Ljóskur

Vona að þið hafið gaman af þessari lesningu....

Rosaleg ljóska lenti í spurningakeppni sem var nokkurs konar krossapróf.
Viðbrögð hennar við spurningunum komu ekki á óvart.
  
 1.  Hversu lengi stóð 100-ára stríðið?
 * 116 ár
 * 99 ár
 * 100 ár
 * 150 ár
  Ljóskan svaraði "pass".
  
 2.  Frá hvaða landi kom Panama-hatturinn upphaflega?
 * Brasilíu
 * Chile
 * Panama
 * Ecuador
  Ljóskan bað um hjálp úr sal.
  
 3.  Í hvaða mánuði varð Októberbytlingin í Rússlandi?
 * Janúar
 * September
 * Október
 * Nóvember
  Ljóskan ákvað að hringja í vin. Sem var önnur ljóska.
  
 4.  Hvað hér Georg konungur fjórði (Georg IV)?
 * Albert
 * George
 * Edward
 * Jónas
  Ljóskan ákvað að nýta heimild til að leita svarsins á netinu, það gekk ekki.
 
 5.  Eftir hvaða dýri eru Kanaríeyjar nefndar?
 * Kanarífuglinum
 * Kengúrunni
 * Rottunni
 * Selnum
 Nú var ljóskan búin með möguleikana, gat ekki svarað og datt út úr keppninni. 


   
 Skrollaðu áfram niður.....

 skrollaðu áfram niður.....
  skrollaðu áfram niður......
 
 
 
 
 
p.s. 
 Ef þú hlóst þegar þú last ofangreint, hafðu þá eftirfarandi í huga:


  1. 100 ára stríðið stóð í 116 ár (1337-1453).
  2. Panama-hatturinn kom upphaflega frá Ecuador.
  3. Októberbyltingin var háð í nóvember.
  4. George IV hét Albert.
  5. Kanaríeyjar eru nefndar eftir selnum. Á latínu þýðir Canaria "augu      selanna".
  
 Hvað varst þú með mörg rétt svör?
 Eigum við kannski að láta ljóskurnar í friði hér eftir?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Manni hefur nú verið sagt að Islas Canarias hafi fengið nafn af hundum! því latneska nafnið á hundum sé canis. En auðvitað getur þetta líka verið rétt með selina, því í mörgum tungumálum (meira að segja dönsku) eru selirnir taldir "sjóhundar"

Selur (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband