Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Minningarorð

Sit hér og er að rifja upp ýmislegt í lífinu sem maður hefur upplifað með pabba.  Á morgun erum við að fara að hittast systkinin til að hafa einhverja punkta fyrir prestinn. 

Eina sem ég næ að rifja upp eru góðar minningar, ýmislegt skondið og skemmtilegt, grátbroslegt.  Það er allavega yndislegt að eiga í raun bara góðar minningar um foreldri sitt, sakna, eftirsjá eftir samverustundum og sjá í raun eftir að hafa ekki punktað niður það sem pabbi var að segja.  Hann var alveg ótrúlega fróður, hafði prófað ýmislegt, verið kartöflubóndi - kokkur á millilandaskipi - framkvæmdastjóri - en umfram allt var hann góður maður. 

Þegar hann var tekinn í fóstur yfir á næsta bæ árs gamall - höfðu foreldrar hans samþykkt að hann færi í fóstur í stuttan tíma, en þá var amma ólétt að sínu 5 barni - og það elsta var þá 3 ára.  En amma eignaðist 9 börn á 6 árum, þar af komu 3 x tvíburar.   Tvíburasystir pabba hafði fæðst svo lítil og var mikið lasin, þannig að foreldrar pabba  samþykktu að pabbi færi yfir á næsta bæ í stuttan tíma í fóstur.    Árni fóstri pabba, sótti síðan pabba, setti hann í strigapoka á bakið, óð með hann yfir ána, og pabbi var á næsta bæ í góðu atlæti til 17 ára aldurs.   Fóstri hans dó þegar pabbi var 14 ára - og saknaði pabbi hans mikið, enda voru þeir mjög nánir.  Síðan deyr uppeldissystir pabba ári seinna. 

Uppeldissystkini pabba voru talsvert eldri en hann - og var hann dekraður af þeim öllum, reyndar bjargaði Kristmundur fósturbróðir hans lífi hans í eitt skipti, þegar heybaggi datt á hann og náði hann að draga pabba undan honum. 

En pabbi sótti samt mikið yfir á næsta bæ, og lék sér mikið við systkini sín.  En heima hjá sér var hann mikið einn að leika sér.  Tjörn var við bæinn og hélt pabbi að hann ætti þessa tjörn.  Þar tálgaði hann ýmsa báta og skip og lék sér mikið þar.  Alltaf þegar hann var búinn að leika við bræður sína stoppaði hann í heimleiðinni við tjörnina sína og lék sér þar smá stund einn.

Pabba leið vel að vera einn að dunda sér - e.t.v. er það komið út af því að hann var talsvert einn að leika sér þegar hann var strákur.

Það er talsvert erfitt að vera að rifja ýmislegt upp, líka af því að presturinn vill fá sögur um hann - ekki upptalningu á því  hvernig hann var, og ef við erum með skemmtilegar sögur - þá er það frábært.

Presturinn sem jarðsyngur heitir Gunnar og er prestur í Digraneskirkju - sterkasti prestur heims - að hans sögn.  Er mjög skemmtilegur - fastakúnni á Smurstöðinni.

Heilinn á mér er frosinn - ég er búin að rifja upp mjög mörg skemmtileg og skondin atvik úr lífi pabba, og það hlýtur að vera hægt að tína eitthvað úr því fyrir prestinn.

Þeir sem kíkja inn á síðuna - mega alveg kvitta í gestabók - Wink  það er svo gaman að vita hverjir koma í heimsókn.

 


Rasistamamma í París -

Síðasta daginn í París fórum við upp að Sacré Coeur kirkjunni, eftir að hafa skilað bílaleigubíl og tékkað sig út af hótelinu.  Tókum Metróið - síðan var gengið smá spöl og upp tröppur sem voru 87 talsins  - stuttu seinna kom álíka magn af tröppum - fín líkamsrækt og tók þokkalega á ! 

Gaman að rölta um og fylgjast með listafólki að störfum - misgóð listaverk þarna á ferð ég hefði virkilega til í kaupa mörg verk þarna og væri gaman  að eyða þarna meiri tíma.  Tókum slatta af myndum þarna sem ég set síðar inn á síðuna hennar Erlu.

Að sjálfsögðu eru þarna ýmsir að reyna að selja hitt og þetta - strákahópur var  þarna að vefja marglit bönd og útbúa armbönd - sem ég afþakkaði pent.  Stuttu síðar komu þeir og báðu Andra og Tönju að koma með puttann - þeir ætluðu að sýna þeim dálítið - ég sagði að ég vildi það ekki - "nei við ætlum bara að sýna þeim dálítið" - nei segi ég aftur - en þeir segja "jú bara að sýna þeim" - ég orðin frekar pirruð og sný mér undan - þeir útbúa armbönd á mettíma og binda á þau.  "Er þetta ekki flott?" segja þeir - jú segi ég - "þetta kostar 10 EUR"   - Gleymdu því,  sagði ég - að rökræða við þessa gæja var tilgangslaust - en það kom ekki til greina hjá mér að greiða fyrir þetta.   Að lokum fjarlægðu þeir armböndin  af þeim - þegar mín var orðin verulega pirruð - og sögðu krökkunum að fara til "rasistamömmunnar" þeirra.

Mér var nokk sama - sennilega eina kerlingin sem neitaði að borga þetta föndur þeirra þennan daginn.  Ég þoli bara ekki þessa ýtni arrgghh....  - nota krakkana - segja "don´t worry - you don´t like this no problem" - dásama Íslands og bla bla bla - þar til mamman neitar að borga !  

Flugið heim gekk vel  og voru allir sáttir og sælir að skríða upp í rúmið sitt.  Vorum komin í rúmið rúmlega 02:00 - en ég fer á fætur í fyrramálið kl. 08:00 þar sem Hákon er að koma í pössun.

 


Er á hóteli í París

Síðata nóttin er í París, ég afrekaði það að keyra inn í París sem er minna mál en ég hélt - en að finna bílastæði í þessari borg - OMG - það er sko hausverkur!!!

Ekkert mál að finna "parking" - ef maður væri á einhverri lítilli dós - ekki hærri en 1,85 cm !  Við vorum í klukkutíma að finna bílastæði - endaði á því að skrúfa af toppnum bogana og fundum bílastæðahús sem var með lofthæðina 1,90 - mér leið svo illa að keyra þangað inn - fannst að þakið myndi sleikja loftið - en það gerðist reyndar ekki.  Fundum stæði á hæð sem er nr. -3  -  stæði 342  -  þetta bílastæðahús er -7 hæðir og kostar okkur að leggja þarna heilar 20 Evrur, ef bílnum er lagt í meira en 8 stundir telst það sólarhringur.  Nú fer ég bara í það að byggja bílastæðahús í Paris með almennilegri lofthæð og græða!

Mig hefði ekki grunað að það væri svona erfitt að fá bílastæði hér - og ef maður leggur þar sem er bannað eru bílar hiklaust dregnir á brott.  Börnin biðu á hótelinu meðan við Ingi vorum að finna bílastæði og voru ósköp fegin þegar við komum til baka.

Um kvöldið fórum við á indverskan veitingastað og voru börnin heilluð af honum, fannst indverskur matur ÆÐI!! 

Í fyrramálið þarf að skila bílnum, hótelið ætlar að geyma töskurnar okkar, og við ætlum að "chilla" í París til kl. 18:00 - en þá förum við út á flugvöll og fljúgum heim á leið.

 Erla er alveg ómöguleg - hún saknar afa síns, og finnst skelfilegt að amma sé bara "alein".  Er afi ennþá á stjörnunum á Ítalíu??  Hún er voðalega viðkvæm yfir þessu þegar hún fer að sofa - er ekki alveg að fatta hvað það er að vera "dáinn".

Ég ætla að láta þetta duga í bili, best að fara að skríða upp í - en netsambandið á Ítalíu var virkt í einhverja 2 daga - þannig að maður náði ekki að blogga neitt mikið  - þannig.  En eins og Claudia sagði - það þýðir ekki að hafa í sambandi í einu þvottavél og þurrkara - eða eldavél og uppþvottavél - rafmagnið á Ítalíu er bara ekki betra en þetta sagði hún.  Þess vegna var uppþvottavél í íbúðinni hjá okkur Inga en ofn í íbúðinni hjá Hröbbu og Hilmari.

Hótelherbergið okkar snýr út á götu og er talsvert mannlíf hérna - ég ætla aðeins að kíkja út á svalir og njóta mannlífsins áður en ég skríð upp í.  Kannski sé ég einhverja stjörnu sem hefur elt okkur frá Ítalíu - best að kíkja út og athuga málið.  Góða nótt Wink

 


Toscana - S-Frakkland - París - Reykjavík

Þetta er fljótt að líða - þetta blessaða sumarfrí.  Við höfðum það gott á Ítalíu - reyndar var ég með hita og drulluveik - lá uppi í rúmi í 30 stiga hita í sokkum - buxum - peysu og með 3 teppi en samt var mér drullukalt!!!!!!  En þetta fór úr mér á rúmum sólarhring.

Það var hálf tómlegt þegar Hrabba, Hilmar og strákarnir voru farin, það var mjög gaman að sitja saman og borða kvöldmat - og láta síðan kvöldið líða yfir kaffi, líkjör, og meira kaffi.  Krakkarnir náðu mjög vel saman og fannst gaman að vera saman.

Föstudagurinn fór í leti í sundlauginni og sólbað, elduðum pasta og höfðum það gott.  Nema frúin lá dúðuð í rúminu að drepast úr kulda.

Laugardagurinn fór í mikla inniveru - enda dó pabbi þann dag - skrítið að síðustu 2 ár hef ég hringt í pabba frá útlöndum og óskað honum til hamingju með daginn - en þennan dag fékk ég hringingu frá Hröbbu sem sagði að pabbi væri dáinn.  En þennan laugardag varð hann 85 ára - elsku karlinn.

Á sunnudeginum  fórum við fórum í útsöluþorp og keyptum eitthvað smá fyrir börnin.  Settumst inn á stað til að kaupa okkur pizzusneiðar, þar inni var kona með 2 börn og horfðu þau dálítið á okkur.  Síðan kom í ljós að þau eru íslensk og búa í Umbria, og stelpunni sem var ca. 3 ára fannst mjög skrítið að heyra annað fólk tala íslensku.

Mánudagur fór í sólbað og sundlaugarferð og að pakka saman og ganga frá.  Fórum út að borða um kvöldið - Ingi fékk sér svaka steik - geðveikt góð - en við hin fengum okkur bara ítalska margaritu pizzu - sem klikkar aldrei!  Um kvöldið fór Erla upp í rúm kom svo allt í einu stökkvandi fram hoppandi og öskrandi - alveg kolvitlaus - ég spurði hvað væri eiginlega að - "það fór fiðrildi í nefið á mér" sagði hún!  Ég sagði henni að snýta sér fast - og viti menn - út kom lítið og hvítt fiðrildi fljúgandi - og flaug á næsta vegg.  

Á leiðinni til Frakklands var mjög heitt, hiti fór upp í 33°C og að sitja í bíl í þessum hita getur verið hálf drepandi, þannig að við vorum með einhverja glugga opna, keyrandi um hina undurfögru ítölsku náttúru - þegar allt í einu kom fljúgandi inn geitungur - þannig að Erla trylltist - hún er svo ótrúlega mikið hrædd við flugur að það er ekki venjulegt, hún myndi hlaupa fyrir bíl ef fluga kæmi fljúgandi á móti henni.

En geitungurinn flaug út og við af stað aftur - svo vitum við ekki fyrr en Erla brjálast aftur í og segir að geitungurinn hafi stungið hana - við stoppum og skoðum þetta vel - og jú þá hafði annar geitungur laumast undir kjólinn hennar - upp á maga lent þar í klemmu - og stungið hana - ekki er það til að bæta flugufælnina í henni.  En hún fékk á sig flugnabitkrem og er alveg í lagi.

 


Pabbi minn dó síðasta laugardag - hann átti líka 85 ára afmæli þann dag

Já, hann ákvað að halda upp á afmælið sitt annarsstaðar en liggjandi í sjúkrarúmi horfandi upp í hvítt loft - sem hann var búinn að fá algjörlega nóg af.  Hann var aftur kominn með lungnabólgu og orðinn mjög slappur - en nokkrum dögum áður virtist hann vera að hressast.  Fór meira að segja á fætur og var fluttur á 2gja manna stofu.  Þetta er fljótt að breytast.

Hann var búinn að segja við hjúkkurnar að hann ætli að fara heim á afmælinu sínu - og þegar þær vöktu hann á afmælisdaginn sagði hann að hann myndi halda upp á afmælið sitt annarsstaðar í dag.  Og milli kl. 13:15 og 13:40 dó hann - en á þeim tíma voru Hrabba og Adda  að bruna til hans en hann dó rétt áður en þær komu.  

Auðvitað er maður afskaplega sár og leiður og stutt í tárin þessa dagana - en að horfa upp á hann liggjandi á spítalanum hefur mér fundist óskaplega erfitt.  En alltaf hef ég fengið fallegt gleðibros frá honum í þessi skipti sem ég heimsótti hann.  Hann hefur alltaf þekkt mig og oft og iðulega þegar ég mætti strauk ég honum um vangann eða handlegginn og hann hefur alltaf rumskað við það og brosað sínu blíðasta til mín.  

Í síðasta skipti sem ég sá hann sagði ég við hann "pabbi - ég elska þig"  - sá ég að honum fannst vænt um þessi orð - enda sagði hann það við mig.   Hann var ekki þessi væmna týpa - og svei mér þá - ég held að ég hafi aldrei áður sagt þetta við hann.

Það átti bara ekki við hann pabba minn að liggja og geta ekkert gert nema láta tímann líða, hann hefur alltaf þurft að vera að stússast eitthvað, mála myndir , semja ljóð, endurraða bókunum sínum  eða skipuleggja bílskúrinn - sem sagt - alltaf eitthvað hægt að finna til að vesenast.

Þannig að nú er verið að plana kistulagningu og útför sem á að fara fram í næstu viku.  Ég kem heim annað kvöld og get þá farið að hjálpa til með undirbúninginn. 

Baka fyrir erfidrykkju, fara með mömmu í klippingu, passa Hákon fyrir Hröbbu og Hilmar ásamt ýmsu öðru.

 


Letidagur og Pisa

Thridjudagur vard fyrir valinu sem letidagur.  Hrabba tok upp a thvi ad veikjast og  er med hita og svaf allan thridjudaginn.  Med hita og afskaplega slopp.  Bornin busludu i lauginni og vid satum a laugarbakkanum med sitt hvora bokina og nutum verdursins.  Litlar edlur voru i eltingarleik i kringum okkur Inga sem vara bara gaman, en thegar kom hlussu geitungur stod okkur ekki a sama.  Erla er alveg sjuklega hraedd vid flugur.  Hun aetladi ad skutla ser oskrandi ut i laug thegar hun sa eina flugu.  Alveg yndislega smeyk vid thessi kvikyndi.

Umhverfid er afskaplega natturulegt herna, laukur, kal, hindber, vinvidur, kartoflur og fleira er raektad her - og megum vid ganga i tad eins og vid viljum - berin eru aedisleg.  Herna eru litlar edlur hlaupandi her og thar og talsverd flora af poddum. 

Ingi drap 3 sentimetra geitung adan - en vid verdum sennilega ad sofa uti a eftir midad vid eitrid sem hann daeldi ur brusanum a kvikindid.  Vid tokum mynd af glaesilegum sigri veidimannsins a dyrinu, med vinstri fot a skepnunni og haegri hondi  - sigri hrosandi a brjostinu.  hahaha

Forum til Pisa i dag midvikudag, Sindra hefur dreymt um ad sja skakka turninn i langan tima, thannig ad vid letum verda af thvi ad fara thangad.  Hann var afskaplega anaegdur - en fannst eins og ad turninn aetti ad vera mun staerri en hann er.  (Likt og Tom Cruise).  Mjog gaman ad koma thangad og var hann myndadur i bak og fyrir.  Hittum fullt af islendingum  - en Stulknakor Reykjavikur var a ferd tharna. 

Tharna er lika ogrynni af solumonnum ad selja "dyrindis" Rolex ur - "special price for you my friend", D&G belti, Guess toskur og fleira - their geta verid frekar uppathrengjandi.  En svona solumenn virdast safnast saman a fraegum turistastodum, talsvert var af theim einnig hja Eiffel turninum.

Forum heim og attum goda stund - eldudum pasta ofan i lidid.  Hrabba fekk laekni til sin i dag og er med halsbolgu og sykingu i halsi og er ad brydja toflur til ad na thessu ur ser.

Bornin njota sin afskaplega vel herna - eru i sundlauginni hvenaer sem faeri gefst - og eru farin ad skipuleggja ferdir hingad naestu arin.  Tanja er m.a.s. farin ad spa i hvort ekki se haegt ad flytja til Italiu i 1 ar eda svo.

Ingi, Andri  og Hilmar fylgdust vel med leik Vals og Vikings a netinu i kvold og voru afskaplega sattir med urslit thess leiks.

Blogga meira sidar -  allir bidja ad heilsa

Lauja og co.


Lucca

Vid forum a faetur um kl. 9:00 thar sem a ad fara til Lucca.  Eftir morgunmat var lagt af stad - bornin foru reyndar adeins i laugina fyrst - en vid akvadum ad hittast a vinbar kl. 14:00. 

Madur er alltaf jafn hrifinn af thvi ad keyra um Italiu, sama hvert madur fer - umhverfid er alltaf jafn heillandi - hvar sem madur er. 

Hittum Hrobbu, Hilmar og strakana um leid og vid logdum bilnum thannig ad vid roltum saman inn a fraegasta torg baejarin.  Thad var miklu minna en madur helt en mjog skemmtilegt.  Forum sidan ad leita ad besta is baejarins - sa stadur fannst tho ekki og keyptum vid okkur is i venjulegri isbud.  Thar inni var frakki sem for afskaplega i taugarnar a Inga og Hilmari - hann helt ad hann aetti heiminn ut af fyrir sig, med barnastol a bakinu og snerist tharna inni og rakst utan i allt og alla - grrrrr.

Vid Ingi akvadum ad elda ofan i lidid i kvold og komum vid i stormarkadnum, keyptum kjuklingabringur a innan vid 500 kr. isl kiloid - sem er bara brandari.  Raudvin er a allt nidur i 200 kr. islenskar fyrir thokkalegustu vin, Breezer afengur drykkur er a kr. 100 islenskar, parmesanostur kostar ekkert og svona maetti lengi telja.

Nutum matarins og kvoldsins og akvadum ad slappa af daginn eftir.

Vil taka fram ad eg set ekki fleiri  myndir inn a barnalandssiduna hennar Erlu  fyrr en vid komum heim ur ferdinni, thar sem vid erum a tolvunni sem fylgir husinu.

 


Komin a leidarenda

Thar sem eg er ekki med islenskt lyklabord verdid thid ad lesa ur thessu.  Sma thraut gaman gaman.  Smile  Hrabba og co toku a moti okkur med kjotbollum og lauksosu algjort nammi og var vel tekid til matar sins.  Husid er bara aedislegt, sundlaugin er reyndar afskaplega kold en vid venjumst henni.  Thetta er lifid. 

A sunnudag forum vid ad skoda markad innfaeddra a afurdum sinum og voru a theim markadi Swarowski skartgripir og landbunadargraejur hmm.... en vid forum sidan i gongu upp a gamalt virki sem var endurbyggt arid ellefuhundrud og eitthvad - agaetis fjallganga reyndi a lungu og limi - og grenjandi rigning a okkur asamt thrumum i meira lagi - eftirminnilegt.  Vid klikkudum tho ekki a regnhlifunum - th.e.a.s. Hrabba.  Vid forum a pizzeriu um kvoldid, margaritu pizza var a 3 EUR - sem er bara brandari og er thvilikt god. 

A sunnudagskvold var sidan farid frekar snemma i rumid thar sem a ad fara til Lucca naesta dag. 

Thad er erfitt ad vera ekki med islenskt lyklabord -er talsvert seinni ad pikka fyrir vikid.  En thid skiljid thad.


Ferðin suður á bóginn

Já, húrra - á 2gja * hótelinu er þráðlaus nettenging - þvílík krummaskuð sem okkur fannst þetta vera þegar við vorum á leiðinni - vorum viss um að vera að fara í einhverja agalega afdali - en svo fann Andri hótelið fyrir okkur.

Á leiðinni upp þessa kræklóttu bíla"stíga" varla hægt að kalla þetta götu - fékk Ingi hláturskast - þá fór hann að hugsa um að það hefði ekki verið sniðugt að panta þetta hótel í fyrra - þegar við vorum á extra löngum Benz Sprinter trukk - það hef ði verið afar skrautlegt að sjá okkur reyna að taka beygjurnar á honum, bakka - leggja á hann - aðeins áfram - bakka og alltaf að djöflast á kúplingunni.  Íbúarnir hér á svæðinu hefðu þá álitið okkur "klikkaða túrista" 

Bílaleigubíllinn sem við fengum er Chrysler Voyager - þessi bíll er æðislegur, sjálfskiptur - fjarstýrðar hliðarhurðir - maður þarf ekki einu sinni að opna eða loka hurðunum allt fjarstýrt, DVD spilari - leðursæti, gott pláss fyrir farangur - bara frábær.  Og erum við í sæluvímu með hann.  Liggur við að maður strjúki honum og kyssi góða nótt - hann er það frábær.  (e.t.v. eins og í eldgamalli "Austin Mini" auglýsingu fyrir ca. 30 árum - ef einhver man eftir henni - - SMÁ UPPRYFJUM FYRIR ÞÁ ÞÁ GLEYMNU:  Maður kemur heim úr vinnunni - konan kemur hlaupandi á móti honum -  fer framhjá honum í slow motion hrópandi "ástin mín - í " og maðurinn stendur eftir afar hissa sjá konum klappa og kyssa ástin míní bílinn. haha!

Börnin létu 2 DVD myndir rúlla á leiðinni niður eftir þannig að tíminn var ósköp þægilegur fyrir þau, við Ingi skiptum akstrinum bróðurlega á milli okkar - þannig að við náðum bæði að sjá aðeins umhverfið.

Hótelið sem við erum á er snyrtilegt - en enginn lúxus - enda erum við bara að borga fyrir 2 x 3 manna herberi EUR 110 - sem er ekki neitt.  En við erum sem sagt með nettenginu og sér baðherbergi með sturtu - og við hliðina á okkur er bakarí - þannig að við förum þangað í fyrramálið.

Ég heyrði aðeins í Hröbbu áðan - og allt hefur gengið vel hjá þeim - hún er meira að segja búin að fá vinnu og byrjar í henni þann 18. júní n.k. þannig að það var eins gott að þau fóru í frí núna.

 


Lokaorð um París

París var eins og í lygasögu.  Allt gekk fullkomlega upp, leigumiðlunin á húsinu  http://www.vacationinparis.com/  og fyrirtækið sem sá um flutningana á okkur frá flugvelli og inn í borgina  og frá íbúð og að bílaleigunni http://www.greyshuttle.com/  einna ódýrasta bílaþjónustan og allt stóðst 100 % hjá þeim.    Þannig að við getum mælt með þessum þjónustum. 

Hver dagur var eins og að vakna upp í bíómynd, fegurð borgarinnar er einstök, 2gja mínútna gangur er út í frægustu markaðsgötuna, gatan heitir Rue  Mouffetard (held að það sé skrifað svona).  Hægt er að kaupa þar kjöt, fisk, grænmeti, ávexti, brauð o.m.fl.  

Yndislegt að slæpast um, fínn hiti og alltaf gola - engin molla.  Maður vildi gjarnan eyða fleiri dögum hérna næst.

Við tókum bílaleigubílinn inni í París Þannig að ég ákvað að leggja í það að keyra út úr París og það gekk eins og í lygasögu. 

Ég á eftir að setja meira í lokaorð um París síðar.

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband