Alltaf á leiðinni......
29.10.2012 | 13:35
Jamm - eru e.t.v. fleiri þarna úti sem kannast við þessa setningu ???
Tja... ætli það sé ekki hálf þjóðin - eða rúmlega það sem er alltaf á leiðinni að fara að gera eitt og annað - en tímaleysið er versti óvinurinn.....
Já - ég sem er rétt rúmlega 25 ára..... (þar til ég lít í spegil......) á orðið alveg ELD-gamalt barn!!! ...hann er kominn á þrítugsaldur - yfir 1,90 mtr. Undarlegt..... ég er orðin næst minnst á heimilinu - þegar tognar aðeins úr yngsta gríslingnum - þá verð ég sennilega minnst á heimilinu - - og kæru - elsku - fjölskyldumeðlimir...... þið vitið hvernig óskrifaðar reglur eru á heimilinu - sá minnsti ræður!!!!!!!
Það er svo margt sem maður er með í kollinum og ætlar að punkta niður hjá sér - ætli ég fari ekki verða dugleg að smella einhverju hingað inn.
Er með aðra blogg-síðu hér á blog.is - þar sem ég hef verið að punkta alls konar uppskriftir - og mikið er það þægilegt að geta farið þangað inn - til að fletta upp....
En brjálað að gera hérna megin - smá matartíma - pása - til að hvíla hugann aðeins frá tölum o.fl.
Svo fara jólin alveg að detta inn....... vúhú!!!!!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.