Vinnan tekin við á ný.......

... sem er alveg ágætt, auðvitað hefði ég verið til í lengra frí, en ég er búin að hafa það mjög gott í fríinu.  Ingi er þó búinn að vera veikur - með lungnabólgu, en er aðeins að skána, sem betur fer.  En við erum búin að hafa það mjög gott - í leti í sveitinni.

Í morgun biðu eftir mér í vinnupósthólfinu 350 póstar FootinMouth - sem þarf að kíkja yfir - fór á handahlaupum yfir póstinn - hvort þar væri eitthvað sem þyrfti að sinna í hvelli - staldraði við einn póst - þar sem var verið að tilkynna samstarfsfélagi væri látinn.  Hann greindist með krabbamein fyrir um ári síðan, en lést þann 20. júlí s.l. - eftir 2 daga legu á líknardeild.  Hann var 3 árum yngri en ég, var í sambúð og áttu þau 3 börn.  Við vorum ágætis kunningjar, og stoppaði ég stundum hjá honum að spjalla þegar hann var úti að reykja.  Hann ræddi svo sem ekkert um sín veikindi, þó fór ekki milli mála - útlitslega séð hversu veikur hann var.  Að sjálfsögðu mun ég sakna hans, enda talsverð samskipti okkar á milli þessi ár sem ég hef unnið hér.  Ég hef alltaf séð um að senda út reikninga fyrir hans vinnudeild, og oft þurft að leita til hans með ýmis mál, sem hann leysti alltaf fljótt og vel.    -  Alltaf erfitt þegar ungt fólk í blóma lífsins fer.  En lífið er víst ekki alltaf sanngjarnt.

Ætli ég seti ekki inn nokkrar nýjar myndir í kvöld - ef ég nenni Smile  ..... þ.e.a.s. ef Erla vill ekki fá alla mína athygli - hún fór hálfpartinn að skæla í gær þegar hún vissi að ég myndi fara í vinnuna í dag "mamma, ég vil bara hafa þig hjá mér" - sagði hún.......... þessi elska Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

jamm skelfilegt þegar fólk fer svona á besta aldri

Margrét M, 29.7.2008 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband