16. júní
16.6.2010 | 09:04
Í dag er 88 ára afmælisdagurinn hans pabba- einnig eru 3 ár í dag síðan hann dó - skelfing líður tíminn hratt.
Þó pabbi og mamma séu bæði dáin - finnst mér það ennþá eitthvað svo óraunverulegt - finnst aðeins eins og ég hafi ekki heimsótt þau lengi. Að sjálfsögðu saknar maður þess að heyra ekki eða sjá þau - og einnig að hafa ekki munað hinar ýmsu sögur sem þau sögðu - og að spyrja þau út í eitt og annað í þeirra lífi.
T.d. hef ég aðeins verið að glugga í ýmsar minningar sem pabbi skrifaði - og myndi ég svo gjarnan vilja fá að vita nánar um eitt og annað. En hann var svo sem ekkert að upplýsa mann um líf sitt á árunum frá því hann var strákur - þar til hann og mamma tóku saman - og virðist mér það hafa verið ansi erfitt og stormasamt á köflum. (Því miður skrifaði mamma ekki niður neinar endurminningar - sem hefði verið svo gaman að fá að lesa).
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.