að ekki er erfitt að bera blöðin út í þeirri götu.  Mér finnst þetta allavega vera mun sniðugra fyrir þau heldur en unglingavinnan, og er líka betur borgað. 

Annars þá er bara allt gott að frétta af okkur, vinnan heldur áfram og svo er maður að snúast og athuga ýmislegt fyrir mömmu.  T.d. vissi ég ekki að hún gæti notað hans skattkort í 9 mánuði eftir andlát hans. 

En ég sakna hans mikið, og sé í raun mikið eftir að hafa ekki setið mun oftar hjá honum og spjallað við hann, enda var hann ótrúleg uppspretta af allrahanda upplýsingum, enda las hann alltaf mikið, búinn að lifa í mörg ár og skemmtilegt að hlusta á hann. 

Vitið þið t.d. af hverju Hringbraut heitir Hringbraut?  -  Það veit ég Wink

Maður er alltaf að bíða með hlutina, ætlar að gera allt síðar - en svo er það bara ekki hægt!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Hmm afhverju heitir Hringbraut Hringbraut ?

Kristján Kristjánsson, 10.7.2007 kl. 15:59

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Lauja mín leyfðu börnunum bara að sofa það verður hvort eð er ekki oft sem þau vakna full af áhuga að fara að bera út blöðin

Kristberg Snjólfsson, 10.7.2007 kl. 16:03

3 Smámynd: Lauja

Krakkarnir spruttu upp eins og gormar í morgun, og gekk blaðaútburður rosalega vel (enda fórum við 4).  Þegar heim var komið var kveikt á sjónvarpinu og farið að horfa á fótboltaleik með Brasilíu sem byrjaði kl. 7:00    Ég náði meira að segja að skola af mér, fá mér hafragraut og setjast með kaffibolla og lesa blöðin.

Ég veit svo sem að þau fá leið á þessu, en þau hafa gott af að gera þetta, aðeins meiri ábyrgð í þessari vinnu heldur en í unglingavinnunni, sem er gott mál.    Ágætis líkamsrækt á morgnanna - fá meira að segja borgað fyrir hana ! 

Ef þau halda þetta ekki út - þá er bara Boot Camp 7 x í viku!  (þá held ég að þau láti sig frekar hafa það að vakna kl. 5 og bera út.

Lauja, 11.7.2007 kl. 08:26

4 Smámynd: Lauja

Hringbraut lá í hring þegar pabbi kom fyrst til Reykjavíkur (það hefur sennilega verið í kringum 1939), hún lá þar sem hún er núna og síðan framhjá Sundhöll Reykjavíkur sem var verið að reisa - síðan niður að sjó og endaði síðan þar sem JL húsið er núna. 

Ég man bara að mér fannst þetta ansi forvitnilegt á sínum tíma þegar hann var að tala um þetta.

Lauja, 11.7.2007 kl. 09:28

5 Smámynd: Margrét M

athyglisvert

Margrét M, 11.7.2007 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband