Færsluflokkur: Bloggar

21 dagur til jóla.......

Sjitt hvað tíminn flýgur.......

Erla tilkynnti okkur foreldrunum í gær að við ætlum með henni í bíó um helgina.  Síðan ætlar hún að púsla 700 bita púsl með pabba sínum.... eftir bíóferðina -  hún reyndi að dobbla pabba sinn í púslið í gær - en hætti síðan við.

Ég er að setja jólaskraut upp í rólegheitunum heima - kemur hægt og sígandi - þarf síðan að fara að finna eitthvað jólaskraut til að taka í vinnuna hans Inga og skreyta þar.....

Í tilefni dagsins ætla ég að setja inn stórskemmtilegt jólalag - ekki eins hátíðlegt og lagið sem ég setti inn í gær - en ég er afskaplega skotin í þessu lagi, með Pouges og Kirsty McCall - heitir Fairytal of New York. 

Þess má geta að söngkonan lést rétt fyrir jól árið 2000 í sjóslysi í Mexíkó þar sem hún var í fríi með fjölskyldu sinni.  Hraðbátur kom á mikilli ferð og lenti á bátnum sem hún var á.  Hún náði að bjarga syni sínum áður en hraðbáturinn lenti á þeim - hins vegar lést hún samstundis.


22 dagar til jóla........

....sem sagt jólin verða komin áður en maður veit af.......

Ekkert stress í gangi - þetta smellur allt saman á endanum..... hins vegar þætti mér að grunnskólarnir mættu hafa próf á öðrum tíma en í desember - afhverju er ekki hægt að hafa próf í nóvember eða í janúar.  Desember er það skemmtilegur mánuður - og mun skemmtilegra að dúllast eitthvað með börnunum - heldur en að sitja yfir þeim fyrir próflestur - hlýða þeim yfir o.þ.h.

Ingi og Erla áttu afmæli síðasta laugardag litla músin orðin 7 ára - Ingi nokkrum árum eldri Wink  Fjölskylduafmæli var á laugardag og bekkurinn var á sunnudag.  Vel var mætt í fjölskylduafmælið - og var á tímabili eins og maður væri í fuglabjargi - fólk og börn í hverjum krók og kima að spjalla - bara frábært.  Veitingum voru gerð góð skil - sem var frábært.... nokkrar nýjungar voru á boðstólum - eins og "chilli-frómas-terta" - Ingi var ekki alveg viss með hana - né börnin - en hún bragðaðist mjög vel!  Erla var afar sátt eftir þessa helgi - búin að telja niður í afmælið allan nóvember - og á sunnudagskvöld þegar allt var yfirstaðið - kom hún til mín og sagði:  Mamma, hvað er margir dagar þar til jólin koma?

Tanja mín tognaði í leikfimi á mánudag - og er heima í dag - að drepast í fætinum - en hún jafnar sig þessi elska... alltof kappsfull í boltanum þessi elska.

Ég ætla að smella inn einu jólalagi - e.t.v. aðeins of hátíðlegt - en varð að setja þetta inn fyrir hann Inga minn Smile

 

 


Bústaðavegur.......

Í gærkvöldi eftir skúringar - þá skutlaði ég Andra á Valsleik - fór Bústaðaveg í bakaleiðinni - Erla situr í sætinu sínu - og segir allt í einu "Mamma - eru margir sumarbústaðir við þessa götu?"

Bústaðavegur - skýrir sig sjálft !

Hún er bara krútt þessi stelpa...... á afmæli eftir 2 daga - og þvílíkur spenningur í gangi - var afar spennt að taka aðeins til með mér í gær - öskraði hún síðan á systur sína - hvers vegna hún tæki ekki til í herberginu sínu - hún ætli ekki að halda afmæli með Tönju herbergi á hvolfi !

 


Afmælisbarn dagsins !

Stóri strákurinn minn hann Andri Snær á afmæli í dag - orðinn 17 ára þetta litla barn - sem er þó að verða höfðinu hærri en mamma sín Wink

Til hamingju með daginn ástin mín - ég elda nú eitthvað gott fyrir þig - bjúgu og kartöflumús..... W00t ...hmmmmmmm - nei ætli það verði nú ekki eitthvað aðeins betra Smile

IMG_5211


Þá er Tanja búin í samræmdu prófunum.......

... og er afskaplega glöð og sæl með það - þessi elska Heart

Allt gott af okkur að frétta, Sindri minn átti 13. ára afmæli þann 5. sept. s.l. - orðinn unglingur..... ekki þó kominn með unglingaveiki - þessi elska - alltaf svo ljúfur og góður.... alveg eins og mamma sín Wink

Héldum bekkjarafmæli fyrir hann s.l. laugardag - sem heppnaðist ótrúlega vel.  Við útbjuggum ýmsa smárétti sem slógu heldur betur í gegn - enda allir orðnir leiðir á Dominos-pizzu afmælisveislum.  Einn vinur Sindra sagðist ætla að borða svooooooo  mikið - og ætlaði ekki að hætta fyrr en hann þyrfti að æla!   Ég hafði nú gaman af að heyra það !

Við útbjuggum litla sæta hamborgara - ég pantaði mini-hamborgarabrauð - og þeir slógu gjörsamlega í gegn - hrikalega flottir á borði - og mjög bragðgóðir.  Ég útbjó mini-pizzur, ítalskar kjötbollur og kjúklingaspjót.  Aðeins öðruvísi afmæli - sem sló gjörsamlega í gegn. 

Auðvitað voru kökur á eftir - sem þeir gerðu sömuleiðis góð skil.

Við erum með billjarðborð og fótboltaborð - og spiluðu þeir mjög mikið, horfðu á mynd og enduðu síðan úti í fótbolta - einhverjir laumuðust þó til að kíkja í "Playstation-tölvuna" - þeir voru alsælir allir saman - og Sindri þó sérstaklega - af því að vinunum fannst svo gaman.  Þeir voru 14 vinirnir - en ekki með neitt vesen eða leiðindi.

Ég ákvað um daginn að breyta mér alveg...... fór og lét fjarlægja hárlubbann sem ég var búin að fá gjörsamlega nóg af Sick   Er núna með stutt og dökkt hár - algjör skvísa !   ... er afskaplega ánægð með þetta nýja "lúkk".  Einn vinnufélagi hafði á orði við mig hvað ég væri hrikalega flott svona - og hvort manninum þætti ekki gaman að fá "nýja konu" í rúmið Joyful   .....að sjálfsögðu sagði ég að minn maður væri afar ánægður með það - ehemm...... fer ekki nánar út í það Wink

Ég fór á djammið með vinnunni fyrir tæpum 2 vikum, vorum að kveðja einn vinnufélaga - sem hætti hjá okkur í sumar.  Við byrjuðum á Spot..... pizzur og bjór - fórum síðan á Dillon - þar sem vinnufélagi (og fyrrverandi hljómsveitarmeðlimur Fræbblanna) - var að spila með hljómsveitinni HFF (Helvítis Fokking Fokk) - ekki léttasta danshljómsveit - en við skemmtum okkur konunglega - dönsuðum út í eitt - og margir voru duglegir að staupa sig....... sumir voru nú orðnir dálítið drukknir og valtir á fótunum - ekki ég þó.......  Enduðum við nokkur síðan kvöldið á Barböru (hinsegin stað) - dönsuðum eins og okkur væri borgað fyrir - og skemmtum okkur svooooo vel...... ótrúlega skemmtilegt kvöld - lítill hópur - aðeins hæðin mín þó ekki allir - við vorum u.þ.b. 12 - en skemmtum okkur öll afar vel.

Síðasta föstudagskvöld fór Ingi hins vegar á djammið - Versló djamm - orðin x..... ár síðan hann útskrifaðist.  Hann skemmti sér mjög vel - þó hann hafi ekki dansað af sér lappirnar eins og frúin hans vikunni áður  Tounge

Kominn tími á smá blogg - þarf e.t.v. að vera duglegri að setja örlítið inn....... ef tími gefst til.

 


Hvernig væri að þessir "snillingar" .......

.......myndu deila eignunum með okkur Íslendingum eins og skuldunum....... 

 


mbl.is Eignir Íslendinga í skattaskjólum jukust um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endilega lesið þessa frétt-

Ágætt fyrir fólk að vita hvernig framkoma hjá sumum fyrirtækjum er í garð annara.

http://visir.is/article/20090814/FRETTIR01/843473248 

 


Ég er svo dofin þessa daga.....

... sem er svo sem ekkert skrítið þar sem elsku besta og yndislega mamma mín dó í gær.

Ótrúlegt hvað eitt fall getur leitt af sér, þegar maður er orðinn lélegur til heilsunnar.

Hins vegar huggar maður sig við að nú sé hún laus úr þeim líkama - sem hún var orðin svo ósátt við.  Ég trúi því að  nú sé hún dansandi við pabba - glöð og ánægð - brosandi sínu fallega brosi - jafnvel farin að grípa í penslana sína - og galdra fram listaverk.... verst þó að ná ekki að sjá þau hjá henni. 


Maður ætti kannski að sækja um......

.......og hafa gaman af að láta eins og fífl í vinnunni....... allan daginn og fengið ágætislaun fyrir það. 

Hins vegar..... ef krafa er gerð um að nornin þurfi að vera mjög ófríð, með kryppu  og bólótt...... þá get ég gleymt því að sækja um.... er svo perfect !     hahahahahahahhaha........ LoL

 


mbl.is Norn óskast: 10 milljóna króna árslaun í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig ætli tilhugalífið hafi verið ?

Spurning hvort það hafi verið dans á rósum - kossar - ástríðufullar heitar nætur.... rómantík daginn út og inn......... en strax og þá meina ég STRAX eftir brúðkaupið hafi innri manneskja þeirra  brotist út ?

Maður hefur oft heyrt sögur af því að fólk breytist eftir brúðkaupið........ en aldrei hefur maður heyrt að það hafi gerst svona skyndilega LoL


mbl.is Skildu á brúðkaupsdaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband