Ljósmyndanámskeið...

Fór á ljósmyndanámskeið í kvöld - en það var haldið niðri í vinnu.  Við vorum milli 20 og 30 - en við vorum tilraunadýr - það á að fara að halda námskeið fyrir þá sem kaupa myndavélar - þannig að þetta var hálfgerð "general-prufa"...Wink

Þetta var fínt - allavega lærði ég eitthvað um stillingar á vélinni - farið var á hálfgerðum handahlaupum í gegnum þetta -  en þá er bara að fara að æfa sig og prófa sig áfram.... ýmislegt sem er hægt að gera með vélinni - ýmsir möguleikar og hugmyndir..... þannig að málið er að vera dugleg að æfa sig og hugmyndarík......Smile 

 Þegar ég kom heim með Erlu eftir vinnu - til að skilja hana eftir hjá eldri börnunum - þar sem námskeiðið byrjaði kl. 17:30 - var fullt hús af börnum  - í eldhúsinu voru 7 stykki börn að baka skúffuköku GetLost  - og virtist vera mjöööög gaman hjá þeim - þetta var Tanja og bekkjarfélagar hennar - 3 strákar og 4 stelpur - Sindri og Robbi voru að sjálfsögðu saman - en voru að fara út í fótbolta þegar ég kom heim - Margeir var ekki með í þetta skipti - þar sem hann fótbrotnaði í skólanum í dag - steig á bolta - og - já það þurfti ekki meir........ stórhættuleg íþrótt !!!!! LoL - en  Andri var að klára að læra.....

Jæja - ég ætla að láta þetta duga í þetta skipti   - góða nótt allir saman.....Sleeping

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið var þetta skrírtið við bloggum bara á sama tíma hehe en gaman að fylgjast með þér... Leiðinlegt að heyra þetta með áreksturinn og Slátrið... hefði samt alveg verið til í slátrið fyrir þig hehe Bið að heilsa Telma og co Grindó

Telma og co (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband