Ítalía og Leg
2.5.2007 | 14:44
Já, síðasta föstudag fórum við Ingi út að borða á Ítalíu, fengum okkur pizzur sem voru að sjálfsögðu afskaplega góðar, borðuðum þær á mettíma og báðum svo um reikninginn. Ég held að stúlkunni hafi blöskrað lætin í okkur, höfum aldrei áður verið jafn fljót að ljúka okkur af á veitingastað - fyndið.
En síðan fórum við á söngleikinn Leg eftir Hugleik Dagsson í Þjóðleikhúsinu.
Starfsmannafélagið hjá mér bauð starfsfólki og mökum í leikhús, og var valið að sjá LEG eða Hjónabandsglæpi, í mínum huga var ekki spurning um val og ég vissi að Ingi væri sammála mér - enda var hann búinn að nefna að gaman væri að sjá þetta verk.
Við urðum ekki fyrir vonbrigðum - virkilega "sýrt" verk og með góðan húmor.
Mæli með þessu verki, ég væri til í að fara með 2 eldri börnin á þetta.
Reyndar heyrði ég síðan af fólki hér úr vinnunni sem hafði gengið út í hléi, - við hverju hafði þetta fólk verið að búast við? - Mér finnst það bara broslegt.
Við skemmtum okkur konunglega og væri ég alveg til í að fara aftur á þetta verk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.