Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Fín lög....

Þegar ég er óttalega andlaus er þá ekki bara málið að hlusta á tónlist - finna gömul lög sem maður er hrifinn af  hér eru nokkur...

 

Cure - lagið Love Cats - alltaf flott

 http://youtube.com/watch?v=-EeZRBStMNQ&mode=related&search=

Diskur með Goldfrapp - lagið heitir Lovely Head

http://youtube.com/watch?v=5qGJN3uM4qE

Hér kemur lag með MUSE af plötu sem heitir Showbiz - lagið heitir unintended

http://youtube.com/watch?v=92wD8dQ_B54

Lou Reed - Perfect Day

http://youtube.com/watch?v=q_WEvqxxQiU

 Ég held að þetta sé gott í bili - ;)

 


Erlan mín....

... hún liggur ekki á því sem hún þarf að segja

Hún sat við hliðina á mér - og mataði mig á kvöldmatnum þegar hún segir upp úr þurru;  "mamma, þú ert svo mikið krútt - og ég elska þig"

 Afhverju var hún að mata mig? 

Jú, hana vantaði rauðan dótakassa - sem ég sagðist myndi sækja þegar ég væri búin að borða  - henni fannst ég vera helst til lengi að borða - þess vegna tók hún upp á að mata mig - hélt ég yrði fljótari að tyggja matinn ef hún færi að mata mig (henni liggur sem sagt á að fá kassann niður til sín)   -  í sambandi við krútt-athugasemdina hennar - þá finnast afar vænt um að heyra það frá henni InLove.

 Ætli sé ekki best að fara að koma börnunum í rúmið, setjast aðeins og horfa á TV og fá sér einn kaffibolla GetLost  eða tvo -

Góða nótt allir saman.....

 


Það getur tekið á að eiga ungling .....sérstaklega dóttur

 

Mamman gekk fram hjá herbergi dóttur

sinnar og varð nokkuð undrandi að sjá að það var búið að búa um rúmið

og taka vel til í öllu herberginu. Hún sá að það var umslag á miðju

rúminu og á því stóð: TIL MÖMMU. Mjög áhyggjufull opnaði hún umslagið

og las skjálfhent bréfið sem í því var.

Elsku mamma. Það hryggir mig nokkuð að

þurfa að segja þér með bréfi þessu að ég er hlaupin að heiman. Ég geri

þetta svona til að koma í veg fyrir að þið pabbi reiðist mér. Ég hef að

undanförnu fundið sterkar tilfinningar til Ahmeds og hann er svo

yndislegur þrátt fyrir öll götin, húðflúrin, skeggið og

mótorhjólagallana sína. En það er ekki bara það mamma mín að ég ber

svona sterkar tilfinningar til hans því að ég er ólétt og Ahmed segir

mér að hann sé svo glaður með það. Hann er þegar búinn að kaupa

hjólhýsi fyrir okkur að búa í og hann er búinn að safna helling af

eldivið til að halda á okkur hita í allan vetur. Hann er búinn að segja

mér að hann langi til að eignast með mér fullt af börnum og ég er svo

innilega sammála honum með það. Ahmed hefur kennt mér það að marijuana

gerir engum illt í raun og veru og ætlar hann að rækta nóg af því fyrir

okkur þannig að við munum eiga nóg af því afgangs til að skipta á því

og kókaíni og E-töflum handa okkur báðum. En ég vona líka að

vísindamenn finni fljótlega lækningu á AIDS svo að Ahmed mínum batni,

hann á það svo skilið!! En ég bið þig að hafa ekki áhyggjur mamma mín

því að ég er nú orðin 15 ára og kann alveg að sjá um mig sjálfa. Þar að

auki er Ahmed orðinn þrítugur þannig að hann veit vel hvað hann er að gera. Einhvern

daginn ætla ég svo að koma í heimsókn svo að þú getir hitt öll barnabörnin

þín.

Þín dóttir Guðrún.

PS: Mamma, ekkert að ofansögðu er satt.

Ég er í heimsókn hjá Siggu í næsta húsi. Mig langaði bara að láta þig

vita að það er margt verra í heiminum en einkunnaspjaldið mitt sem er í

efstu skrifborðskúffunni. Ég elska þig. Láttu mig vita þegar það er

óhætt fyrir mig að koma heim.


Orðið UNUN....

.... hverjum hefði dottið í hug að þetta orð kæmi mér alltaf til að brosa !

Afhverju - jú út af snilldar "Radíusflugu" - um Lödu bifreiðaeiganda - sem hafði "UNUN" af að keyra...

hmmmm -  ég ætti kannski að fara að plana "radíusbræðraáhlustunarkvöld"  -  ég held að það yrði mjöööög skemmtilegt

Hvernig haldið þið að ljóska úti í bæ myndi túlka "radíusbræðrakvöld" og "gaurakvöld" ???  - skemmtilegt að spá í það....  allavega ef hún væri búin að hlusta á Radíusbræður - og tekið eftir hvernig margar "flugur" enda þá dytti henni einhver "hommaskapur" í hug

 

 

 


3 frábær lög fyrir svefninn.....

Fann þetta inni á YouTube - minnir mig á - að ég verð að fara að fara að taka þennan disk og dusta af honum rykið og hlusta - yndislegt lag....

http://www.youtube.com/watch?v=jbdPUiih020

Síðan verð ég að setja inn eitt lag með þessari hljómsveit, Matta, Hrabba og Adda - minnir þetta lag ykkur á eitthvað ??

 Minnir mig á þegar við bjuggum á Flókagötu - og vorum að bíða eftir pabba og mömmu frá útlöndum - og við spiluðum lög með þessari hljómsveit allan daginn til að stytta biðina..... Matta var nýbúin að kaupa plötu með þeim....

http://youtube.com/watch?v=hskKIsf-PAg

... búningarnir eru líka geeeðveikir  -  hvernig væri að halda ABBA partý - og allir dressaðir upp í ABBA "outfit" - væri það ekki bara snilld?????     - Verðlaun fyrir besta búinginn -  hver er til?????

Leyfi þessu að fljóta með -  textinn er e.t.v. ekki beint sem maður syngur fyrir börnin sín á kvöldin  en ég er hrifin af því Smile

 http://www.youtube.com/watch?v=AAPMUSCFVhg


Kaiser Chiefs

Ég er dálítið skotin í þessu lagi í augnablikinu.

 

http://youtube.com/watch?v=xPGZNWz0XAY

 

Hljómsveitin heitir Kaiser Chiefs af því þetta eru brjál... Leedsarar - og skírðu þeir hljómsveitina eftir liði sem Radebe lék í áður en hann kom til Leeds.....   öfgafullir djöflar !!!!  - -  vissir þú þetta Kiddi??

 


Ættarmótið o.fl.

Ættarmótið út frá Guðmundi afa og Þórunni ömmu var haldið í dag.

Ég fór og sótti Hröbbu og Hinrik - og brunuðum við síðan í salinn í Drafnarfellinu þar sem ættarmótið var haldið.

Ég verð að segja að þetta var mjög skemmtileg stund, frekar fámennt - en það var þá bara auðveldara að tala saman.  Egill og Valborg voru þau einu af systkinum pabba sem mættu - og var Valborg víst orðin viðþolslaus kl. 9:00 í morgun - hún hlakkaði orðið svo til að koma.  Egill mætir alltaf - en hann er óskaplega félagslyndur - Leifur mætti ekki - sagði þetta bara vera fyrir fjölskyldufólk - en hann er þó einn af þessari fjölskyldu. 

Að sjálfsögðu hefði verið skemmtilegra að sjá fleiri mæta - en þetta var fínt - ég spjallaði heilmikið við ættingjana - fólk sem ég hef varla hitt - þannig að ég var afskaplega ánægð með þennan dag.

Ingi fór með Andra og Tönju á Vals-hátíðina - og misstu þau af ættarmótinu.

Ég tók nokkrar myndir þarna og kem til með að setja þær fljótlega inn.

Andri er ekki farinn að stíga í fótinn - fékk hækjur - og sendir systkini sín óspart út um íbúðina til að sækja hitt og þetta.    -  Þetta tekur bara smá tíma....

 Tanja ætlar að gista hjá ingunni - hún og Sindri voru að fara út í fótbolta - en ég fer að fara með hana yfir til Ingunnar.

Ég læt þetta duga núna - -- ef þið frænkur og frændur kíkið hér inn - þá þætti mér mjög vænt að sjá nöfn ykkar í gestabókinni - blikk blikk.....

 Hafið þið gott - öll sömul ...

 


Tognun

Börnin mín eru í einhverju kappi í þessu - Andri tognaði á fæti í dag. 

Ingi fór með Andra upp á Slysó í dag og saman biðu þeir í 5 klukkutíma eftir að komast að ....

..... looooksins þegar þeir komust inn - voru þeir inni í 2 mínútur - ekkert hægt að gera -  hann jafnar sig fljótt á þessu - þetta er mjög sársaukafull tognun - en hann jafnar sig fljótt á henni - ætti janvel að ná að stíga í fætinn á þriðjudag.

 Á morgun er ættarmót - og síðan er Valshátíð - þannig að ég fer á ættarmótið (endar er það mín ætt) - meðan Ingi fer á Valshátíðina.

Annars þá er allt gott að frétta af okkur - fyrir utan tognunina. 

Skólinn byrjaður - það er ágætt...  þá kemst aðeins meiri regla á svefntíma barnanna.

 


Aulabrandari dagsins

Hvers vegna hanga hommar alltaf á pöbbum????

 

Jú, þeir eru ekki eins æstir í mömmurnar W00t


Brian Ferry

Er t.d. að hlusta á þetta lag:

 

http://youtube.com/watch?v=S8jqcXnHEYM


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband