Jú hann er í vísindaslopp

Jebb, hann er í vísindaslopp - sögðu börnin yfir sig ánægð þegar þau sáu nágrannan í dag.  Hann er mjög "vísindalegur í útliti"  grátt og tætt hár út í loftið - en skalla beint uppi á kollinum.  Hann minnir okkur á "Back to the Future" vísindamanninn.

Við verðum að reyna að ná mynd inn til hans - það væri virkilega gaman, það er verst að hann býr þarna líka.  Gæti verið frekar vandræðalegt ef við fullorðna fólkið lægjum á glugganum hans að taka myndir.  Við sendum börnin í það.

En við röltum í bæinn áðan, fórum að skoða Notre Dame kirkjuna að utan og innan og urðum afskaplega hrifin.  Mjög gott veður og fórum við eins og bjánar með jakka og regnhlíf í bæinn - við vorum þó ekki þau einu í París sem gerðum það.  En jakkinn hékk á töskunni allan daginn og ákveðið að fara ekki með hann aftur.

Við fórum á veitingastað sem heitir "Hippopotamus"  og tókum barnamatseðil fyrir börnin, þau fengu 200 gramma kolsteiktan borgara, með frönskum, og smarties-ís á eftir, ásamt drykk með matnum á aðeins 7,90 Evrur.  Þau urðu pakksödd - náðu ekki einu sinni að klára.

Við fórum með GPS tækið með okkur til að rata um París eins og innfædd.  Gekk það afskaplega vel - nema þegar við vorum á heimleið.  Við vorum komin á einhvern fáránlegan stað þegar tækið tilkynnti "KOMIN" - við Ingi horfðumst í augu - (þau voru á stærð við undirskálar í okkur báðum) - og skildum ekkert í þessu helv... rugl tæki - fleygja þessu drasli - en við höfðum matað tækið á röngum upplýsingum um staðsetninguna á íbúðinni.

Börnin voru ekki glöð með okkur en við fengum fína hreyfingu - og þau ættu að sofna snemma eftir þennan aukagöngutúr á heimleiðinni.

Var að setja inn smá af myndum á barnalanssíðuna hennar Erlu.  Höum það gott - keyptum okkur brauð eins og er í "Felix" bókinni hennar Erlu og bragðaðist það afskaplega vel.

Biðjum að heilsa öllum -

Ingi - Lauja - og börnin -   GPS-arar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grumpa

GPS tæki er snilld...alveg þangað til það veit ekkert hvar það er statt því það er búið að breyta öllu síðan kortið í það var búið til!

Grumpa, 4.6.2007 kl. 20:31

2 Smámynd: Matthildur B. Stefánsdóttir

Það góða við París er að þó maður villist er alltaf hægt að droppa niður í næsta Metro og rata þannig heim.  Ætlið þið upp í Eiffeil turninn?  Bið að heilsa.

Matthildur B. Stefánsdóttir, 4.6.2007 kl. 20:42

3 Smámynd: Margrét M

ummm hrikalega gott brauð í parís ... finn eiginlega bragðin enþá síðan um daginn .. jamm Notre dame er yndisfögur

Margrét M, 4.6.2007 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband