Fréttir af pabba

Matta sendi mér SMS en pabbi er sem sagt að hressast.  Tekið var vefjasýni úr lungunum á honum s.l. föstudag - en ekkert kom út úr því sem er gott.  Hann er kominn á 2 manna stofu - og steig í fæturna í gær - eitthvað sem hann hefur ekki gert í þónokkurn tíma.  Þetta voru allavega góðar fréttir - en hann er samt talsvert ruglaður.  Var farinn að halda að Hrabba og Adda væru báðar búnar að skipta um nafn og farnar í læknisfræði - hann bað mig að kanna málið nánar. 

En það er bara dagamunur á honum, hann þekkir okkur og allt hans nánasta - en virðist vera að upplifa gamla atburði - og ruglar þeim dálítið saman við það sem er að gerast í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

æi .. ekki gott ástand en gott að hann er að hressast ..

Margrét M, 7.6.2007 kl. 15:41

2 Smámynd: Matthildur B. Stefánsdóttir

Pabbi sagði mér líka frá því í dag að einkaritari læknisins væri farinn að þjálfa hann.   Annars var hann bara með betra móti, hann er meira að segja orðinn líflegri á litinn.

Verð í fríi á morgun.  Bjössi er búinn með skólann og leikskólinn verður lokaður.  Ætla að kíkja í heimsókn til mömmu og líka til pabba.  Ég held að pabbi hlakki bara til að sjá krakkana, hann hefur ekki séð þau svo lengi.  Þórdís ætlar að færa honum blóm.

Matthildur B. Stefánsdóttir, 7.6.2007 kl. 22:34

3 Smámynd: Lauja

Við biðjum voða vel að heilsa þeim Matta.  Þú sendir mér e.t.v. smá sms á morgun hvernig þau eru.  En við höfum það gott.

Lauja, 7.6.2007 kl. 22:45

4 Smámynd: Matthildur B. Stefánsdóttir

Hæ aftur.  Gaman að skoða myndirnar.  Bestu kveðjur til ykkar.

Matthildur B. Stefánsdóttir, 7.6.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband