Ekta túristar í París

Já, við vorum ekta túristar í París í dag.  Fórum í bátserð á Signu og  upp í Eiffel turninn - alla leið upp í topp.  Ég er nú bara hissa á sjálri mér að guggna ekki á því á síðustu stundu - enda er ég afskaplega lofthrædd - miklu meira en í meðallagi - við biðum í röð í einn klukkutíma.  Mistur var yfir borginni - en ótrúlegt að horfa yfir.  Þvílíkt útsýni.  

Á Signu sigldum við - og á bökkum Signu situr fólk hér hér og þar í innilegum faðmlögum og kyssist ofur lengi - fólk á öllum aldri - sem mér fannst gaman að sjá - ekki bara unga fólkið - París er sem sagt borg allra elskenda - ekki bara ungra.

En á einum bakkanum sátu nokkrir karlar saman að drykkju - og síðan vildi svo skemmtilega til að einn þeirra girti niður um sig brókina og dillaði "rassinum" framan í túristana - það lífgaði nú bara upp á - verst að börnin misstu af þessu.

Veður var ótrúlega gott í dag, sól og 27°C hiti - þannig að við vorum léttklædd.  Golan í þessari borg bjargar Inga algjörlega - þó svo að þessi hiti sé - þá er ágætis gola og manni líður vel í þessum hita.

Við erum orðin svolítið þreytt eftir daginn, börnin eru að skipta sér í sturtu - síðan í rúmið. 

Ingi fór út í markaðsgötuna við hliðina áðan með  3 eldri börnin og þau komu heim með kebab í kvöldmatinn - sem var afskaplega gott. 

Á morgun er ætlunin að vakna snemma og nýta daginn, fara og skoða Monu Lisu - og svo ræður bara skapið og veðrið ferðinni.

En við biðjum að heilsa ykkur öllum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

jamm frábært útsýni úr Eiffelturninum .

Margrét M, 6.6.2007 kl. 10:05

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Gat verið Ingi að ná í mat ""alltaf sama sagan kemst ekkert annað að hjá gamla manninum en að éta og r----

Kristberg Snjólfsson, 6.6.2007 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband