Erla fór til löggunnar í dag

Hún er komin í skólahóp - og í dag átti að fara í heimsókn til löggunnar. 

Þau ætluðu að labba út í Spöng og taka þar strætó á Hlemm - og heimsækja Lögreglustöðina - jafnvel að skoða bílana.  Hjá 4 ára dömu er þetta heilmikil upplifun.  Og þar sem hún er svo mikil skvísa - byrjaði hún í gær að spá í hvaða fötum hún ætti að vera Smile  -  byrjar snemma !!

Meðan ég útbjó kvöldmat læddist hún inn á baðherbergi og lokaði að sér - ég vissi að hún væri eitthvað að vesenast þar - alveg hljótt....... og stuttu seinna kemur hún fram - búin að laumast í snyrtidótið mitt og gera sig "fína" - hún spurði mig síðan hvort hún mætti mála sig á morgun? 

Hún var búin að setja púður á sig - ekkert annað - þetta var mjög vel gert hjá henni - hún var líka vægast sagt mjööööög ánægð með útkomuna.  Stóð fyrir framan spegil og sagði "ég er svo sæt" Smile  -  yndisleg.

 Ég sagði við hana að hún væri svo falleg að hún þyrfti ekki að mála sig - og var hún bara sátt við það Wink 

 Hún elskar að vera fín - fer t.d. í kjól eða pilsi í leikskólann á hverjum degi, skiptir oft um eyrnalokka, og ekki er sama hvað er sett í hárið á henni - --- hún verður góð á "gelgjunni" ef þetta heldur áfram hjá henni Tounge

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Hún er bara frábær þessi elska enda náskyld mér

Kristberg Snjólfsson, 13.9.2007 kl. 15:32

2 Smámynd: Margrét M

byrjar snemma skutlan ,,

Margrét M, 13.9.2007 kl. 15:49

3 Smámynd: Linda Ásdísardóttir

Enn krúttaleg. Stelpur eru mjög misjafnar og mín sem er 7 ára er ekki byrjuð ennþá að spá mikið í útlitið.  Er á meðan er :)

Linda Ásdísardóttir, 14.9.2007 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband