Komin til Parísar !
4.6.2007 | 09:11
Ferðin gekk afskaplega vel, vélin fór á réttum tíma, og vorum meira að segja örlítið á undan áætlun. Á leið úr vélinni og í flugstöðina var "strætó" og Erla sat við hliðina á "Ágústu Evu Erlendsdóttur" sem er betur þekkt sem Silvía Nótt - en Erla fattaði það ekki - skrítið!
Engan tíma tók að ná í töskur - Ingi birtist bara allt í einu með þær allar í einu - þannig að þetta gekk allt eins og í lygasögu.
Við byrjuðum á að sækja lyklana, keyrðum framhjá Eiffel turninum sem krökkunum fannst æði - keyrðum alveg upp við hann og fannst þeim skrítið hvað hann væri ótrúlega stór!
Íbúðin er mjög skemmtileg, á 2 hæðum með öllu sem þarf, uppþvottavél, þvottvél, hárþurrku, sjónvarp, DVD, CD spilara og nettengingu - surprise ! (hvernig gæti ég annars verið að blogga).
Við tókum nesti með okkur, flatköku, hangikjöt, kókómjólk, kaffi og mjólk sem kom sér vel í gærkvöldi og í morgun.
Eigandi íbúðarinnar kom til okkar kl. 10:00 (8:00 að íslenskum tíma) til að fara yfir hvernig hitt og þetta virkaði.
Til að fara inn í íbúðina þurfum við að fara úr húsinu og inn í lítinn garð sem er umkringdur húsum, falleg blóm og jarðarberjaplöntur eru í þessum garði og risastórt tré. Beint á móti okkur er íbúð með stórum gluggum og héldum við að þetta væri vinnustofa listmálara - en á íbúðinni eru mjög stórir gluggar - gardínulausir þannig að við sáum beint inn - við lágum sem sagt ekki á gluggunum að reyna að finna út hvernig fólk væri þarna!
En þegar eigandinn kom áðan spurðumst við fyrir um nágrannana, sem að hennar sögn er mjög fínir - meðal annars er brjálaður vísindamaður í íbúðinni beint á móti okkur (ekki franskur listmálari) - hann vinnur á hvaða tíma sólahrings sem er - og hann heldur að hann sé að vinna fyrir NASA, klikkaður gaur en besta skinn. (Ef maður vaknar á nóttunni þá ætti maður að kíkja út um gluggann til að athuga hvort hann sé að vinna).
Við ætum að fara að hafa okkur til - kíkja út á mannlífið.
Úti er rigning en hlýtt, þurfum sennilega að kaupa reglhlíf.
En ég blogga e.t.v. meira á eftir - allir biðja að heilsa öllum sem þetta lesa.
Við ætlum síðan að reyna að setja inn myndir á síðuna hennar Erlu - þetta er slóðin á síðuna hennar: http://barnaland.is/barn/14564
Athugasemdir
Velkomin til "La belle Paris". Ég prenta þetta og les fyrir mömmu í símann og fyrir pabba á spítalanum en ég fer einmitt til hans í dag.
Matthildur B. Stefánsdóttir, 4.6.2007 kl. 10:14
Góða skemmtun þetta er flott borg
Kristberg Snjólfsson, 4.6.2007 kl. 13:10
rosalega góða skemmtun ...
Margrét M, 4.6.2007 kl. 13:17
Gott að ferðin hafi gengið svona vel Verður gaman að fylgjast með ferðasögunni
Kristján Kristjánsson, 4.6.2007 kl. 15:16
Hæ
Ég fór til pabba í dag. Hann hafði gaman af ferðasögunni (og mamma reyndar líka í morgun). Hann ruglaði bara tvisvar á heilum klukkutíma og þá stutta stund í senn. Hann átti að fá nudd í kvöld þannig að hann hafði eitthvað að hlakka til.
Ég hlakka til að fá meiri ferðasögu.
Matthildur B. Stefánsdóttir, 4.6.2007 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.