14 dagar til jóla.......

....og Erlan mín er farin að hlakka til að setja skóinn út í glugga....... hún er nú aðeins 7 ára - og algjör óþarfi að segja henni alveg strax sannleikann um þá Heart

Saklausa trúin er svo yndisleg hjá henni. Hún er að lesa jólasveinabók uppi í rúmi áður en hún fer að sofa - og pælingar í gangi hjá henni yfir lestrinum - hún segir meira að segja að Grýla sé sæt........ svona til öryggis, ef hún eða jólasveinarnir gætu heyrt í henni InLove

Jólaundirbúningur - jólaskap og jólin sjálf....... er ekki byrjuð að versla neinar jólagjafir........ enda eiga jólin ekki að snúast eingöngu um stórar - dýrar eða flottar gjafir.

Það sem skiptir mestu máli á þessum tíma er að fólki geti liðið vel saman, verið sátt við heilsu sína og sinna, njóta þess að eiga góðar stundir saman, setja upp jólaskraut hlusta á jólalög - jafnvel að baka örlítið til að fá smá lykt í húsið.

Ég held að það sitji lengur í fólki og börnum samveran á sjálfri aðventunni, undirbúningurinn og hvernig líðanin er á þessum tíma, heldur en stórar og dýrar gjafir.  Setja upp jólaskraut,  kveikja á kertum,  hita kakó,  hlusta á jólalög, horfa saman á einhverja skemmtilega jólamynd, aðalmálið er að reyna að láta sér líða vel saman á þessum tíma.

Þegar ég var stelpa, man ég ekki eftir einhverju stressi fyrir jólin, við bökuðum piparkökur - sem við systur skreyttum ríkulega, auðvitað var tiltekt - en ekki man ég eftir stressi yfir loftum - veggjum eða skápum - tekið var aðeins betur til en vanalega og hef ég haldið því.  Alltaf fórum við á Laugaveginn á Þorláksmessu, sama hvernig veður var - það var eitthvað svo indælt.

Ég passa upp á að hafa ekki of mikið af ljósum - kveikja frekar á kertum og jólaljósum sem eru ekki of björt, þá sést ekki í rykkornin sem að sjálfsögðu leynast einhvernsstaðar. Við höfum síðustu árin ekki nennt að kíkja í bæinn á Þorláksmessu - heldur eytt því kvöldi heima við að setja upp og skreyta jólatréð, pakka inn síðustu gjöfunum og jólastússast aðeins.

Hins vegar þá væri ég virkilega til í að kíkja í bæinn á Þorláksmesu þetta árið, vera búin að setja upp jólatréð, að sjálfsögðu fer það eftir veðrinu hvað verður.

Nóg af þessum pælingum..... ætla að setja inn eitt jólalag...... verð að hald því áfram - fyrst ég er byrjuð á því...   Ingi setti þetta lag inn í gær á "facebook" - síðuna sína - og er það mjög flott lag..... enda hefur Ingi einstaklega góðan smekk........ hvort heldur er á tónlist eða öðru Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband