Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.  Sumarið hlýtur að verða gott þetta árið - það fraus víst saman og boðar bara gott!  - Maður trúir allavega ekki öðru - verður að vera bjartsýnn.

Andri og Tanja eru búin að vera veik - Tanja með streptokokka sýkingu í hálsinum og Andri með eyrnabólgu - og er bara ferlega slæmur. Crying

Hann sagði einmitt í gær - maður hefur verið að gera grín að "aulum" með eyrnabólgu - en það ætla ég aldrei aftur að gera - þetta er svooo vont - sagði hann.

En í gær fórum við Ingi upp á spítala að heimsækja pabba, hann var sendur í sjúkrabíl upp á spítala s.l. þriðjudagsmorgunn, með vatn í lunga og átti afskaplega erfitt með að anda.  Var sendur í hjartaþræðingu strax, sem tókst samt ekki fullfomlega - ennþá er einhver stífla til staðar hjá honum.

Hann er búinn að vera hálf slappur í einhvern tíma, en hefur ekki viljað tala við lækni - þrjóskan alveg að fara með hann.  Á mánudaginn var hann að vesenast að fylla upp í niðurfallsrennurnar á húsinu - Unnþór hálfbróðir var með honum í þessu - en pabbi gat ekki bara verið að fylgjast með honum - nei -hann varð að vera með puttana í þessu - hann á svo erfitt með að sitja aðgerðarlaus - þessi elska.  Mömmu finnst hann stundum vera hálf bilaður - ef hann hefur ekkert að gera - í staðinn fyrir að setjast og slappa af  -þá fer hann og breytir öllu niðri hjá sér - eða í bílskúrnum - til hvers í ósköpunum segir mamma - það kemur aldrei neinn þangað til hans - en hann er bara að þessu fyrir sig.  Já Ingi minn - pabbi er búinn að vera á breytingaskeyði allt sitt líf - þannig að ég verð sjálfsagt líka á því fram í rauðan dauðannKissing

Hrabba heimsótti hann á þriðjudagskvöldið og brá henni mikið að heyra í honum - þar sem hann ruglaði einhverja vitleysu fram og tilbaka, hvort mamma hefði lifað slysið af og svo sagði hann Hröbbu að það væri einhver kolrugluð manneskja búin að standa við rúmstokkinn hjá honum - en hann fékk morfín um morguninn - og þessi lyfjakokteill þennan dag gerði hann hálf "kúkú" - en það stóð ekki lengi sem betur fer.

Ingi var farinn að hafa áhyggjur að þurfa að vera alvarlegur næst þegar hann myndi heimsækja tengdapabba sinn, ef hann væri kominn með "rugluna" - en hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því.

Næsta dag var "ruglan" farin úr honum - sem betur fer.  Hann mundi meira að segja eftir að hafa verið að rugla þetta - og hló bara að þessu.  Hins vegar þá leiðist honum að hanga þarna og hafa ekkert fyrir stafni - eina sem hann hefur er að hlusta á útvarpið og tala við fólk, sem er að sjálfsögðu mjög gott -  en hann getur ekki lesið þar sem hann er nýbúinn að fara í aðgerð á báðum augum og er ekki kominn með lesgleraugu sem henta honum núna.

Hann ætti að komast heim næsta mánudag - hann er allavega að vonast til þess.

Maður þarf samt að fara að búa sig undir að foreldrar manns geti farið að fara, pabbi verður 85ára nú í sumar og mamma er að verða 72 - hún er samt orðinn það léleg að manni finnst ekki vera þessi aldursmunur á þeim sem er.

Ég læt þetta duga í þetta skiptið - bless allir og gleðilegt sumar  Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband