Verslunarmannahelgarveður

Það kveikir svo sem ekkert í manni að fara í tjaldútilegu þessa helgi - þannig að við erum að plana að fara bara í sumarbústaðinn.  Enginn er á leið þangað - þannig að ég býst frekar við að maður skelli sér þangað.

Liggja í heita pottinum, grilla, spila póker - eða eitthvað annað skemmtilegt borðspil, athuga hvort við sjáum einhver ber, og heimsækja síðan Brynju frænku Inga og co. ef þau eru á sínum stað. 

Við eigum nefnilega eftir að fara með afmælisgjöf til Hjalta. 

En ef við förum þá förum við ekki fyrr en í fyrramálið, þar sem fyrst þarf að klára blaðaútburð.

Þeir sem eiga leið fram hjá - eru velkomnir í kaffi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

hafið það gott í bústaðnum ... þú ert þó ekki að tala um fatapóker eftir að börnin eru sofnuð

Margrét M, 3.8.2007 kl. 11:46

2 Smámynd: Lauja

Hmmm, nærð þú að lesa hugsanir - ekki vissi ég af þessum hæfileika þínum  

Lauja, 3.8.2007 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband