Minningarorð

Sit hér og er að rifja upp ýmislegt í lífinu sem maður hefur upplifað með pabba.  Á morgun erum við að fara að hittast systkinin til að hafa einhverja punkta fyrir prestinn. 

Eina sem ég næ að rifja upp eru góðar minningar, ýmislegt skondið og skemmtilegt, grátbroslegt.  Það er allavega yndislegt að eiga í raun bara góðar minningar um foreldri sitt, sakna, eftirsjá eftir samverustundum og sjá í raun eftir að hafa ekki punktað niður það sem pabbi var að segja.  Hann var alveg ótrúlega fróður, hafði prófað ýmislegt, verið kartöflubóndi - kokkur á millilandaskipi - framkvæmdastjóri - en umfram allt var hann góður maður. 

Þegar hann var tekinn í fóstur yfir á næsta bæ árs gamall - höfðu foreldrar hans samþykkt að hann færi í fóstur í stuttan tíma, en þá var amma ólétt að sínu 5 barni - og það elsta var þá 3 ára.  En amma eignaðist 9 börn á 6 árum, þar af komu 3 x tvíburar.   Tvíburasystir pabba hafði fæðst svo lítil og var mikið lasin, þannig að foreldrar pabba  samþykktu að pabbi færi yfir á næsta bæ í stuttan tíma í fóstur.    Árni fóstri pabba, sótti síðan pabba, setti hann í strigapoka á bakið, óð með hann yfir ána, og pabbi var á næsta bæ í góðu atlæti til 17 ára aldurs.   Fóstri hans dó þegar pabbi var 14 ára - og saknaði pabbi hans mikið, enda voru þeir mjög nánir.  Síðan deyr uppeldissystir pabba ári seinna. 

Uppeldissystkini pabba voru talsvert eldri en hann - og var hann dekraður af þeim öllum, reyndar bjargaði Kristmundur fósturbróðir hans lífi hans í eitt skipti, þegar heybaggi datt á hann og náði hann að draga pabba undan honum. 

En pabbi sótti samt mikið yfir á næsta bæ, og lék sér mikið við systkini sín.  En heima hjá sér var hann mikið einn að leika sér.  Tjörn var við bæinn og hélt pabbi að hann ætti þessa tjörn.  Þar tálgaði hann ýmsa báta og skip og lék sér mikið þar.  Alltaf þegar hann var búinn að leika við bræður sína stoppaði hann í heimleiðinni við tjörnina sína og lék sér þar smá stund einn.

Pabba leið vel að vera einn að dunda sér - e.t.v. er það komið út af því að hann var talsvert einn að leika sér þegar hann var strákur.

Það er talsvert erfitt að vera að rifja ýmislegt upp, líka af því að presturinn vill fá sögur um hann - ekki upptalningu á því  hvernig hann var, og ef við erum með skemmtilegar sögur - þá er það frábært.

Presturinn sem jarðsyngur heitir Gunnar og er prestur í Digraneskirkju - sterkasti prestur heims - að hans sögn.  Er mjög skemmtilegur - fastakúnni á Smurstöðinni.

Heilinn á mér er frosinn - ég er búin að rifja upp mjög mörg skemmtileg og skondin atvik úr lífi pabba, og það hlýtur að vera hægt að tína eitthvað úr því fyrir prestinn.

Þeir sem kíkja inn á síðuna - mega alveg kvitta í gestabók - Wink  það er svo gaman að vita hverjir koma í heimsókn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er lán að geta minnst foreldra sinna með ástúð og hlýju, þú ert heppinn!

Samúðarkveðjur til ykkar

(PS. er ekki að koma af djammi, fór bara snemma að sofa og vakna því snemma. Góður tími til að lesa bloggin.) 

Haukur Nikulásson, 23.6.2007 kl. 04:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband