Er á hóteli í París
20.6.2007 | 23:30
Síðata nóttin er í París, ég afrekaði það að keyra inn í París sem er minna mál en ég hélt - en að finna bílastæði í þessari borg - OMG - það er sko hausverkur!!!
Ekkert mál að finna "parking" - ef maður væri á einhverri lítilli dós - ekki hærri en 1,85 cm ! Við vorum í klukkutíma að finna bílastæði - endaði á því að skrúfa af toppnum bogana og fundum bílastæðahús sem var með lofthæðina 1,90 - mér leið svo illa að keyra þangað inn - fannst að þakið myndi sleikja loftið - en það gerðist reyndar ekki. Fundum stæði á hæð sem er nr. -3 - stæði 342 - þetta bílastæðahús er -7 hæðir og kostar okkur að leggja þarna heilar 20 Evrur, ef bílnum er lagt í meira en 8 stundir telst það sólarhringur. Nú fer ég bara í það að byggja bílastæðahús í Paris með almennilegri lofthæð og græða!
Mig hefði ekki grunað að það væri svona erfitt að fá bílastæði hér - og ef maður leggur þar sem er bannað eru bílar hiklaust dregnir á brott. Börnin biðu á hótelinu meðan við Ingi vorum að finna bílastæði og voru ósköp fegin þegar við komum til baka.
Um kvöldið fórum við á indverskan veitingastað og voru börnin heilluð af honum, fannst indverskur matur ÆÐI!!
Í fyrramálið þarf að skila bílnum, hótelið ætlar að geyma töskurnar okkar, og við ætlum að "chilla" í París til kl. 18:00 - en þá förum við út á flugvöll og fljúgum heim á leið.
Erla er alveg ómöguleg - hún saknar afa síns, og finnst skelfilegt að amma sé bara "alein". Er afi ennþá á stjörnunum á Ítalíu?? Hún er voðalega viðkvæm yfir þessu þegar hún fer að sofa - er ekki alveg að fatta hvað það er að vera "dáinn".
Ég ætla að láta þetta duga í bili, best að fara að skríða upp í - en netsambandið á Ítalíu var virkt í einhverja 2 daga - þannig að maður náði ekki að blogga neitt mikið - þannig. En eins og Claudia sagði - það þýðir ekki að hafa í sambandi í einu þvottavél og þurrkara - eða eldavél og uppþvottavél - rafmagnið á Ítalíu er bara ekki betra en þetta sagði hún. Þess vegna var uppþvottavél í íbúðinni hjá okkur Inga en ofn í íbúðinni hjá Hröbbu og Hilmari.
Hótelherbergið okkar snýr út á götu og er talsvert mannlíf hérna - ég ætla aðeins að kíkja út á svalir og njóta mannlífsins áður en ég skríð upp í. Kannski sé ég einhverja stjörnu sem hefur elt okkur frá Ítalíu - best að kíkja út og athuga málið. Góða nótt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.