Færsluflokkur: Bloggar

Ég dey...... þetta er svooooo fyndið

Fínn leikur fyrir hópefli - ættarmót - eða allrahanda samkomur... til að brjóta ísinn

 

Afritið þessa slóð og setjið inn hjá ykkur - verður hrikalega fyndið eftir smástund....... 

 

https://www.facebook.com/photo.php?v=10203626948787142 

 

 


Ég var nú bara heima.......

... með mínum ljóta manni - og 3 af mínum ljótu börnum - og ljótu hundunum mínum -  eldri dóttirin og tengdasonurinn fengu hins vegar að kaupa miða - enda með afbrigðum falleg - skil þó ekkert í því af hverju ekki var mynd af þeim þarna - þar sem þau eru nú talsvert fríðari en "margir aðrir" - og ég er nokkuð viss á að tengdasonurinn hafi verið með lokaða buxnaklauf.......

 En mikið andskoti hlýt ég að þekkja mikið af "ljótu fólki" össs........ - þar sem ekki margir í kringum mig í vinnu eða fjölskyldu voru á tónleikunum

Æ.... það er ekkert gaman að vera "frægur" á Íslandi í dag :)

 


mbl.is Fallega fólkið mætti á Timberlake
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólin - jólin - jólin

Já, þá eru þau búin - agalegt hvað þessir dagar líða hratt.

Mikil breyting eftir þessa hátíð, lítið jólabarn kom til okkar á Þorláksmessu.

Yndislegur lítill og sætur hvolpur sem er algjör draumur - að verða 4ra mánaða - og small hann inn í fjölskylduna eins og hann hafi alltaf verið hluti af okkur - algjört rassgat þessi elska :)  -  og allir dýrka hann og dá.  Hann geltir ekkert - alveg sama hvað gengur á og ýlfrar við útidyrnar ef hann þarf að létta á sér - algjör draumur.  Meira að segja var matarboð hjá okkur á öðrum í jólum með yfir 20 manns - mikil læti og börnin að leika við hann - en ekkert haggar honum - algjör ljúflingur :)

Þetta var svo sem ekkert á planinu - en hefur alltaf blundað í okkur - og allt gekk einhvernveginn upp - lýsingin á honum heillaði okkur upp úr skónum og það gekk eftir að hann kæmi til okkar - og þá varð ekki aftur snúið - auðvitað er þetta vinna - en maður gerði sér nú alveg grein fyrir því.

Þegar við Erla vorum að setja jólatréð upp og skreyta það - þá skemmti hann sér mjög vel - þannig að engar skrautkúlur né annað skraut fór á neðstu greinarnar - við prófuðum að setja eitt á neðstu greinina - en hann tók það af um leið og ætlaði að fara að leika með það.  Hins vegar hefur hann varla sýnt trénu áhuga eftir að við kláruðum að skreyta það.  Skórnir fá að vera í friði - sokkar heilla hann meira - og í gær náði hann í hamborgarhryggsbein í ruslapoka sem lá á gólfinu - og þvílík hamingja með það!!!

Jólapakkar voru þó nokkrir - og fékk ég fleiri en oft áður - æðislegur kjóll og geðveikir skór t.d. ásamt ýmsu öðru.  Börnin fengu eitt og annað - en Ingi minn fékk ekki stóran pakka þetta árið - en hann var búinn að fá mjög flottan síma í afmælis- og jólagjöf - sem hann var afar sáttur með.

Annars er allt gott af okkur að frétta, ég er ósköp latur bloggari - er alltaf á leiðinni að setja eitthvað hingað inn - enda er þetta svo sem hálfgerð dagbók fyrir mig - og gaman að kíkja inn á eitt og annað sem ég hef hent hingað inn.

Var t.d. að rifja upp um daginn þegar Erla var að mig minir 5 ára - og öskraði á eftir mér - yfir allt bílaplanið heima "Mamma - ég elska þig meira en tvö svört tippi...."   -þannig að ég ætla að fara að vera virk í að skrifa allt og ekkert hingað inn.

Síðustu 2 áramót hef ég verið með indverskan mat um áramót - en þessi áramót ætla ég að breyta - vera með kalkúnabringur -  og elda þær út frá uppskrift sem ég fékk fyrir nokkrum árum frá kokkunum hér í vinnunni - það var svo gott - að meira að segja slefar Ingi (sem er enginn kalkúnakjöts-aðdáandi) ennþá yfir tilhugsuninni um þetta (ég eldaði svona í kringum síðustu páska).  Börnin eru einnig búin að óska eftir humarsúpunni minni - sem er besta súpa í heimi !!!  (meira að segja vinu Tönju sem vinnur á góðum veitingastað í Rvk. segir að mín súpa sé besta humarsúpa í heimi) - verður maður ekki að koma því að hve góður kokkur maður er :) híhíhí....

Vinnan - alltaf á sínum stað - klikkar aldrei !!! ...og er yfirleitt alltaf nóg að gera.  Frábært samstarfsfólk - góður starfsandi - þannig að vinnudagarnir líða á ógnarhraða.  Mikið til það sama sem maður vinnur við - en alltaf kemur eitthvað nýtt - sem maður þarf að kljást við og leysa.

Jæja, ætli ég láti þetta ekki duga í þetta skiptið - alveg ágætis byrjun hjá minni..... síðan er spurning hvert áramótaheitið á að vera... sjálfsagt það sama og yfirleitt áður - en verða að finna upp á einhverju nýju - spennandi og öðruvísi :)

 

 


Spakmæli.....

Oft heyrir maður og sér misvitur spakmæli - en þetta er svo satt.....

Það hættulegasta sem maður gerir er að lifa. Það hefur ekki nokkur maður lifað það af.

Jamm - held að allir geti verið sammála mér :)

 

 

 


Aulabrandari

Hvað sagði borðið við stólinn?

ehhhh.... veit ekki

"Hæ sæti"......

Góður.......

Ætla að fara að skrifa aðeins meira hér inn - og setja inn myndir.....

Fór í jarðarför s.l. föstudag - hjá gamalli og yndislegri vinkonu sem fór allt of snöggt og snemma - kannski er það spark í rassinn - að fara að rækta samband við þá sem manni þykir vænt um


Alltaf á leiðinni......

Jamm - eru e.t.v. fleiri þarna úti sem kannast við þessa setningu ???

 Tja... ætli það sé ekki hálf þjóðin - eða rúmlega það sem er alltaf á leiðinni að fara að gera eitt og annað - en tímaleysið er versti óvinurinn.....

Já - ég sem er rétt rúmlega 25 ára..... (þar til ég lít í spegil......)  á orðið alveg ELD-gamalt barn!!!  ...hann er kominn á þrítugsaldur - yfir 1,90 mtr.  Undarlegt..... ég er orðin næst minnst á heimilinu - þegar tognar aðeins úr yngsta gríslingnum  - þá verð ég sennilega minnst á heimilinu - - og kæru - elsku - fjölskyldumeðlimir...... þið vitið hvernig óskrifaðar reglur eru á heimilinu - sá minnsti ræður!!!!!!!

Það er svo margt sem maður er með í kollinum og ætlar að punkta niður hjá sér - ætli ég fari ekki verða dugleg að  smella einhverju hingað inn.

Er með aðra blogg-síðu hér á blog.is - þar sem ég hef verið að punkta alls konar uppskriftir - og mikið er það þægilegt að geta farið þangað inn - til að fletta upp....

En brjálað að gera hérna megin - smá matartíma - pása - til að hvíla hugann aðeins frá tölum o.fl.

Svo fara jólin alveg að detta inn....... vúhú!!!!!!!

 

 


Til að komast í helgarstuð - tékkið á þessu.....


Það væri mjög hressandi.......

.... að byrja morguninn á smá sundspretti - og ef makinn er ekki að ná að vakna - nú - eða þunnur - þá ætti maður að ná að draga hann úr rúminu og ýta út í sundlaugina - myndi víst - án efa hressast við það - sérstaklega ef laugin er þokkalega köld !!!
mbl.is Hoppað út í sundlaug beint úr rúminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilldarskemmtilegt myndband - verðið að skoða......

Árshátíðarmyndband í vinnunni minni - mjög skemmtilegt - þið verðið að horfa.....


Friðsamleg mótmæli barna og unglinga í Húsahverfi vegna niðurtöku á körfu af leiksvæðinu .

Ég er mjög stolt af börnunum í hverfinu og þeim sem mættu á leiksvæðið s.l. þriðjudagskvöld til að mótmæla.

Einn af efnilegustu körfuboltastrákum Fjölnis skipulagði "Körfubolta-keppni" sem allir tóku þátt í og skemmtu börnin og unglingarnir sér afar vel !

Á þessum velli hafa margir af efnilegustu körfuboltamönnum- og konum hafið feril sinn - og er mikil synd ef Reykjavíkurborg stuðli að frekari inniveru en útiveru meðal barna og unglinga.

Sjálf bý ég í Veghúsum á 4 börn og íbúð mín snýr út að leiksvæðinu. Mín börn hafa notað þetta leiksvæðið mjög mikið - jafnvel átt það til að skottast aðeins út milli heimalærdóms til að fá sér ferskt loft - og hitta nokkrum skotum í körfuna - jafnvel í snjókomu - sem er að sjálfsögðu mun heilbrigðara en að setjast niður fyrir framan tölvuna að "chilla".

Að borgin skuli hafa mætt þegjandi og hljóðalaust um hábjartan dag til að fjarlægja mest notaða leiktækið á svæðinu er með ólíkindum.

Mér skilst að kvartanir hafi borist ítrekað frá íbúa í götunni um að "bolta-dripl" heyrðist að kvöldi til. Í barnahverfi er ekki við öðru að búast !

Meðan ekki eru drykkjuæti í unglingum eða notaðar sprautunálar að finnast á svæðinu - er ég ánægð !

Ég trúi ekki öðru en að borgin sjái sóma sinn í að setja upp nýja körfu fyrir börnin - og ekki síður foreldra í hverfinu hið fyrsta !

Þó svo að karfa sé á öllum skólalóðum í dag - er ekki hægt að ætlast til þess að 10 ára börn og yngri fari á skólalóð í hvert skipti sem þau vilja fara í körfu. Síðustu fréttir af "perrum" að reyna að lokka börn til sín voru í þessari viku !!!

Síðustu ár hefur þetta leiksvæði orðið fyrir fyrir mikilli skerðingu - kastali fjarlægður - stór og fínn sandkassi sem var mikið notaður - hefur breyst í algjört frímerki - og að lokum var karfan fjarlægð - er Reykjavíkurborg að stuðla að frekari inniveru barna og unglinga í hverfinu - eða hvað ????????

Miðað við þau svör sem nágranni minn fékk - er stefna borgarinnar að fækka leiksvæðum - sem er með öllu óskiljanlegt !!!

Það sem mér fannst yndislegt að sjá var hversu þétt og vel börnin og unglingarnir stóðu saman þetta kvöld - skemmtu sér vel í heilbrigðum og skemmtilegum leik - ótrúlega flottir krakkar !!!

Mjög margir fullorðnir gáfu sig á tal við þau - styðja þau heilshugar - og ein nefndi hversu flottir unglingarnir séu í dag - standa þetta þétt og vel saman - þegar eitthvað er gert á þeirra hlut.


mbl.is Mótmæli í Grafarvogi í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband