Færsluflokkur: Tónlist

Þetta lag heyrðum við Ingi fyrst.....

í brúðkaupsferðinni okkar í siglingu á lítilli eyju í Karíbahafinu fyrir 17 árum.  Eyjan heitir St. Lucia, yndisleg eyja - ósnortin og  yndislegt fólk þar.

Ótrúlegir kofar sem fólkið bjó í - en uppi á hverju einasta kofaþaki var sjónvarpsloftnet og glæsikerra í bílastæðinu...... fólk leggur mismikið upp úr hlutunum.

Eitt kvöldið fórum við í lítið þorp - en alltaf á föstudagskvöldum breyttist allt þorpið í "risapartý" útigrill, bjór og vín flæddi um þorpið - sérstök upplifun.  Í öðru þorpi sem við fórum í - ágætlega stórt þorp - en aðeins 1 hús í bænum var með rennandi vatn - í öðrum hlutanum var sláturhús - en í hinum hlutanum var "þvotta- og sturtuaðstaða" fyrir bæjarbúa.  -Ótrúlegt !

En þetta lag heyrðum við sem sagt í kvöldsiglingu og á heimleiðinni til Íslands stoppuðum við í London í nokkra daga og keyptum þennan disk með Enigma þar.....


Lag dagsins...


Ísland áfram......

... að sjálfsögðu er aðeins meiri stemming að fylgjast með á laugardag, lagið er ágætt, en mér stóð svo sem nokkuð á sama hvort lagið kæmist áfram eður ei...... hef  sjaldan verið jafn óspennt yfir þessari keppni og nú, þannig að það komu engin fagnaðaróp frá mér þegar Ísland var lesið upp áðan FootinMouth

Ég mun kjósa franska lagið á laugardag.... finnst það ÆÐI Smile......... ef þið eruð búin að gleyma hvernig það hljómar þá skuluð þið kíkja á bloggsíðuna hans Emils og hlusta á það hjá honum....... hann er einnig með franska lagið frá í fyrra, sem er mjög skemmtilegt.

 

 


1 stk. lag.....

Bara að skella inn einu lagi..... njótið.... Smile

 

http://youtube.com/watch?v=5eBkrs4YpzI


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband