Klukkuð

Þar sem ég hef verið klukkuð af 2 bloggvinum þeim "Bestust" og "Grumpu", ætla ég að segja 8 hluti um sjálfa mig sem fáir vita.  En þar sem ég á svo fáa bloggvini - þá ætla ég ekki að "klukka" neinn núna.  Klukka einhverja ef ég verð klukkuð aftur (ef ég verð komin með fleiri bloggvini þá).

1.  Ég er fædd og uppalin í Reykjavík, bjó í Valshverfinu til 10 ára aldurs og lít því á mig sem Valsara.  Enda var fyrsta spurning sem ég fékk frá Inga áður en hann reyndi meira "Með hvaða liði heldur þú??"

2.  Ég hef fengið tippi (ekki neitt gervi drasl) í jólagjöf - vel innpakkað með slaufu ! (Ef Ingi sækti um skilnað, þá gæti hann ekki gagnast annari konu - af því ég myndi halda jólagjöfinni minni eftir  Whistling )

3.  Dansaði uppi á borði á Hard Rock og braut ljós.

4.  Lamdi Inga í hausinn í reiðikasti með háhæluðum skóm.

5.  Hef sofið hjá 2 karlmönnum í einu (Ingi fékk líka flog þegar hann vaknaði upp um morguninn -      þunnur Tounge  - en  takið eftir ég sagði "sofið").

6.  Ég hef vökvað plastblóm

7.  Ég var í MR

8.  Ég ætlaði ekki að eignast börn

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

perri

Kristberg Snjólfsson, 17.7.2007 kl. 09:59

2 Smámynd: Margrét M

he he he he he

Margrét M, 17.7.2007 kl. 14:34

3 Smámynd: Grumpa

eftir að hafa lesið lið nr. 2 þá kemur skýringin á öllum börnunum. þetta hefur verið svona svakalega vönduð sort

Grumpa, 17.7.2007 kl. 15:37

4 identicon

Þú skalt ekki dirfast að klukka mig, ég er búin.

Maja Solla (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 20:37

5 identicon

hahaha ég get ekki hætt að hlæja að þessu með háhælaða skóinn... algjör snilld. Ég get samt ekki séð það fyrir mér að þú getir orðið reið ;)

Guðbjörg (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 17:28

6 Smámynd: Helga Sveinsdóttir

hahahahaha gaman að sjá staðreyndir um þig sem ég vissi ekki um:) mikið ofsalega er samt orðið langt síðan að ég hitti ykkur, fyrir utan smá "árekstur" í kringlunni forðum daga. hvað er svo að frétta????

Helga Sveinsdóttir, 24.7.2007 kl. 13:23

7 Smámynd: Lauja

Já, maður á víst sínar "dökku" hliðar.  Reyndar þetta með skóna, Ingi man eftir þessu - og ég man eftir að þetta voru forláta skór sem Matta hafði keypt fyrir mig á Ítalíu, mjög MJÚKT leður, hmmm kannski fannst Inga þetta ekki svo slæmt.

En ég man eftir þessu, ég sat síðan grenjandi í tröppum fyrir utan  Broadway og Hrabba og Kiddi rokk eitthvað að tala við mig!

Lauja, 24.7.2007 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband