Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Í kvöld

..... eftir matinn og þessi venjulegu heimilisverk settist ég niður með kaffibolla -   og ferðaðist aðeins um síður bloggvina, las og skemmti mér konunglega yfir skrifum þeirra.  

Þegar ég var að lesa síðu hjá einum bloggvini - mundi ég eftir bráðskemmtilegum málsháttum eftir þann snilling.   Nú eru páskarnir liðnir og oftar en ekki koma hálf litlausir málshættir upp úr blessuðum eggjunum - jafnvel hálf undarlegir - sem enginn skilur - haldið þið að það myndi ekki lífga aðeins upp á páskadagsmorgunn ef við fengjum málshátt á við þennan.......  "Oft eru dáin hjón lík" - nú eða "Oft fara hommar á bak við menn" eða "Oft verða slökkviliðsmenn logandi hræddir".

Ætli Nóa-Síríus hafi dottið í hug að fara út í framleiðslu á "Stormskers" eggjum.  Þau myndu seljast upp á  "nó tæm".  Ég myndi allavega spreða í eitt svoleiðis - og hlakka virkilega til að sjá hvaða málshátt ég fengi.........

Annars þá var ég  var að lesa ljóð sem Stormsker samdi þegar hann var tvítugur - ég vildi að ég hefði þennan hæfileika - hver veit nema hann sé í leynum..... og bíði eftir að brjótast fram, tja reyndar samdi ég klámvísur hér einu sinni - kannski ekki mjög skvísulegt - en það fer nú ekkert lengra......Cool - afhverju haldið þið að Ingi hafi fallið svona gjörsamlega kylliflatur fyrir mér á sínum tíma....... Smile  var það blíða brosið - eða......... eitthvað annað... GetLost

Góða nótt - dreymi ykkur fallega... Kissing

 


Tumi.....

... er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn.  Andri fékk hann hjá bekkjarsystur sinni.  Þetta er lítill og sætur páfagaukur - og eru börnin alsæl með hann.  Hann er líka ósköp yndislegur.

Andri er að fara í samræmt próf á morgunn, undirbúningur hefur verið fínn - þökk sé frábærum aukakennara sem heitir Benni - hann nær að útskýra flókna hluti afar vel - þannig að Andri var mjög heppinn að komast til hans.   Hann hefur náð að útskýra ýmislegt fyrir honum sem hann var ekki alveg að ná - þá er ég sérstaklega að tala um stærðfræðina.  Andra finnst einnig mun auðveldara að  fá alla athygli kennarans - en að vera hluti af stórum bekk - enda er þessi elska með athyglisbrest.

Síðasta laugardag var Sindri æstur í að fá indverskan mat - þannig að ég fann uppskriftir - fór í búðina og græjaði - og var útkoman æðisleg.  Þegar við vorum í París í fyrra fórum við á indverskan stað - og urðu börnin yfir sig hrifin af matnum þar.  Allavega þá tókst þetta einstaklega vel - og er planið að útbúa aftur indverskt um næstu helgi - Sindri farinn að nudda saman höndum af tilhlökkun til helgarinnar.  Ef einhver ætlar að "poppa" inn á kvöldmatartíma á laugardag - væri ágætt að vita tímanlega - til að nóg sé til Smile

Á sunnudag var farið í 3 falt barnaafmæli til Kidda og Möggu, en 3 af þeirra börnum eiga afmæli í apríl, Alma Glóð, Lilja Björt og Bjarni Freyr.  Veðrið var reyndar yndislegt á sunnudag og lá ég í sólbaði á svölunum ásamt Erlu, Tönju og Sindra, en hann dró stuttbuxurnar alveg niður til að fá lit á rassinn - Erla var nú ekki alsæl að sjá bróðir sinn sóla sig þannig......Tounge  annars þá er hann svo snöggur að fá á sig lit - liggur við að sé nóg að sólin skíni - þá  er hann orðinn kaffibrúnn.... heppinn....... Wink  -  annað en sumir í familíunni - sem byrja að verða rauðir - síðan eldrauðir - en fá síðan frekar lítinn lit í lokin.  En afmælið var fínt - góðar veitingar - en enduðum við þó á að fara í einn kaffibolla í húsið við hliðina - eftir afmælið.  -  Maður á alltaf smá pláss fyrir kaffi....... Joyful

 Læt þetta duga í þetta skiptið - sumarið er víst komið - og maður er ekki enn farinn að plana fríið - ekki normalt á þessum bæ - sennilega af því við ætlum ekki að ferðast til útlanda þetta sumarið.   Ætli maður endi ekki á að kíkja í Reykhólasveit - og sníkja tjaldsvæði hjá einhverjum.... blikk blikk..... Cool  .... síðan verður sólin elt - jafnvel til Dalvíkur....... en tjaldsvæðið þar er afar gott - við hliðina á sundlauginni - sem var mjög fín - og síðan að kíkja í kvöldkaffi til Gumma og Gerðu..... en eins og ég segi þá er ekkert planað - nema að Erla vill vera í 8 daga í sumarbústaðnum..... allavega... InLove

 Nú er ég hætt - gleðilegt sumar allir - og hafið það gott.

 -Lauja

p.s.  Tanja er búin að fá einkunn úr "Hugsað um barn" verkefninu, fékk 9,7 í einkunn - sem er að ég held afar ásættanlegt.  Hún var samt afar fegin þegar verkefninu lauk, þannig að hún kemur til með að passa sig á strákunum næstu árin Wink


Hmmmmmm......

...... rugluðust þeir á "bönkum" í bænum sínum...........

 tja...... það er spurning....... 

 þessi frétt minnti mig óneitanlega á þessa auglýsingu - þið verðið að horfa á hana.......

http://www.youtube.com/watch?v=VqBy6TgYxTU

 

 

 


mbl.is Sæðisþjófur gripinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tanja varð mamma á föstudagskvöldið.......

.... en hún og hennar bekkur tóku þátt í forvarna- og fræðsluverkefninu "Hugsað um barn".

Barnið var sett í gang kl.19:00 á föstudagskvöld - grét mjög reglulega alla helgina - vildi pela í allt frá 20 - 40 mín. - síðan þurfti að skipta á barninu - láta það ropa og hugga það.  Að sjálfsögðu þurfti einnig að sinna því á nóttunni - og fannst Tönju það dálítið erfitt.

Hún fann að þetta var heilmikil vinna - vakna 3 x á nóttunni til að sinna barninu - enda áttu foreldrar ekki að hjálpa börnunum.  Hún var líka alveg búin á því í morgun. 

Við fórum í afmæli til Guðbjargar í gær - Snorri Steinn 4 ára og Eva Dögg og Helgi Þór 2 ára, Tanja varð að sjálfsögðu að hafa barnið með sér - og hélt Erla Ósk fyrst þegar hún leit á Tönju að hún væri með Baby born að leika sér - akkúrat það sem Tanja hafði mestar áhyggjur af Errm - að fólk héldi að hún væri í "baby born leik" - hún ....... skvísan........   Tounge        -  Hún bar út blöðin á laugardag - með barnið hangandi framan á sér - fór með pabba sínum í Kringluna - og akkúrat þar  - þá byrjaði barnið að gráta -    "Jesus...... allir halda að ég sé í mömmuleik......"  ......  en mikið varð hún fegin í morgun þegar hún gat skilað barninu - notað daginn í dag til að "Chilla" - horfa óáreitt á Nágranna - og geta farið í tölvuna - spjalla við vini á MSN - án þess að einhver sé að taka allan hennar tíma - já svei mér þá - hún hafði mjög gott af þessu - og hugsar sig áreiðanlega 2 um áður en hún fer að hitta og fikta í strákum........ Smile

 Ég hafði ekki mikið að segja af ömmuhlutverkinu....... LoL....... nema að vekja mömmuna á nóttunni í einhver skipti - til að sinna barninu........ afinn var nú líka nokkuð duglegur að vakna og fylgjast með að mamman stæði sig.  Annars þá getur Tanja verið ótrúlega rotuð á nóttunni - þannig að við þurftum aðeins að pikka í hana í einhver skipti  -  - og var svo sem ekki blítt bros sem ég fékk  þegar ég vakti hana til að sinna móðurhlutverkinu....... Kissing

p.s.  Við vitum ekki hver pabbinn er - en það er verið að vinna í því......... Whistling

p.s.s.  Hmmmmmm systir mín hagaði sér furðulega í vesturbænum síðustu helgi - í eftirápartýi - hm..... hver veit nema ég lýsi því - þ.e.a.s. ef hún gerir það ekki sjálf hér í "commenti" hjá mér........ Cool

 


Helgin...

... var allt of fljót að líða - eins og þær eru alltaf. 

Við Ingi fórum í fimmtugsafmæli á föstudagskvöldið til Brynju - frænku Inga, mjög fínt en stoppuðum við ekki ýkja lengi.  Sóttum Tönju og vinkonu hennar en þær voru að passa börnin hjá Guðbjörgu og Ingó - en þau fóru úr afmælinu á svipuðum tíma og við.  Helgi Þór var vakandi - hann mátti ekki vera að því að sofa þegar skvísur voru í heimsókn.  Hann er reyndar búinn að vera lasinn og svaf talsvert þennan dag - þannig að hann var ekki ýkja syfjaður.

Á laugardag var farið á fætur kl. 5:30 - til að bera út Moggan með börnunum, en við vorum að leysa af þessa helgi 2 aukahverfi, gekk afar vel hjá okkur, þegar við komum heim ákvað ég hins vegar að skríða upp í rúm, til Erlu og var það afar ljúft.  Þegar við fórum að bera út, skreið hún með Sindra í okkar Inga rúm.   Ingi var það vel vakandi þannig að hann fór að horfa á einhverja mynd, en keyrði síðan Andra í skólann kl. 8:10 - en boðið er upp á aukatíma í skólanum fyrir samræmdu prófin næstu helgar fyrir prófin.

Ég sótti síðan Andra um kl. 11:00 og dró hann með mér í Bónus að versla.  Eftir hádegi fóru Ingi og Andri á leik - Valur - Færeyskt lið (tók svo sem ekki eftir nafninu á því - þau geta varla verið mörg Tounge )  - Valur vann að sjálfsögðu - íha ! 

Ég fór með börnin í afmælið hans Hákons, hann er orðinn 4 ára, var setið þar og spjallað - og veitingum gerð góð skil.  Heimsótti ég síðan mömmu sem er í hvíldarinnlögn á Heilsuverndarstöðinni.  Hún er ekkert alsæl þar - hundleiðist, já hún ætlar sér ekki að vera þar mikið lengur - kemur heim á morgunn. 

Síðan sótti ég Sindra og Róbert í bíó, skutlaði Róberti heim, þá  fórum við Sindri og keyptum kvöldmat fyrir liðið.

Í gær var afar notalegt að þurfa ekki að vakna fyrir allar aldir til að bera út, ég vaknaði þó kl. 5:30 - pikkaði í Inga og sagði honum að við þyrftum að fara á fætur til að bera út - það virkaði hins vegar ekki Smile  -  þýddi ekkert fyrir mig að reyna að gabba hann - hann sá í gegnum þetta hjá mér Wink 

Ég fór á fætur með Erlu um 9:30 - og horfðum við saman á mynd sem heitir Mathilda, mjög skemmtileg mynd, nutum við þess að sitja saman - horfa á myndina og fá okkur ristað brauð - bara tvær.... Kissing

Þegar börnin komu fram - fóru þau fljótlega að læra, ágætt að vera búin að því.  Ekki gerðum við neitt merkilegt þennan sunnudag, ég eldaði reyndar sítrónupasta - sem ég hafði ekki eldað í nokkur ár, það er afar gott og allir í fjölskyldunni vitlausir í það.

Læt þetta duga núna -

-Lauja

 


Apríl afmæli....

....... það er alveg óskiljanlegt hvað er mikið af afmælum allt í kringum mann í apríl, hvað er fólk upp til hópa að gera svona skemmtilegt 9 mán fyrir apríl............ aha - sumarfrí BINGÓ !!!!

Þeir sem eiga afmæli í kringum mig í apríl - já þetta er allstór hópur - ætla svo sem ekki að telja alla upp - ef ég skyldi gleyma einhverjum.......

Síðustu helgi komu Gústi, Júlía, Katrín og Valentína í heimsókn, og léku Erla og Katrín heilmikið saman, ætlum við að leyfa þeim að hittast oftar.  Afar gaman að fá þau í heimsókn. 

Síðan fórum við í afmæliskaffi til Möggu - en hún varð held ég 29 ára - eitthvað solleiðis Wink 

Gaman að sjá fólk kvitta í gestabókina.  Takk fyrir síðast - Adda, Emil og Stefanía, og já Dagný það hefði verið mjög gaman ef þið hefðuð komist, við verðum bara að skella okkur í sveitina til ykkar í sumar - enda er alltaf gaman að kíkja vestur Grin

 


Setti einnig smá bland í poka í spilarann

Sjálf hef ég alltaf verið skotin í laginu Unintended með Muse - hlstaði ég á það aftur og aftur á sínm tíma - fékk ekki leið á því - og hef ekki enn fengið leið á því.


Fermingin afstaðin

Já, Tanja Sif stóra skvísan mín fermdist sem sagt um síðustu helgi.  Þetta tókst allt með glæsibrag og skvísan alsæl eftir daginn, hún var afar róleg og yfirveguð - ekkert stress í gangi - enda veit hún að mamma hennar klikkar ekki á smáatriðunum..... Tounge

Ég veit ekki hvort Tanja eða Erla voru spenntari að opna gjafirnar eftir veisuna, en Erla var afar dugleg að hjálpa henni - kannski of dugleg........ Joyful

Heilmiklar pælingar voru hjá gestunum hver það væri sem sat við hlið Tönju Sifjar, þetta var vinkona hennar sem heitir Álfdís - já hún er afar strákaleg - en þær eru góðar vinkonur - þetta var ekki tilvonandi tengdasonur - eins og einhverjir voru að spá í Wink - æ bara gaman að þessu.

Daman fékk ýmsar góðar gjafir - og afar ánægð með þær allar, vill engu skila eða skipta - allt saman "perfect". 

Andri var að koma inn með Erlu - en hann hafði lofað henni að fara með hana út að hjóla - hann fór með hana nokkra hringi - þau voru að koma inn - og eru kinnarnar á þeim eins og klakastykki - fj... kuldi.

Ég ætla að fara að hita kaffi og athuga hvort eitthvað sé í TV sem hægt er að gleyma sér yfir.  Tanja var að hlaupa yfir til vinkonu sinnar - og Róbert var að koma til Sindra - þeir ætla að gista - vinirnir.

Annars þá hringdi ég áðan í Gústa, systurson minn, en dóttir hans og Erla voru hinar bestu vinkonur í fermingunni og ætla þau að koma í heimsókn á sunnudag.  Erla vildi nú helst fá hana í heimsókn strax - en hún ætlar sko að baka köku áður en vinkona hennar kemur - yndislegt Kissing

 


Helú - allir

Ætlaði aðeins að láta vita að ég er búin að smella inn einhverjum myndum úr fermingunni... Wink   -  skrifa meira síðar Kissing

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband