Menningarnótt

Við kíktum í bæinn með börnin á menningarnótt.  Þeim fannst ekkert ofsalega spennandi, fullt af fólki, engar hljómsveitir eða einhverjir viðburðir á næsta götuhorni eins og var áður, þannig að við entumst ekki mjög lengi með þeim í bænum.

Ætluðum að sjá Pál Óskar og Móniku í Listasafni Einars Jónssonar - en þar var alveg pakkað - hefðum þurt að mæta klukkutíma fyrir viðburð til að fá góð sæti. 

Næstu menningarnótt ætlum við Ingi bara að fara 2 og dúllast þennan dag - Erla hefur litla þolinmæði í þetta. 

Enduðum á Subway, og síðan heim - fórum svo aftur af stað um kl. 22:30 og lögðum fyrir utan Nýherja til að sjá flugeldasýninguna, sem var að sjálfsögðu afskaplega flott - en við vorum of langt í burtu þannig að það voru ekki alveg nógu mikil læti.

 Erla Ósk er flutt til Danmerkur, var að fara þangað  í skóla - við fórum til hennar á fimmtudagskvöld til að kyssa hana og knúsa - komum til með að sakna skvísunnar - en hún kemur heim rétt fyrir næstu jól.  Hún á alltaf dálítið sérstakan stað í hjartanu mínu, enda var hún fyrsta barnið sem ég passaði (var ég þó orðin 20 ára þegar hún fæddist ) - ofdekruð af okkur Inga og vorum við í ágætisuppáhaldi hjá henni.

Meira að segja ég sem var minnsta prjónakona í heimi - náði að prjóna handa henni peysu þegar hún var 2gja ára Smile

Ég ætla að kíkja á eftir í heimsókn til mömmu með börnin, -  síðan þarf að fara að drífa sig og versla inn fyrir skólann fyrir börnin, merkja það og hafa það allt saman tilbúið.

Síðan þarf að fara að taka til draslið heima, strauja og ganga frá allt of miklu (ARGH..).  Best að fara og setja allrahanda drasl í kassa og láta krakkana fara og halda tombólu einhvernsstaðar.

Ég læt þetta duga í þetta skiptið - Fjölskyldan er að horfa á myndina "Flushed away" og er hún virkilega skemmtileg - mæli með henni W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur B. Stefánsdóttir

Hæ, við vorum líka á rölti á menningarnóttinni.  Börnin voru einmitt frekar þreytt á þessum flækingi og voru því fegnust að komast í strætó svo þau þyrftu ekki að ganga aftur að bílnum .

Matthildur B. Stefánsdóttir, 24.8.2007 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband