Smá hérna.......
8.9.2010 | 14:28
Letibloggarinn mikli - þó ekki sá allralatasti.
Sindri minn átti afmæli um síðustu helgi - yndislegi strákurinn minn - verður strákaboð heima næsta laugardag - vinir hans búnir að tryggja það - og að það verði heimatilbúnar veitingar....... þeir vilja ekki Dominospizzur..... heldur skemmtilega - öðruvísi heimatilbúnar veitingar!
Ég er búin að vera með einhverja fj..... augnsýkingu - með rauð og sokkin augu - væri hægt að halda að ég væri búin að liggja í drykkju í marga daga - hic....... dæli áburði í augun - og er svei mér þá - aðeins að skána...... ástæða þessa ókunn- gæti þó stafað af augnbaði upp úr spritti...... jebb.... snilldartaktar hjá mér - ákvað s.l. föstudag að setja spritt á hendurnar á mér eftir klósettferð hér í vinnunni - einhver stífla var í pumpunni - og sprautaðist beina leið upp í augun á mér....... þegar ég kom út af klósettinu - hefði verið hægt að halda að þar hefði ég setið hágrenjandi og drekkandi......... - ilmandi af spritt - og afar rauðeygð........
Sumarið hefur liðið allt of fljótt - skil´ett´ekki....... við ferðuðumst um Vestfirði í ágætu veðri - vorum í sumarbústað tengdó í viku - í afslöppun og leti - ættarmót á Galtalæk - þar sem rigndi eldi og brennisteini aðaldaginn - við erum búin að fara í veiði - veiðidella hefur heltekið suma fjölskyldumeðlimi........ ég næ ekki að veiða neitt nema drullu - maður skellir því ekki á grillið - Ingi fékk veiðidellu - en verður að hafa mig með - þar sem hann hefur 10 þumalputta....... - einhver þarf að gera hnútana - og tæla fiskana að landi - ætli ég sé ekki lukkudýrið hans Inga :)
Vinnan alltaf á sínum stað - óléttan virðist vera að ganga hér á svæðinu - en - hún nær ekki í skottið á mér...... guð....... ég myndi ekki nenna því - hef 5 x orðið ólétt - og á í dag 4 yndisleg og heilbrigð börn - það er nóg fyrir mig !
Við systur ætlum bráðlega í skvísuferð út fyrir bæinn - nauðsynlegt aðeins að leyfa sér að smella sér í "húsmæðraorlof" - með kokteilablöndur undir arminum - og danstónlist af bestu gerð - ásamt smá kjaftasögum í pokahorninu! - Nauðsynlegt!
Gott í bili - kveðja frá þessari "ógeðslegamikiðbissífrúLauju"
Athugasemdir
jamm held að þú sét lukkudýrið hans Inga en HVA nennirðu ekki í eitt´lítið í lokin hahahaha
Margrét M, 17.9.2010 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.