1. apríl o.fl.

Það er nú alltaf gaman ef maður nær að “gabba” einhvern þennan dag, en það tókst þó ekki neitt almennilega þetta árið.  Erla náði að gabba okkur öll nokkrum sinnum og var maður alltaf jafnhissa í hvert skipti.

 

Fyrir einhverjum árum náði Ingi að láta vin sinn hlaupa 1. apríl, og var það ansi gott gabb hjá honum, það var elskan hann Kiddi rokk.  Kiddi var þá að vinna í Japis, og Ingi fékk hann til að hlaupa um og leita að þýsku þjóðlagabandi sem átti að heita  “Der Schwanderinnes”  -  en að sjálfsögðu fyrirgaf Kiddi þetta- en ekki fyrr en eftir 3 mánuði – þegar rann af honum reiðin!  Devil

Nei, smá grín – að sjálfsögðu hló Kiddi að þessu  - en kannski pínu fúll yfir að láta ná að plata sig.

 

Annars er bara allt gott að frétta, maður er farinn að hlakka til að fá páskafríið, förum reyndar í fermingarveislu á Skírdag, en síðan er bara frjálst.  Ef tengdó fara í sveina þá gæti verið að við myndum kíkja til þeirra.

Reyndar þá þurfum við að vinna í bókhaldinu f/smurstöðina um páskana, en það er í lagi – við verðum saman í því. 

Síðan er kominn tími til að plana aðeins betur fríið.  Þ.e.a.s. skoða hvað er í boði á Ítalíu í nánasta umhverfinu.

Það er nú aldeilis farið að styttast í þessa ferð, aðeins 2 mánuðir, þetta verður bara alveg æði.

Við sem erum að fara út þyrftum samt að fara að hittast aftur til að skiptast á einhverjum upplýsingum, og borða eitthvað ítalskt.

Þó svo við verðum saman í húsi í 2 vikur, þá verðum við samt ekki öllum stundum saman, en það er gaman að geta sest út á verönd á kvöldin og fá sér saman rauðvínsglas – eða kaffibolla.  Nú eða ítalskan líkjör – sítrónulíkjör t.d.

Ég er alveg sjúk í augnablikinu í allt úr sítrónum (væri hægt að halda að ég væri ólétt – en ég það ekki )  sítrónukrydd alls konar, sítrónute, kristall með sítrónubragði, ólífuolía með sítrónu, líkamsolía með sítrónulykt -  -  ég man að fyrir mörgum árum gaf Hrabba mér í jólagjöf ilmvatn með sítrónulykt – ég væri alveg til í það núna.  Smile

 

Erla var veik í síðustu viku, með hita og ælu, en er orðin hress.  Hins vegar er Sindri búinn að liggja alla helgina veikur, búinn að sofa út í eitt, enda fór hann upp í 40,4 stiga hita, ekki nema von að hann sé hálf tuskulegur.  Ælandi, drepast í hálsinum, lystarlaus – en hann er með streptokokkasýkingu í hálsinum.  Hann fékk pensilín við því og er strax orðinn betri.  Hann fór meira að segja á fætur í morgun til að horfa á sjónvarpið – manni líður nú betur með það.  En hann ætti að vera orðin hress um páskana.

Tengdó gefa börnunum páskaegg þannig að við ætlum að sleppa að gefa þeim þetta árið, vil frekar gefa þeim eitthvað annað, t.d. DVD mynd eða geisladisk, þau eru líka alveg til í það.

En ég ætla að láta þetta duga í bili – hafið það gott – þeir sem kíkja hér inn –  það væri gaman ef þið mynduð kvitta í gestabókina  Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ha ha ég var alveg búinn að steingleyma þessu :-) Ég verð að muna að ná mér niðrá Inga. Verst ég verð að bíða í eitt ár allavega núna fyrst apríl er liðinn :-) Þarf annars að fara kíkja í heimsókn :-) Hafið það æðislegt yfir páskana :-)

Kristján Kristjánsson, 5.4.2007 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband