Mánudagur 9. október - fyrsta bloggið

Af okkur er allt gott að frétta.  Í gær eftir vinnu sótti ég 2 eldri börnin á æfingu - ásamt því að sækja Erlu á leikskólann. 

Henti þeim heim, sótti Sindra þar sem hann á að mæta í píanótíma.  Á meðan hann var í tímanum fór ég í Skólavörubúðina og keypti kennslubók í nótnalestri, sem við þurfum að fara yfir með honum.  Einhverntíman lærði maður þetta – en það er gleymt og grafið.

Höfðum bara pítu í matinn – en Sindri óskaði eftir því, það var bara ágætt – engin  eldamennska.

Andri gekk frá í og úr uppþvottavél – ekki mjög glaður með það en lét sig þó hafa það.  Fannst mjög óréttlátt að hann skuli þurfa að gera einn.  Tanja fékk hins vegar  að fara út með vinum sínum – en hún var búin að passa Erlu í rúma 2 klst., meðan Andri var með vinum sínum.

Ég hjálpaði Sindra með Móðurmálsæfingu eftir matinn og  lét hann síðan lesa fyrir mig.  Ingi var í búðarleik með Erlu – svakalega gaman.  Hún nær að snúa pabba sínum þvílíkt um puttana sína.   Hann var nú ekki alveg á því að fara í búðaleik – en lét sig hafa það.

Eftir að hafa horft á fyrsta þátt af “Tekinn” var farið í rúmið – sem sagt óvenju snemma, en það er nú gott svona 1 x í viku Hlæjandi

Ég heyrði aðeins í pabba og mömmu í morgun – við verðum að fara að kíkja í heimsókn til þeirra.  Ég veit ekki hvenær við fórum síðast til þeirra.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband