Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Afmælisbarn dagsins.......

Yndislegi strákurinn minn hann Andri á afmæli í dag..... orðinn 16 ára....... wow...... hvað tíminn flýgur!

Annars þá var miðannarmat hjá honum í síðustu viku....... hann fór í Tækniskólann á upplýsingatæknibraut - og er mjööööög ánægður þar.  Er með 100% mætingu og A og B í þeim fögum sem hann er í...... stendur sig alveg ótrúlega vel þessi elska.  Það er svo mikilvægt að þau komist að í því námi sem þau hafa áhuga á.

Til hamingju með daginn elsku Andri minn Heart

Afmælisbarnið

 

 

 

 


Erla kom heim með bæði hnén út úr buxunum........

...... vel plástruð og blóðug.........

 Hún var að hlaupa í frímínútunum undan strák í 5 eða 6 bekk - hann var að elta hana - og vildi giftast henni........ Grin

........þannig að hún tók þetta líka rosalega til fótanna....... leist ekki alveg á þetta - og hentist í loftköstum á skólalóðinni...... endaði síðan hjá gangaverði sem veitti henni "áfallahjálp" - og plástraði hana..........   

.......... skyldi þetta verða það sem kemur - ef einhver gerist of ágengur við hana - þá tekur hún til fótanna..........

 ok... ok..... skiljanlegt hjá 5 ára skvísu - að hún vilji ekki strax ganga í hjónaband !

 


Hún náði besta bílastæðinu......

.... æ þetta er nú bara krúttlegt.

 


mbl.is Sjúkleg stundvísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fínar fréttir í gærkvöldi.......

Ég fór í gærkvöldi að sækja Tönju sem var hjá vinkonu sinni niðri í Skipholti, heyrði 10 fréttirnar - og flissaði hálf móðursjúklega yfir þeim Grin

Nýjar rannsóknir sýna að konur sem drekka mikið KAFFI - allavega 3 bolla á dag - séu síður í hættu að fá brjóstakrabbamein........... íha....... hugsaði ég - og flissaði yfir þessum nýju rannsóknum - alsæl - enda er ég ægilega háð þessum eðaldrykk - og drekk yfirleitt dálítið meir af honum en 3 bolla á dag.

.....síðan endaði þessi "afar skemmtilega" frétt á þessum orðum:  of mikil kaffidrykkja kvenna getur hins vegar haft áhrif á brjóstastærð þeirra - þ.e.a.s. þær sem drekka mikið kaffi eru með minni brjóst!   Guði sé lof að ég drekk þetta mikið kaffi hugsaði ég - annars væri ég eins og Dolly Parton!!!    

 

 


Ekki kreppubrandari dagsins.......

....... þar sem "kreppubrandarar" ganga manna á milli nú í "kreppunni" - ákvað ég að vera öðruvísi...... og setja annarskonar brandara hér inn - skemmtið ykkur við þessa lesningu Smile

 

Þessi skeði á Elliheimilinu Grund fyrir skömmu:

Karlkyns vistmaður ákvað að gera svolítinn usla í samkvæmislífinu á Grund og auglýsti kynlífsþjónustu á hurðinni hjá sér gegn greiðslu.

Ekki leið á löngu þar til gömul vistkona bankaði hjá karli og spurði um þjónustuna.

Hann sagði henni að einn á gólfinu kostaði 500 kall, einn á borðinu 1000 kall en 4000 kall ef farið væri í rúmið.

Hún fór í veskið og snaraði fram 4000 kalli.

"Jæja, svo þú ætlar að fá einn í rúminu" sagði sá gamli.

"Nei, nei" sagði kella, "ég ætla að fá´ða 8 sinnum á gólfinu


Þeir sem ekki hafa lengur efni á að styrkja........

 ....... líkamsræktarstöðvarnar - verða ekki fyrir vonbrigðum með þessar æfingar....... nú til að brenna aðeins fleiri hitaeiningum - er þá ekki upplagt að setja á svið smá "leikrit"........

Ég fann þetta á síðu hjá "bloggvini" - og fannst þetta svo asssgoti skemmtileg lesning - og fínt sparnaðarráð í kreppunni Kissing 

 Það hefur verið vitað frá örófi alda að kynlíf er hin fínasta heilsubót. Fólk er að brenna umtalsverðum kaloríum og eru flestir sammála um að þetta sé einn skemmtilegasti æfingarmátinn samanborið við stigvél, tröppu eða hlaup. Það er komin út splunkuný könnun þar sem þetta æfingarform var kannað niður í kjölinn og reiknað út nákvæmlega hversu mörgum kaloríum við værum eiginlega að brenna miðað við hinar ýmsu athafnir. Hér eru niðurstöðurnar:
 
Að klæða hana úr fötunum:
Með hennar samþykki................ 12 kaloríur
Án hennar samþykkis................ 187 kaloríur
 
Að opna brjóstahaldarann:
Með báðum höndum.................. 8 kaloríur
Með annarri hendi..................... 12 kaloríur
Með tönnunum........................ 85 kaloríur
 
Að setja á sig getnaðarvörn:
Með stinningu........................ 6 kaloríur
Án stinningar........................ 315 kaloríur
 
Undirbúningurinn!
Reynt að finna snípinn.............. 8 kaloríur
Reynt að finna G blettinn.......... 127 kaloríur
 
Stellingar:
Trúboðastellingin.....................12 kaloríur
69 liggjandi........................... 78 kaloríur
69 standandi......................... 112 kaloríur
Hundastellingin...................... 216 kaloríur
Hjólbörurnar......................... 326 kaloríur
Ítalska ljósakrónan................ 923 kaloríur
 
Fullnægingin:
Alvöru................................. 112 kaloríur
Að fake-a það........................ 345 kaloríur
 
Eftir fullnæginguna:
Liggja í rúminu og faðmast........ 18 kaloríur
Standa strax upp......................36 kaloríur
Útskýra af hverju þú stóðst strax upp..823 kaloríur
 
Að fá stinningu númer 2 / Ef þú ert:
20 - 29 ára........................... 36 kaloríur
30 - 39 ára........................... 80 kaloríur
40 - 49 ára........................... 124 kaloríur
50 - 59 ára........................... 972 kaloríur
60 - 69 ára........................... 2915 kaloríur
70 ára og eldri................... Enn verið að reikna kaloríurnar
 
Að klæða sig í á eftir:
Rólega................................ 32 kaloríur
Í flýti................................ 98 kaloríur
Með pabba hennar á hurðinni..... 1218 kaloríur
Með konuna þína á hurðinni.......3521 kaloríur

 

Ef þið eruð í með það í huga að brenna nokkrum kaloríum getiði reynt eitthvað af þessu LoL

....... svo er maður að djöflast á einhverjum "brennslutækjum" í ræktinni -og er rétt að ná að brenna 3- 500 cal. - HALLÓ..... er virkilega eitthvað vit í því....... Shocking


Horfið þið oft á Klown.......

....... spurði ein systir mín hinar 2  um síðustu helgi...... ég var reyndar ekki mætt - aðeins of sein - en stelpunum fannst þær vera spurðar "hvort þær horfi oft á klám" .........

 Smá misskilningur - getur valdið fjörugum og fyndnum umræðum...........

 ...... ég held að systrum mínum hafi fundist sú yngsta vera að brydda upp á aðeins öðruvísi umræðuefni í "saumaklúbbnum"

Frekar fyndið LoL

 


Pálmatré...

... ég fékk mér "pálmatré" að borða í hádeginu í dag........ ótrúlegt - en satt! 

Á fimmtudögum er alltaf boðið upp á aðeins betri mat í hádeginu í vinnunni - en "pálmatréð" var þó aðeins einn lítill hluti af því sem var á salatbarnum - mjúkt undir tönn - útlitslega minnti þetta mig á blaðlauk Smile

Maður má ekki vera matvandur og verður að prófa nýja hluti - ekki satt?

 Efast þó um að mín fjölskylda myndi brosa sínu blíðasta til mín ef ég færi að bjóða þeim upp á "pálmatré" í matinn.

Þar sem neyðarástand er í landinu - og fólk farið að hamstra vörur úr stórmörkuðum - er þá ekki ágætis hugmynd að fara að éta stofublómin - allavega í neyð - sjóða þau niður... hmmm bara hugmynd LoL

 


Skilnaðir...

.... ástæður geta verið fjölmargar - en þessi er aðeins grátbrosleg....... eitthvað meira hlýtur að liggja að baki........

 


mbl.is Söguðu húsið í tvennt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir skipta máli??

Þessi er alltaf góður - leyfi ykkur að njóta hans - og aðeins að hugleiða - fyrirsögnina.......

 

Fimm mannætur fengu vinnu í verðbréfafyrirtæki.  Þegar forstjórinn tók á móti þeim sagði hann "Þið eruð núna hluti af liðsheild okkar.  Hér getið þið haft góð laun og fengið að borða í matsalnum. Þess vegna langar mig að biðja ykkur að láta starfsfólkið í friði."

Mannæturnar lofuðu öllu fögru.Fjórum vikum seinna kom forstjórinn og sagði "Þið eruð allir mjög duglegir við vinnu ykkar og ég er mjög ánægður með hvernig þið hafið leyst ykkar verk af hendi.   Það eina er að einn af húsvörðunum er horfinn. Vitið þið nokkuð um það?"Mannæturnar hristu höfuðið og sögðust ekkert vita um hann. Þegar forstjórinn var farinn sagði foringi mannætanna "Jæja, hver ykkar át húsvörðinn?" Einn hinna rétti hikandi upp höndina.Foringinn sagði við hann "Helvítis asni geturðu verið.Í fjórar vikur erum við búnir að éta hópstjóra, verkstjóra, verkefnisstjóra og deildarstjóra og enginn hefur tekið eftir neinu og þá!Þarft þú að fara að éta húsvörð !!!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband