Hvað börnin geta stundum verið utan við sig.......

Ég ákvað að keyra litlu grísina mína í skólann í morgun, Sindra og Erlu, þar sem Tanja mætir seinna á þriðjudögum.

Sindri var að klára að hafa sig til meðan ég bruna út í bíl, með allt mitt drasl og Erlu - og festi hana, set bílinn í gang - og bíð eftir Sindra, þá kemur hann hlaupandi á þunnri peysu út - og þar sem voru regndropar - kallaði ég til hans að drífa sig inn og sækja úlpu - ætlaði hann ekki að nenna - en mamma er stundum þrjósk og gefur sig ekki.... þannig að upp fór Sindri - og sótti úlpuna Smile

.... ég lít á hann og brosi... verður þá litið niður og sé hvaða skóm hann er "þeim almestu drusluskóm" sem hann gat valið (hann var í þeim í sumar sem vinnumaður hjá pabba sínum - allt í lagi með það - tærnar að gægjast út..... EN.... ekki kom til greina að senda hann í þessu í skólann... þannig að ég rak hann aftur inn......... og bíð....... þá skoppar hann niður - í almennilegum skóm - en TÖSKULAUS......... þá sendi ég hann enn og aftur inn - til að sækja töskuna Smile ....... stundum þarf maður stóran skammt af þolinmæði þegar maður á börn    Kissing

Loksins þegar hann kemur út með töskuna - heyrist í Erlu "Ætli Sindri sé ekki orðinn þreyttur að vera alltaf að hlaupa upp og niður......." LoL

Stundum getur maður mismælt sig - hálf fáránlega- ég sagði við Erlu í gær:  "Ætlar þú að sita hamlokuna"........... um leið og ég hafði lokið við að segja þetta - fannst mér ég hafa sagt eitthvað fáránlegt........ Erla horfði á mig..... undrandi og skildi mig ekki - ég ætlaði nefnilega að segja:  Ætlar þú að hita samlokuna..... Wink

Annars held ég að enginn slái Inga út í mismæli.... ætla þó ekki að gefa upp hvað það var...... en Guðbjörg systir hans og mamma hans grenjuðu af hlátri þegar það datt út úr honum....   vinnufélagar Inga hafa verið að reyna að fá þetta upp úr honum - en hann hefur ekki fengist til að segja þeim það - þannig að ekki fer ég að kjafta..... Joyful

Anna mágkona mín á afmæli í dag - til hamingju með daginn elsku - elsku Anna Kissing

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

svona svona  --- er ekki rétt að deila þessu með okkur

Margrét M, 2.9.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband