Styttist í jólin.......

........ það er víst nokkuð ljóst að þau verða komin áður en við vitum af.

Annars er allt gott af okkur að frétta, afmælishöld voru um þessa helgi og heppnaðist afskaplega vel, góð mæting og gaman að fá alla í heimsókn.  Veitingum gerð góð skil og allir fóru heim sælir og glaðir Smile 

Fjölskylduafmælið var á laugardag - síðan hélt fjörið áfram og bekkurinn mætti á sunnudag, voru þau afskaplega góð þessar elskur, fóru í pakkaleik, setudans og allir fengu verðlaun - þannig að þau fóru öll sátt heim til sín, enduðu á að teikna og lita - ótrúlega góð - þau  horfðu reyndar á "Mamma Mia" myndina með öðru auganu.

Sindri Snær bekkjarbróðir Erlu fór þó ekki heim til sín fyrr en kl. 20:00 - en afmælið var búið kl. 17:00 - þau Erla voru að leika sér á fullu - og vildi Erla endilega setja Barbie mynd á fyrir þau - hann var ekki alveg til í það LoL  - hún sagði við hann að þetta væri alveg líka strákamynd - hún væri um 2 stráka sem væru skotnir í 2 stelpum - en þær vissu ekki strax að þeir væru skotnir í þeim....... Smile  -hún skildi ekki afhverju hann hafði ekki áhuga á að horfa á það !

Ég tók síðan jólaskrautið, og fór að setja smá upp - Sindri vildi ekkert fara heim alveg strax - var mjög forvitinn að hjálpa að taka upp úr kössunum og sjá hvað við settum upp.

En þar sem jólin eru alveg að detta inn, er þá ekki tilvalið að skella inn einu jólalagi.  Þetta lag er alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér, e.t.v. ekki það jólalegasta - en ég elska þetta lag. 

Fairytale of New York með "Pogues og Kirsty MacColl, vona að þið hafið jafngaman af þessu lagi og ég Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband