Helú...

.... allir saman.  Vona að fólk hafi haft það gott um helgina.  Við fórum í sumarbústaðinná laugardag, byrjuðum reyndar á að kíkja á Kidda og Möggu en þau voru í hjólhýsinu á Úlfljótsvatni.  Við vorum svo elskulega að koma með rok með okkur til þeirra, enda er ekkert gaman að hanga þarna í sól og blíðu.  Enda urðum við ekki alveg eins vör við flugur þarna út af rokinu.  Við erum bara best að hugsa svona vel um fólk -er það ekki annars? -

Marteinn og Maggý voru þarna líka og skoðuðum við þeirra hjólhýsi einnig, er mikill metingur hjá þeim félögum hvor er með betra og flottara hús, ekki veit ég hvort þessi metingur er líka á kvöldin þegar fiðringur er kominn í fólkið - segi ekki meir Whistling 

En við brunuðum frá þeim í sveitasæluna, var samt frekar kalt og talsverður vindur, ég sem ætlaði að hafa það huggulegt með hvítvín í pottinum, en endaði með kaffibolla í pottinum brrrrrr.

Ingunn vinkona Tönju kom og gisti hjá okkur.  Hrabba og co kíktu síðan til okkar í kaffi á sunnudag, endaði þó á að við buðum þeim í grillaðan hrygg.  Þau voru að koma frá Ísafirði, þau sögðu að það væri mjög skondið að fara á eina bensínstöð á Ísafirði, allt væri þar á pólsku, pólskar matvörur og aðrar vörur frá Póllandi í hillum þar.  Þau upplifðu sig hálfpartinn eins og þau væru stödd í "Twilight Zone" - fara inn á íslenska bensínstöð - en vera þá allt í einu staddur í Póllandi.   Ef þið viljið upplifa þetta - þá vitið þið hvert á að fara.  (Þau voru líka mjög undarleg í háttum þetta kvöld hmmmm!)  sjá djók..

Um kvöldið var farið í heita pottinn og notið þess að horfa á himininn og skýin, en veðrið var afskaplega gott.

Á mánudag vorum við í leti, um hádegi var farið að tína saman og þrífa, og lagt af stað í bæinn.  Umferðin var bara mjög góð, lítil umferð, miðað við það sem við bjuggumst við.  Enduðum á Kentucky í Mosó - síðan farið heim og horft á DVD mynd.  Enduðum sem sagt í algjörri leti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Hljómar eins og góð helgi. Mjög elskulegt af ykkur að taka rokið með ykkur  

Kristján Kristjánsson, 7.8.2007 kl. 21:24

2 Smámynd: Margrét M

takk fyrir elskulegheitin ..

það er líka hægt að vera í pólandi í bakaríinu í fellabæ, þar er allt sem fæst pólskt nema bakkelsið og brauðið ,mig grunar samt að pólsku vörurnar séu nokkuð dýrari en þær væru í Póllandi   

Margrét M, 8.8.2007 kl. 08:16

3 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Og rokið fór ekki með ykkur ormarnir ykkar svo þarf ekkert að metast með húsið eða Möggu ég á allt það besta

Kristberg Snjólfsson, 8.8.2007 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband