Rasistamamma í París -

Síðasta daginn í París fórum við upp að Sacré Coeur kirkjunni, eftir að hafa skilað bílaleigubíl og tékkað sig út af hótelinu.  Tókum Metróið - síðan var gengið smá spöl og upp tröppur sem voru 87 talsins  - stuttu seinna kom álíka magn af tröppum - fín líkamsrækt og tók þokkalega á ! 

Gaman að rölta um og fylgjast með listafólki að störfum - misgóð listaverk þarna á ferð ég hefði virkilega til í kaupa mörg verk þarna og væri gaman  að eyða þarna meiri tíma.  Tókum slatta af myndum þarna sem ég set síðar inn á síðuna hennar Erlu.

Að sjálfsögðu eru þarna ýmsir að reyna að selja hitt og þetta - strákahópur var  þarna að vefja marglit bönd og útbúa armbönd - sem ég afþakkaði pent.  Stuttu síðar komu þeir og báðu Andra og Tönju að koma með puttann - þeir ætluðu að sýna þeim dálítið - ég sagði að ég vildi það ekki - "nei við ætlum bara að sýna þeim dálítið" - nei segi ég aftur - en þeir segja "jú bara að sýna þeim" - ég orðin frekar pirruð og sný mér undan - þeir útbúa armbönd á mettíma og binda á þau.  "Er þetta ekki flott?" segja þeir - jú segi ég - "þetta kostar 10 EUR"   - Gleymdu því,  sagði ég - að rökræða við þessa gæja var tilgangslaust - en það kom ekki til greina hjá mér að greiða fyrir þetta.   Að lokum fjarlægðu þeir armböndin  af þeim - þegar mín var orðin verulega pirruð - og sögðu krökkunum að fara til "rasistamömmunnar" þeirra.

Mér var nokk sama - sennilega eina kerlingin sem neitaði að borga þetta föndur þeirra þennan daginn.  Ég þoli bara ekki þessa ýtni arrgghh....  - nota krakkana - segja "don´t worry - you don´t like this no problem" - dásama Íslands og bla bla bla - þar til mamman neitar að borga !  

Flugið heim gekk vel  og voru allir sáttir og sælir að skríða upp í rúmið sitt.  Vorum komin í rúmið rúmlega 02:00 - en ég fer á fætur í fyrramálið kl. 08:00 þar sem Hákon er að koma í pössun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband