Var að setja inn nokkrar myndir.....

..... og er að bíða eftir kaffinu sem ég var að setja af stað - fínt fyrir svefninn - því sterkara - því betra - sef eins og ungabarn eftir góðan kaffibolla - kannski er ég skrítin - en þetta er bara svo fj.... gott.

Annars þá er allt gott af okkur að frétta, ég er þó eins og undin tuska eftir leikfimina - en það er þó gott að vita að þetta er að hafa áhrif.  Afskaplega lítill hópur sem ég er í - aðeins 5 - með mér - þannig að maður fær alla þá athygli frá þjálfaranum sem hægt er - brilljant.

Fór til mömmu beint eftir vinnu og hjálpaði henni að þvo henni um hárið, stoppaði í kjafti og kaffibolla - hún hefði helst viljað hafa mig lengur - var farin að lesa ástarljóð fyrir mig - þegar ég varð að rjúka - sagðist myndi eyða lengri tíma hjá henni í næsta skipti. 

Hugsa sér að vera orðinn þetta mikið ein - eiginmaður til margra ára nýdáinn - og eftir situr hún með hugsanir - og upprifjanir um gamla daga og ljúfar stundir  - alla daga - enda fannst mér hún aðeins klökkna þegar hún las eitt ljóð fyrir mig - sem henni fannst svo fallegt - hefur kannski minnt hana á ástarfund hennar og pabba - eða þá að pabbi hafi lesið þetta ljóð fyrir hana - en hann var alltaf vanur að lesa eitthvað fyrir hana á kvöldin þegar þau voru komin í rúmið - hvort það voru ástarljóð - eða Bör Börsson - fjölbreytnin var allavega þó nokkur.

Ég var að setja inn eitthvað af myndum rétt áðan.  Frá síðasta laugardagskvöldi - en þá hittumst við systur.  Tanja fór með mér og Stefanía með Öddu, en Hákon og Hinrik voru heima hjá sér - þannig að þau léku sér eitthvað saman

Við systur hittumst hjá Hröbbu síðasta laugardagskvöld, ég var komin um kl. 17:00 og vorum við hjá henni fram yfir miðnætti.  Ýmislegt spjallað um heima og geyma - eins og systur gera sjálfsagt þegar þær hittast.  Kampavín og kavíar, krabbasalat - hvítvín - ostar vínber - kaffi og afgangur af jólakonfektinu.

Já, ég er þá búin með kaffibollann minn -  og nóg komið af bloggi í bili.  Annars þá kom póstkort frá Afríkufaranum okkar í dag - henni Erlu Ósk - prinsessunni - hún er búin að baða sig í fljóti og "kúka"  í holu - - Valli var nú búin að hrella hana dálítið - að öll heimsins SKORKVIKINDI byggju í Afríku - hún nefndi þau nú reyndar ekki í póstkortinu - aðeins að hún væri brunninn (sæta blondínan mín ) - með 1000 freknur sem heimamönnum þætti ofur fyndið..........

 Nú er ég hætt - góða nótt - dreymi ykkur fallega.......

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband