Gærkvöldið

Við vorum nú ekkert mjög mörg sem fórum eitthvað á milli 20 og 25 - en fínn hópur - að sjálfsögðu og skemmtum við okkur mjög vel.  Byrjuðum í rútunni á bjór og samlokum og var mikið spjallað. 

Byrjuðum á Stokkseyri í nýju Álfa- og tröllasafni, sem var skoðað vel - fordrykkur borinn fram í íshelli - sem var gaman að fara inn í.

Síðan lá leiðin í Þorlákshöfn í Kiwanishús staðarins - þar var grillað, dansað og djammað og drukkið til miðnættis, dönsuðum og var virkilega gaman.  Hvítvín, rauðvín og Tópas skot fyrir þá sem vildu.  Ég var ósköp pen í þessu en sumir voru orðnir þokkalega drukknir, en allir í mjög góðu skapi og var virkilega gaman.

Farið var af stað í bæinn um miðnætti og lá leiðin beint í Nýherja, ég, Esther, Brynja og Björg fórum þar út - þar sem við nenntum ekki að fara með liðinu í bæinn og djamma meira.

Ég fór inn og nældi mér í kafibolla, fór síðan út að spjalla við stelpurnar þar sem þær stóðu út við Tölvutek - og endum við þar að tala saman til kl. 04:00 - en þá skutlaði Brynja okkur heim.

p.s.  Ég setti inn nokkrar myndir frá gærkvöldinu.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband